Embiid fór meiddur af velli þegar Philadelphia tapaði í höfuðborginni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2021 08:00 Russell Westbrook hitti skelfilega gegn Philadelphia 76ers en náði þrefaldri tvennu eins og venjulega. getty/Tim Nwachukwu Joel Embiid fór meiddur af velli þegar Philadelphia 76ers tapaði fyrir Washington Wizards, 122-114, í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Með sigri hefði Philadelphia tryggt sér sæti í undanúrslitum Austurdeildarinnar en staðan í einvíginu er nú 3-1. Embiid lék aðeins í ellefu mínútur áður en hann fór af velli vegna hnémeiðsla. Tobias Harris var atkvæðamestur í liði Philadelphia með 21 stig og þrettán fráköst. Ben Simmons skoraði þrettán stig og tók tólf fráköst en fór illa að ráði sínu á vítalínunni undir lokin. Leikmenn Washington brutu þá viljandi á honum til að senda hann á vítalínuna og það herbragð gaf góða raun. Bradley Beal skoraði 21 stig fyrir Washington og Russell Westbrook var einu sinni sem oftar með þrefalda tvennu; nítján stig, 21 frákast og fjórtán stoðsendingar. Westbrook hitti aðeins úr þremur af nítján skotum sínum utan af velli en skoraði þrettán stig úr vítum. Rui Hachimura átti góðan leik fyrir Washington; skoraði tuttugu stig og tók þrettán fráköst. Rui Hachimura (20 PTS, 13 REB) and Daniel Gafford (12 PTS, 4-4 FGM, 5 BLK) come up BIG for the @WashWizards to keep their season going! #NBAPlayoffsGame 5 Wed, 7pm/et, NBA TV pic.twitter.com/74CNgq6h5p— NBA (@NBA) June 1, 2021 Utah Jazz vantar aðeins einn sigur til að komast áfram í undanúrslit Vesturdeildarinnar eftir að hafa unnið Memphis Grizzlies, 113-120. Donovan Mitchell skoraði þrjátíu stig fyrir Utah sem hefur unnið þrjá leiki í röð eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í einvíginu. Jordan Clarkson skoraði 24 stig fyrir Utah. Mitchell, Clarkson power @utahjazz to 3-1 lead! @spidadmitchell: 30 PTS @JordanClarksons: 24 PTSGAME 5 #NBAPlayoffs Wed, 9:30pm/et, NBA TV pic.twitter.com/9xkzdSsbpJ— NBA (@NBA) June 1, 2021 Hjá Memphis var Ja Morant með 23 stig og tólf stoðsendingar. Jaren Jackson og Dillon Brooks skoruðu 21 stig hvor. Úrslitin í nótt Washington 122-114 Philadelphia Memphis 113-120 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Þ.-Keflavík 78-98 | Keflvíkingar vöknuðu í seinni Shabazz látinn fara frá Grindavík Stjarnan - Tindastóll | Stórleikur liðanna sem slógust um titilinn „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Sjá meira
Með sigri hefði Philadelphia tryggt sér sæti í undanúrslitum Austurdeildarinnar en staðan í einvíginu er nú 3-1. Embiid lék aðeins í ellefu mínútur áður en hann fór af velli vegna hnémeiðsla. Tobias Harris var atkvæðamestur í liði Philadelphia með 21 stig og þrettán fráköst. Ben Simmons skoraði þrettán stig og tók tólf fráköst en fór illa að ráði sínu á vítalínunni undir lokin. Leikmenn Washington brutu þá viljandi á honum til að senda hann á vítalínuna og það herbragð gaf góða raun. Bradley Beal skoraði 21 stig fyrir Washington og Russell Westbrook var einu sinni sem oftar með þrefalda tvennu; nítján stig, 21 frákast og fjórtán stoðsendingar. Westbrook hitti aðeins úr þremur af nítján skotum sínum utan af velli en skoraði þrettán stig úr vítum. Rui Hachimura átti góðan leik fyrir Washington; skoraði tuttugu stig og tók þrettán fráköst. Rui Hachimura (20 PTS, 13 REB) and Daniel Gafford (12 PTS, 4-4 FGM, 5 BLK) come up BIG for the @WashWizards to keep their season going! #NBAPlayoffsGame 5 Wed, 7pm/et, NBA TV pic.twitter.com/74CNgq6h5p— NBA (@NBA) June 1, 2021 Utah Jazz vantar aðeins einn sigur til að komast áfram í undanúrslit Vesturdeildarinnar eftir að hafa unnið Memphis Grizzlies, 113-120. Donovan Mitchell skoraði þrjátíu stig fyrir Utah sem hefur unnið þrjá leiki í röð eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í einvíginu. Jordan Clarkson skoraði 24 stig fyrir Utah. Mitchell, Clarkson power @utahjazz to 3-1 lead! @spidadmitchell: 30 PTS @JordanClarksons: 24 PTSGAME 5 #NBAPlayoffs Wed, 9:30pm/et, NBA TV pic.twitter.com/9xkzdSsbpJ— NBA (@NBA) June 1, 2021 Hjá Memphis var Ja Morant með 23 stig og tólf stoðsendingar. Jaren Jackson og Dillon Brooks skoruðu 21 stig hvor. Úrslitin í nótt Washington 122-114 Philadelphia Memphis 113-120 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Þ.-Keflavík 78-98 | Keflvíkingar vöknuðu í seinni Shabazz látinn fara frá Grindavík Stjarnan - Tindastóll | Stórleikur liðanna sem slógust um titilinn „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Sjá meira