Alltaf hlutlaus Rósa Kristinsdóttir skrifar 1. júní 2021 07:01 Nú stendur yfir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þar sem tveir reyndir en ólíkir stjórnmálamenn gefa kost á sér í fyrsta sætið. Eins og flestir þekkja getur það haft afgerandi áhrif á stefnu og áherslur flokksins hverjir leiða framboðslistana fyrir kosningar. Það hefur hins vegar ekki aðeins áhrif á flokkinn, heldur samfélagið allt. Uppröðunin ræður því hverjir komast fyrstir inn á Alþingi og koma þar sínum áherslum á framfæri. Í opinberri umræðu heyrist reglulega ákall um persónukjör. Að fólk væri til í að geta einfaldlega valið einstaklinga inn á þing, frekar en að þurfa að kjósa heilan flokk og allt sem honum fylgir. Í því samhengi er rétt að muna að prófkjör eru ekkert annað en persónukjör innan flokka. Þeir sem vilja komast sem næst persónukjöri gætu með réttu skráð sig í alla flokka sem velja frambjóðendur með lýðræðislegum hætti, og tekið þátt í prófkjörunum í sínu kjördæmi. Í dag er hægt að skrá sig í og úr flokkunum með einum smelli. Höfuð í sand Það virðist vera einhvers konar prinsippmál hjá fleirum en mann myndi nokkurn tímann gruna að skrá sig ekki í stjórnmálaflokk. Jafnvel þó það sé bara um nokkurra daga skeið til að taka þátt í persónukjörinu. Þetta á jafnt við um þá sem eru mjög andsnúnir viðkomandi flokki og þá sem geta vel hugsað sér að kjósa hann. Þar virðist hlutleysið vera ofar öllu og mikilvægt að vera aldrei skráður í flokk, ekki í einn einasta dag. Að vera óflokksbundinn til lengri tíma er skiljanleg afstaða. Hins vegar er mikilvægt að hafa hugfast hvað því prinsippi fylgir ef það er algjörlega ófrávíkjanlegt. Í algjöru hlutleysi felst nefnilega líka ákvörðun um að láta aðra velja fyrir sig. Að grafa höfuðið í sandinn, segjast vona að hinn eða þessi frambjóðandi nái árangri – en gera ekkert til að stuðla að því sjálfur. Eldri velja fyrir yngri Í aðdraganda kosninga heyrast oft gagnrýnisraddir, ekki síst frá yngra fólki. Kvartað er yfir því að fjölbreytnin á framboðslistum sé lítil, kynjahlutföll séu skökk og ungt fólk hafi of lítið vægi með sínar áherslur og stefnumál. Þetta sama fólk lítur hins vegar oft á það sem mikla dyggð að hafa ekki áhrif á einmitt þessi atriði. Staðan er sú að þeir sem eldri eru taka þátt í prófkjörum í mun meiri mæli en yngri kynslóðin. Ungt fólk lætur það eldra einfaldlega um að velja á listann fyrir sig. Ég ætla ekki að vera ein af þeim. Í þessari viku hvet ég áhugasama til að skrá sig í Sjálfstæðisflokkinn, mæta og kjósa Áslaugu Örnu í fyrsta sæti í Reykjavík. Unga konu sem hefur sýnt og sannað að hún á ekki síður erindi en eldri og reyndari karlar. Stjórnmálakonu sem hefur lagt áherslu á mál ungs fólks og kvenna, barist fyrir frjálsu og fjölbreyttu samfélagi og komið fleiri málum í gegn en flestir – á örstuttum tíma. Eftir prófkjörið getur hver sem vill skráð sig úr flokknum aftur, með einum smelli. Ef fólk sem við viljum sjá í forystunni gefur kost á sér skulum við ákveða að hafa áhrif. Þín skoðun og þinn stuðningur skiptir raunverulegu máli og þú hefur nokkrar mínútur aflögu til að sýna það í verki. Ekki láta aðra taka ákvörðunina fyrir þig. Ekki vera alltaf hlutlaus. Höfundur er stuðningskona Áslaugar Örnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þar sem tveir reyndir en ólíkir stjórnmálamenn gefa kost á sér í fyrsta sætið. Eins og flestir þekkja getur það haft afgerandi áhrif á stefnu og áherslur flokksins hverjir leiða framboðslistana fyrir kosningar. Það hefur hins vegar ekki aðeins áhrif á flokkinn, heldur samfélagið allt. Uppröðunin ræður því hverjir komast fyrstir inn á Alþingi og koma þar sínum áherslum á framfæri. Í opinberri umræðu heyrist reglulega ákall um persónukjör. Að fólk væri til í að geta einfaldlega valið einstaklinga inn á þing, frekar en að þurfa að kjósa heilan flokk og allt sem honum fylgir. Í því samhengi er rétt að muna að prófkjör eru ekkert annað en persónukjör innan flokka. Þeir sem vilja komast sem næst persónukjöri gætu með réttu skráð sig í alla flokka sem velja frambjóðendur með lýðræðislegum hætti, og tekið þátt í prófkjörunum í sínu kjördæmi. Í dag er hægt að skrá sig í og úr flokkunum með einum smelli. Höfuð í sand Það virðist vera einhvers konar prinsippmál hjá fleirum en mann myndi nokkurn tímann gruna að skrá sig ekki í stjórnmálaflokk. Jafnvel þó það sé bara um nokkurra daga skeið til að taka þátt í persónukjörinu. Þetta á jafnt við um þá sem eru mjög andsnúnir viðkomandi flokki og þá sem geta vel hugsað sér að kjósa hann. Þar virðist hlutleysið vera ofar öllu og mikilvægt að vera aldrei skráður í flokk, ekki í einn einasta dag. Að vera óflokksbundinn til lengri tíma er skiljanleg afstaða. Hins vegar er mikilvægt að hafa hugfast hvað því prinsippi fylgir ef það er algjörlega ófrávíkjanlegt. Í algjöru hlutleysi felst nefnilega líka ákvörðun um að láta aðra velja fyrir sig. Að grafa höfuðið í sandinn, segjast vona að hinn eða þessi frambjóðandi nái árangri – en gera ekkert til að stuðla að því sjálfur. Eldri velja fyrir yngri Í aðdraganda kosninga heyrast oft gagnrýnisraddir, ekki síst frá yngra fólki. Kvartað er yfir því að fjölbreytnin á framboðslistum sé lítil, kynjahlutföll séu skökk og ungt fólk hafi of lítið vægi með sínar áherslur og stefnumál. Þetta sama fólk lítur hins vegar oft á það sem mikla dyggð að hafa ekki áhrif á einmitt þessi atriði. Staðan er sú að þeir sem eldri eru taka þátt í prófkjörum í mun meiri mæli en yngri kynslóðin. Ungt fólk lætur það eldra einfaldlega um að velja á listann fyrir sig. Ég ætla ekki að vera ein af þeim. Í þessari viku hvet ég áhugasama til að skrá sig í Sjálfstæðisflokkinn, mæta og kjósa Áslaugu Örnu í fyrsta sæti í Reykjavík. Unga konu sem hefur sýnt og sannað að hún á ekki síður erindi en eldri og reyndari karlar. Stjórnmálakonu sem hefur lagt áherslu á mál ungs fólks og kvenna, barist fyrir frjálsu og fjölbreyttu samfélagi og komið fleiri málum í gegn en flestir – á örstuttum tíma. Eftir prófkjörið getur hver sem vill skráð sig úr flokknum aftur, með einum smelli. Ef fólk sem við viljum sjá í forystunni gefur kost á sér skulum við ákveða að hafa áhrif. Þín skoðun og þinn stuðningur skiptir raunverulegu máli og þú hefur nokkrar mínútur aflögu til að sýna það í verki. Ekki láta aðra taka ákvörðunina fyrir þig. Ekki vera alltaf hlutlaus. Höfundur er stuðningskona Áslaugar Örnu.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun