Viðskipti innlent

Fast­eigna­mat hækkar um 7,4 prósent á árinu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Heildarfasteignamat á Íslandi hækkar um 7,4 prósent á árinu.
Heildarfasteignamat á Íslandi hækkar um 7,4 prósent á árinu. Vísir/Vilhelm

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 7,4 prósent á árinu og verður 10.340 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati Þjóðskrár, fyrir árið 2022. Þetta er töluvert meiri hækkun en tilkynnt var um fyrir ári síðan þegar fasteignamat hækkaði um 2,1 prósent á landinu öllu.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Þjóðskrá. Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 8 prósent en um 5,9 prósent á landsbyggðinni. Mesta hækkunin er á Vestfjörðum, eða um 16,3 prósent.

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 7,4 prósent á árinu.Þjóðskrá

Hækkunin er 8,6 prósent á Norðurlandi vestra, 6,7 prósent á Suðurlandi, 6,6 prósent á Austurlandi, 5,1 prósent á Suðurnesjum, 4,8 prósent á Vesturlandi og 4,2 prósent á Norðurlandi eystra.

Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár.Aðsend

Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, segir að hækkunin sé í takt við þróun fasteignaverðs á tímabilinu febrúar 2020 til febrúar 2021.

„Fyrir ári síðan ríkti nokkur spenna um hvaða áhrif Covid-19 myndi hafa á matið en við sjáum að aðrir þættir eins og lægri vextir hafa haft talsverð áhrif á fasteignamarkaðinn og þar með fasteignamatið,“ segir Margrét í tilkynningu.

Heildarfasteignamatið hækkar mest í Bolungarvík, eða um 22,8 prósent, um 18,9 prósent í Ísafjarðarbæ og um 15,3 prósent í Vesturbyggð. Mesta lækkunin er í Skorradalshreppi þar sem fasteignamatið lækkar um 2,6 prósent.

Hér má sjá heildarfasteignamat 2022 fyrir hvern landshluta fyrir sig.Þjóðskrá

Samanlagt mat íbúða á öllu landinu hækkar um 7,9 prósent á milli ára og verður alls 7.221 milljarðar króna, þar af hækkar sérbýli um 8,2 prósent á meðan fjölbýli hækkar um 7,7 prósent. Almennt er hækkun á íbúðarmati á höfuðborgarsvæðinu 8,9 prósent en 5,2 prósent á landsbyggðinni.


Tengdar fréttir

Verðbólga lækkar milli mánaða

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,4% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,0%.

Met slegið í fjölda seldra íbúða

Í mars var slegið met í fjölda seldra íbúða í einum mánuði þegar 1.300 kaupsamningar voru útgefnir. Hefur meðalsölutími íbúða aldrei verið styttri á höfuðborgarsvæðinu og seldist tæplega þriðjungur eigna þar yfir ásettu verði.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.