Verðbólga lækkar milli mánaða Eiður Þór Árnason skrifar 27. maí 2021 09:17 Verðbólga mælist enn vel yfir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Vísir/Vilhelm Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,4% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,0%. Ársverðbólga mælist því 4,4% í maí og hjaðnar um 0,2 prósentustig frá apríl 2021 þegar hún var 4,6%. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í maí 2021, hækkar um 0,42% í maí frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar um 0,23% frá apríl 2021. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar hækkaði reiknuð húsaleiga um 1,5% milli mánaða og hafði 0,25% áhrif á vísitöluna. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentur fyrir rúmri viku og vísaði meðal annars til þess að verðbólga hafi reynst þrálátari en áður var spáð. Í samræmi við spá Breytingin á vísitölu neysluverðs er í samræmi við spá Greiningar Íslandsbanka sem spáði því að 12 mánaða verðbólga myndi hjaðna í maí og mælast 4,4%. Hagfræðideild Landsbankans spáði 4,3% verðbólgu í maí og 0,33% hækkun á vísitölu neysluverðs milli mánaða. Í verðbólguspá Landsbankans segir að einna áhugaverðast verði að sjá hvernig reiknuð húsaleiga þróist á næstunni. Verð á fasteignamarkaði hafi hækkað mjög mikið í mars og apríl samkvæmt mælingu Hagstofunnar og endurspegli mikla eftirspurn á fasteignamarkaði. Eftirspurnina megi meðal annars rekja til mjög hagstæðra vaxta á húsnæðislánamarkaði sem hafi ekki verið lægri. „Við gerum einnig ráð fyrir að áhrif þeirra vaxtalækkana sem gripið var til á síðasta ári fari minnkandi. Þau áhrif hafa dregið úr áhrifum hækkandi fasteignaverðs á reiknaða húsaleigu,“ segir í spá Hagfræðideildar Landsbankans. Fréttin hefur verið uppfærð. Íslenska krónan Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30 Verðbólga yfir markmiði fram á mitt næsta ár Verðbólguhorfur hafa versnað og verðbólga verður ekki komin niður í markmið Seðlabankans fyrr en um mitt næsta ár samkvæmt spá bankans í dag. Meginvextir voru hækkaðir í dag um 0,25 prósentustig. 19. maí 2021 11:54 Verðbólga ekki verið hærri í átta ár Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,6%. 29. apríl 2021 09:19 Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Sjá meira
Ársverðbólga mælist því 4,4% í maí og hjaðnar um 0,2 prósentustig frá apríl 2021 þegar hún var 4,6%. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í maí 2021, hækkar um 0,42% í maí frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar um 0,23% frá apríl 2021. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar hækkaði reiknuð húsaleiga um 1,5% milli mánaða og hafði 0,25% áhrif á vísitöluna. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentur fyrir rúmri viku og vísaði meðal annars til þess að verðbólga hafi reynst þrálátari en áður var spáð. Í samræmi við spá Breytingin á vísitölu neysluverðs er í samræmi við spá Greiningar Íslandsbanka sem spáði því að 12 mánaða verðbólga myndi hjaðna í maí og mælast 4,4%. Hagfræðideild Landsbankans spáði 4,3% verðbólgu í maí og 0,33% hækkun á vísitölu neysluverðs milli mánaða. Í verðbólguspá Landsbankans segir að einna áhugaverðast verði að sjá hvernig reiknuð húsaleiga þróist á næstunni. Verð á fasteignamarkaði hafi hækkað mjög mikið í mars og apríl samkvæmt mælingu Hagstofunnar og endurspegli mikla eftirspurn á fasteignamarkaði. Eftirspurnina megi meðal annars rekja til mjög hagstæðra vaxta á húsnæðislánamarkaði sem hafi ekki verið lægri. „Við gerum einnig ráð fyrir að áhrif þeirra vaxtalækkana sem gripið var til á síðasta ári fari minnkandi. Þau áhrif hafa dregið úr áhrifum hækkandi fasteignaverðs á reiknaða húsaleigu,“ segir í spá Hagfræðideildar Landsbankans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslenska krónan Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30 Verðbólga yfir markmiði fram á mitt næsta ár Verðbólguhorfur hafa versnað og verðbólga verður ekki komin niður í markmið Seðlabankans fyrr en um mitt næsta ár samkvæmt spá bankans í dag. Meginvextir voru hækkaðir í dag um 0,25 prósentustig. 19. maí 2021 11:54 Verðbólga ekki verið hærri í átta ár Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,6%. 29. apríl 2021 09:19 Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Sjá meira
Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30
Verðbólga yfir markmiði fram á mitt næsta ár Verðbólguhorfur hafa versnað og verðbólga verður ekki komin niður í markmið Seðlabankans fyrr en um mitt næsta ár samkvæmt spá bankans í dag. Meginvextir voru hækkaðir í dag um 0,25 prósentustig. 19. maí 2021 11:54
Verðbólga ekki verið hærri í átta ár Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,6%. 29. apríl 2021 09:19