Kennsla og dómarastörf í beggja þágu Benedikt Bogason skrifar 31. maí 2021 09:49 Undanfarið hefur í fjölmiðlum verið fjallað nokkuð um aukastörf dómara og hefur sú umræða meðal annars tekið til kennslustarfa þeirra. Þar hefur komið fram gagnrýni á að ég gegni hlutastarfi sem prófessor við lagadeild Háskóla Íslands samhliða því að vera forseti Hæstaréttar. Í þágu háskóla og dómstóla Almennt er dómurum óheimilt að taka að sér aukastörf en frá því getur Nefnd um dómarastörf veitt undanþágu ef ljóst er að aukastarf er ekki ósamrýmanlegt stöðu dómara eða leiðir af sér hættu á að hann geti ekki sinnt embættisstarfi sínu sem skyldi. Til þessa hefur verið ágreiningslaust að kennsla sé aukastarf sem fyllilega samrýmist dómarastarfi enda verið bent á að þetta sé vel þekkt bæði hér á landi og víða í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Af þessum sökum leiðir af reglum sem gilda um aukastörf dómara að dómari þarf ekki að sækja um sérstaka heimild til að taka að sér slíkt starf heldur nægir honum að tilkynna það. Hér má einnig vísa til viðtekinna skoðana um mikilvægi tengsla háskóla og atvinnulífs og ávinninginn af því að hluti kennara starfi á því sviði sem kennslan lýtur að. Framlag dómara við kennslu er því í þágu háskólanna. Með sanni má segja að hér gæti samlegðaráhrifa í senn til hagsbóta fyrir háskóla og dómstóla. Dómari sem sinnir fræðistörfum eflist í dómstörfum sínum á sama tíma og menntastofnun nýtur góðs af kennslu hans. Þetta þekki ég af eigin raun. Kennt síðan 1993 Ég hóf störf við lagadeild Háskóla Íslands árið 1993 og hef verið kennari við hana allar götur síðan. Fyrst var ég stundakennari en var ráðinn lektor árið 2002, dósent 2005 og fékk loks framgang í starf prófessors árið 2016. Frá upphafi hefur starfsframlag mitt verið svipað en það hefur nú í nærri 20 ár verið 49%. Ég var skipaður héraðsdómari 2001 og síðan hæstaréttardómari árið 2012. Ég hef því verið kennari við lagadeildina allan þann tíma sem ég hef gegnt embætti dómara. Ég gerði áðurgreindri Nefnd um dómarastörf grein fyrir þessu aukastarfi mínu þegar ég var skipaður héraðsdómari og einnig þegar ég var skipaður hæstaréttardómari. Nefndinni er því kunnugt um þessi störf mín og umfang þeirra og hefur aldrei gert athugasemdir við þau, en hún hefur eftirlit með þessu. Jafnframt hafa samstarfsmenn mínir hvorki meðan ég var héraðsdómari né eftir að ég var skipaður dómari við Hæstarétt gert athugasemdir við afköst mín í dómarastörfum. Kennslu minni hefur líka eftir því sem ég best veit verið vel tekið af nemendum mínum og lagadeildin ávallt sóst eftir starfskröftum mínum. Kennsla liðinn vetur og á næstunni Ég var kjörinn forseti Hæstaréttar frá 1. september 2020 og aðdragandinn að því var skammur. Þá var búið að skipuleggja kennslugreinar mínar allt kennsluárið og óhægt um vik að gera breytingu á. Ég hafði hins vegar ávallt og án tillits til þessarar umræðu gert ráð fyrir að draga úr starfsframlagi mínu á næsta kennsluári vegna starfa minna sem forseti réttarins. Þessu kom ég á framfæri við lagadeild Háskóla Íslands strax eftir að ég tók við embætti forseta og mun það ganga eftir. Höfundur er forseti Hæstaréttar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Háskólar Aukastörf dómara Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur í fjölmiðlum verið fjallað nokkuð um aukastörf dómara og hefur sú umræða meðal annars tekið til kennslustarfa þeirra. Þar hefur komið fram gagnrýni á að ég gegni hlutastarfi sem prófessor við lagadeild Háskóla Íslands samhliða því að vera forseti Hæstaréttar. Í þágu háskóla og dómstóla Almennt er dómurum óheimilt að taka að sér aukastörf en frá því getur Nefnd um dómarastörf veitt undanþágu ef ljóst er að aukastarf er ekki ósamrýmanlegt stöðu dómara eða leiðir af sér hættu á að hann geti ekki sinnt embættisstarfi sínu sem skyldi. Til þessa hefur verið ágreiningslaust að kennsla sé aukastarf sem fyllilega samrýmist dómarastarfi enda verið bent á að þetta sé vel þekkt bæði hér á landi og víða í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Af þessum sökum leiðir af reglum sem gilda um aukastörf dómara að dómari þarf ekki að sækja um sérstaka heimild til að taka að sér slíkt starf heldur nægir honum að tilkynna það. Hér má einnig vísa til viðtekinna skoðana um mikilvægi tengsla háskóla og atvinnulífs og ávinninginn af því að hluti kennara starfi á því sviði sem kennslan lýtur að. Framlag dómara við kennslu er því í þágu háskólanna. Með sanni má segja að hér gæti samlegðaráhrifa í senn til hagsbóta fyrir háskóla og dómstóla. Dómari sem sinnir fræðistörfum eflist í dómstörfum sínum á sama tíma og menntastofnun nýtur góðs af kennslu hans. Þetta þekki ég af eigin raun. Kennt síðan 1993 Ég hóf störf við lagadeild Háskóla Íslands árið 1993 og hef verið kennari við hana allar götur síðan. Fyrst var ég stundakennari en var ráðinn lektor árið 2002, dósent 2005 og fékk loks framgang í starf prófessors árið 2016. Frá upphafi hefur starfsframlag mitt verið svipað en það hefur nú í nærri 20 ár verið 49%. Ég var skipaður héraðsdómari 2001 og síðan hæstaréttardómari árið 2012. Ég hef því verið kennari við lagadeildina allan þann tíma sem ég hef gegnt embætti dómara. Ég gerði áðurgreindri Nefnd um dómarastörf grein fyrir þessu aukastarfi mínu þegar ég var skipaður héraðsdómari og einnig þegar ég var skipaður hæstaréttardómari. Nefndinni er því kunnugt um þessi störf mín og umfang þeirra og hefur aldrei gert athugasemdir við þau, en hún hefur eftirlit með þessu. Jafnframt hafa samstarfsmenn mínir hvorki meðan ég var héraðsdómari né eftir að ég var skipaður dómari við Hæstarétt gert athugasemdir við afköst mín í dómarastörfum. Kennslu minni hefur líka eftir því sem ég best veit verið vel tekið af nemendum mínum og lagadeildin ávallt sóst eftir starfskröftum mínum. Kennsla liðinn vetur og á næstunni Ég var kjörinn forseti Hæstaréttar frá 1. september 2020 og aðdragandinn að því var skammur. Þá var búið að skipuleggja kennslugreinar mínar allt kennsluárið og óhægt um vik að gera breytingu á. Ég hafði hins vegar ávallt og án tillits til þessarar umræðu gert ráð fyrir að draga úr starfsframlagi mínu á næsta kennsluári vegna starfa minna sem forseti réttarins. Þessu kom ég á framfæri við lagadeild Háskóla Íslands strax eftir að ég tók við embætti forseta og mun það ganga eftir. Höfundur er forseti Hæstaréttar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun