Kennsla og dómarastörf í beggja þágu Benedikt Bogason skrifar 31. maí 2021 09:49 Undanfarið hefur í fjölmiðlum verið fjallað nokkuð um aukastörf dómara og hefur sú umræða meðal annars tekið til kennslustarfa þeirra. Þar hefur komið fram gagnrýni á að ég gegni hlutastarfi sem prófessor við lagadeild Háskóla Íslands samhliða því að vera forseti Hæstaréttar. Í þágu háskóla og dómstóla Almennt er dómurum óheimilt að taka að sér aukastörf en frá því getur Nefnd um dómarastörf veitt undanþágu ef ljóst er að aukastarf er ekki ósamrýmanlegt stöðu dómara eða leiðir af sér hættu á að hann geti ekki sinnt embættisstarfi sínu sem skyldi. Til þessa hefur verið ágreiningslaust að kennsla sé aukastarf sem fyllilega samrýmist dómarastarfi enda verið bent á að þetta sé vel þekkt bæði hér á landi og víða í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Af þessum sökum leiðir af reglum sem gilda um aukastörf dómara að dómari þarf ekki að sækja um sérstaka heimild til að taka að sér slíkt starf heldur nægir honum að tilkynna það. Hér má einnig vísa til viðtekinna skoðana um mikilvægi tengsla háskóla og atvinnulífs og ávinninginn af því að hluti kennara starfi á því sviði sem kennslan lýtur að. Framlag dómara við kennslu er því í þágu háskólanna. Með sanni má segja að hér gæti samlegðaráhrifa í senn til hagsbóta fyrir háskóla og dómstóla. Dómari sem sinnir fræðistörfum eflist í dómstörfum sínum á sama tíma og menntastofnun nýtur góðs af kennslu hans. Þetta þekki ég af eigin raun. Kennt síðan 1993 Ég hóf störf við lagadeild Háskóla Íslands árið 1993 og hef verið kennari við hana allar götur síðan. Fyrst var ég stundakennari en var ráðinn lektor árið 2002, dósent 2005 og fékk loks framgang í starf prófessors árið 2016. Frá upphafi hefur starfsframlag mitt verið svipað en það hefur nú í nærri 20 ár verið 49%. Ég var skipaður héraðsdómari 2001 og síðan hæstaréttardómari árið 2012. Ég hef því verið kennari við lagadeildina allan þann tíma sem ég hef gegnt embætti dómara. Ég gerði áðurgreindri Nefnd um dómarastörf grein fyrir þessu aukastarfi mínu þegar ég var skipaður héraðsdómari og einnig þegar ég var skipaður hæstaréttardómari. Nefndinni er því kunnugt um þessi störf mín og umfang þeirra og hefur aldrei gert athugasemdir við þau, en hún hefur eftirlit með þessu. Jafnframt hafa samstarfsmenn mínir hvorki meðan ég var héraðsdómari né eftir að ég var skipaður dómari við Hæstarétt gert athugasemdir við afköst mín í dómarastörfum. Kennslu minni hefur líka eftir því sem ég best veit verið vel tekið af nemendum mínum og lagadeildin ávallt sóst eftir starfskröftum mínum. Kennsla liðinn vetur og á næstunni Ég var kjörinn forseti Hæstaréttar frá 1. september 2020 og aðdragandinn að því var skammur. Þá var búið að skipuleggja kennslugreinar mínar allt kennsluárið og óhægt um vik að gera breytingu á. Ég hafði hins vegar ávallt og án tillits til þessarar umræðu gert ráð fyrir að draga úr starfsframlagi mínu á næsta kennsluári vegna starfa minna sem forseti réttarins. Þessu kom ég á framfæri við lagadeild Háskóla Íslands strax eftir að ég tók við embætti forseta og mun það ganga eftir. Höfundur er forseti Hæstaréttar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Háskólar Aukastörf dómara Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur í fjölmiðlum verið fjallað nokkuð um aukastörf dómara og hefur sú umræða meðal annars tekið til kennslustarfa þeirra. Þar hefur komið fram gagnrýni á að ég gegni hlutastarfi sem prófessor við lagadeild Háskóla Íslands samhliða því að vera forseti Hæstaréttar. Í þágu háskóla og dómstóla Almennt er dómurum óheimilt að taka að sér aukastörf en frá því getur Nefnd um dómarastörf veitt undanþágu ef ljóst er að aukastarf er ekki ósamrýmanlegt stöðu dómara eða leiðir af sér hættu á að hann geti ekki sinnt embættisstarfi sínu sem skyldi. Til þessa hefur verið ágreiningslaust að kennsla sé aukastarf sem fyllilega samrýmist dómarastarfi enda verið bent á að þetta sé vel þekkt bæði hér á landi og víða í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Af þessum sökum leiðir af reglum sem gilda um aukastörf dómara að dómari þarf ekki að sækja um sérstaka heimild til að taka að sér slíkt starf heldur nægir honum að tilkynna það. Hér má einnig vísa til viðtekinna skoðana um mikilvægi tengsla háskóla og atvinnulífs og ávinninginn af því að hluti kennara starfi á því sviði sem kennslan lýtur að. Framlag dómara við kennslu er því í þágu háskólanna. Með sanni má segja að hér gæti samlegðaráhrifa í senn til hagsbóta fyrir háskóla og dómstóla. Dómari sem sinnir fræðistörfum eflist í dómstörfum sínum á sama tíma og menntastofnun nýtur góðs af kennslu hans. Þetta þekki ég af eigin raun. Kennt síðan 1993 Ég hóf störf við lagadeild Háskóla Íslands árið 1993 og hef verið kennari við hana allar götur síðan. Fyrst var ég stundakennari en var ráðinn lektor árið 2002, dósent 2005 og fékk loks framgang í starf prófessors árið 2016. Frá upphafi hefur starfsframlag mitt verið svipað en það hefur nú í nærri 20 ár verið 49%. Ég var skipaður héraðsdómari 2001 og síðan hæstaréttardómari árið 2012. Ég hef því verið kennari við lagadeildina allan þann tíma sem ég hef gegnt embætti dómara. Ég gerði áðurgreindri Nefnd um dómarastörf grein fyrir þessu aukastarfi mínu þegar ég var skipaður héraðsdómari og einnig þegar ég var skipaður hæstaréttardómari. Nefndinni er því kunnugt um þessi störf mín og umfang þeirra og hefur aldrei gert athugasemdir við þau, en hún hefur eftirlit með þessu. Jafnframt hafa samstarfsmenn mínir hvorki meðan ég var héraðsdómari né eftir að ég var skipaður dómari við Hæstarétt gert athugasemdir við afköst mín í dómarastörfum. Kennslu minni hefur líka eftir því sem ég best veit verið vel tekið af nemendum mínum og lagadeildin ávallt sóst eftir starfskröftum mínum. Kennsla liðinn vetur og á næstunni Ég var kjörinn forseti Hæstaréttar frá 1. september 2020 og aðdragandinn að því var skammur. Þá var búið að skipuleggja kennslugreinar mínar allt kennsluárið og óhægt um vik að gera breytingu á. Ég hafði hins vegar ávallt og án tillits til þessarar umræðu gert ráð fyrir að draga úr starfsframlagi mínu á næsta kennsluári vegna starfa minna sem forseti réttarins. Þessu kom ég á framfæri við lagadeild Háskóla Íslands strax eftir að ég tók við embætti forseta og mun það ganga eftir. Höfundur er forseti Hæstaréttar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun