Viðskipti erlent

Magnús Þór tekur við á­hættu­stýringunni hjá Danske Bank

Atli Ísleifsson skrifar
Magnús Þór Ágústsson hefur starfað hjá hinum sænska SEB-banka síðustu ár.
Magnús Þór Ágústsson hefur starfað hjá hinum sænska SEB-banka síðustu ár. Getty/DB

Magnús Þór Ágústsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Danske Bank. Hann mun sömuleiðis taka sæti í framkvæmdastjórn bankans.

Frá þessu segir í tilkynningu frá bankanum, en Magnús tekur við stöðunni af Carsten Egeriis sem nýverið var ráðinn í starf forstjóra Danske Bank.

Magnús kemur til Danske Bank frá hinum sænska SEB-banka þar sem hann hefur síðustu ár verið yfir áhættustýringu bankans. Hann hefur starfað hjá SEB síðastliðin tólf ár. Áður hafði hann starfað í bankageiranum í Þýskalandi og Finnlandi.

Magnús er með MSc-próf í hagfræði frá Háskóla Íslands.

Í tilkynningunni frá bankanum segir að Magnús hefji störf í bankanum 1. desember í síðasta lagi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×