Akademísk aukastörf í lögfræði Trausti Fannar Valsson skrifar 25. maí 2021 09:01 Í fjölmiðlum að undanförnu hefur verið fjallað um tengsl íslenskra dómstóla og lagadeilda háskólanna, m.a. Lagadeildar Háskóla Íslands. Af því tilefni er rétt að halda til haga nokkrum sjónarmiðum sem máli geta skipt fyrir upplýsta umræðu. Frá árinu 2017 hefur það verið samþykkt stefna Lagadeildar Háskóla Íslands að til hennar verði ráðnir færustu lögfræðingar sem vilja helga sig akademísku starfi. Áhersla deildarinnar er því sú að fastir akademískir starfsmenn hafi þau störf að aðalstarfi en ekki aukastarfi. Þannig er leitast við að tryggja gæði í innra starfi og skipulagi en um leið skiptir þetta máli vegna sjálfstæðis deildarinnar og ásýndar hennar. Þessari stefnu hefur verið fylgt við allar ráðningar í fastar stöður að Lagadeild undanfarin ár. Í þessu felst ekki að akademísk aukastörf séu almennt óæskileg. Slík störf geta og hafa þvert á móti stutt faglegt starf á háskólastigi og gera reglur Háskóla Íslands og alþjóðlegar hefðir ráð fyrir því að svo geti verið. Til Lagadeildar Háskóla Íslands hefur því í nokkrum tilvikum verið ráðið akademískt starfsfólk í ótímabundnar (fastar) hlutastöður sem gert er ráð fyrir að sinnt sé sem aukastarfi, síðast þó fyrir rúmum áratug. Lagadeildin sækir einnig á hverju starfsári mikinn faglegan styrk með tímabundnum samningum við stundakennara og akademíska gestakennara. Nemendur hafa af þessari ástæðu getað notið þess að lögfræðinni er miðlað til þeirra af færustu sérfræðingum hvers sviðs á hverjum tíma, sem margir hverjir gegna samhliða æðstu ábyrgðarstöðum í íslensku samfélagi. Þetta fyrirkomulag hefur ekki aðeins bætt nám við deildina heldur einnig stuðlað að fjölbreyttari rannsóknum. Mikilvægt er að fræðimenn við lagadeildir íslenskra háskóla séu í stakk búnir til að greina og gagnrýna, þar á meðal dómstólana. Starfsfólk Lagadeildar Háskóla Íslands, sem er elsta og stærsta lagadeild landsins, stendur undir þessu. Þar skiptir bæði máli að við deildina starfar sterkur hópur fræðimanna sem hefur það starf að aðalstarfi og að deildin tilheyrir sjálfstæðum og öflugum háskóla. Þótt við deildina séu vissulega akademískir starfsmenn sem gegna ótímabundnum hlutastörfum að aukastarfi meðfram aðalstarfi sínu þá er umfang þeirra starfa ekki óeðlilegt með tilliti til þeirrar starfsemi sem fram fer við deildina í heild sinni. Í umræðunni hefur einkum verið vísað til akademískra aukastarfa hæstaréttardómara. Af því tilefni þarf sérstaklega að geta þess að það getur átt sér eðlilegar skýringar ef einstakir starfsmenn Lagadeildar Háskóla Íslands gera tímabundna samninga um vinnuframlag í þágu Háskólans um lyktir tiltekinna verkefna þegar þeir hverfa til annarra starfa, s.s. dómstarfa, en sú er raunin með tvo dómara sem nýverið hafa fengið skipun við réttinn. Á sama sjónarmið getur reynt þegar nýráðnir starfsmenn að deildinni fá leyfi Háskólans til að ljúka verkefnum sem tilheyra þeirra fyrra aðalstarfi áður en þeir helga sig háskólastarfinu að fullu. Slík aukastörf eru í eðli sínu takmörkuð. Í tilefni af umræðu um akademísk aukastörf dómara og annarra verður jafnframt að minna á þá almennu staðreynd að það hvort vinnuveitandi í aðalstarfi samþykkir að starfsmaður taki að sér aukastarf við Háskóla Íslands ræðst af þeim lögum og samningum sem um það starf (aðalstarfið) gilda. Almennt ætti þó atvinnulífið og samfélagið að öðru leyti að líta það jákvæðum augum að starfsmenn utan háskólanna fái tækifæri til að koma inn í háskólana til þátttöku í kennslu og rannsóknum. Akademísk störf eru ekki bundin af sérhagsmunum, í þeim felst ekki hagsmunagæsla fyrir aðra og þar gildir meginreglan um akademískt frelsi og sjálfstæði. Þegar þetta er haft í huga kemur ekki á óvart að kennsla og fræðilegar rannsóknir, innan eðlilegra marka, sé sú tegund aukastarfa dómara sem almennt er litin jákvæðum augum bæði í nágrannalöndum okkar og hér á landi, sbr. ákvæði reglna nr. 1165/2017 um aukastörf dómara. Sömu niðurstöðu má einnig leiða af nokkuð afdráttarlausum ummælum í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til laga nr. 50/2016 um dómstóla. Höfundur er forseti Lagadeildar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Skóla - og menntamál Háskólar Aukastörf dómara Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í fjölmiðlum að undanförnu hefur verið fjallað um tengsl íslenskra dómstóla og lagadeilda háskólanna, m.a. Lagadeildar Háskóla Íslands. Af því tilefni er rétt að halda til haga nokkrum sjónarmiðum sem máli geta skipt fyrir upplýsta umræðu. Frá árinu 2017 hefur það verið samþykkt stefna Lagadeildar Háskóla Íslands að til hennar verði ráðnir færustu lögfræðingar sem vilja helga sig akademísku starfi. Áhersla deildarinnar er því sú að fastir akademískir starfsmenn hafi þau störf að aðalstarfi en ekki aukastarfi. Þannig er leitast við að tryggja gæði í innra starfi og skipulagi en um leið skiptir þetta máli vegna sjálfstæðis deildarinnar og ásýndar hennar. Þessari stefnu hefur verið fylgt við allar ráðningar í fastar stöður að Lagadeild undanfarin ár. Í þessu felst ekki að akademísk aukastörf séu almennt óæskileg. Slík störf geta og hafa þvert á móti stutt faglegt starf á háskólastigi og gera reglur Háskóla Íslands og alþjóðlegar hefðir ráð fyrir því að svo geti verið. Til Lagadeildar Háskóla Íslands hefur því í nokkrum tilvikum verið ráðið akademískt starfsfólk í ótímabundnar (fastar) hlutastöður sem gert er ráð fyrir að sinnt sé sem aukastarfi, síðast þó fyrir rúmum áratug. Lagadeildin sækir einnig á hverju starfsári mikinn faglegan styrk með tímabundnum samningum við stundakennara og akademíska gestakennara. Nemendur hafa af þessari ástæðu getað notið þess að lögfræðinni er miðlað til þeirra af færustu sérfræðingum hvers sviðs á hverjum tíma, sem margir hverjir gegna samhliða æðstu ábyrgðarstöðum í íslensku samfélagi. Þetta fyrirkomulag hefur ekki aðeins bætt nám við deildina heldur einnig stuðlað að fjölbreyttari rannsóknum. Mikilvægt er að fræðimenn við lagadeildir íslenskra háskóla séu í stakk búnir til að greina og gagnrýna, þar á meðal dómstólana. Starfsfólk Lagadeildar Háskóla Íslands, sem er elsta og stærsta lagadeild landsins, stendur undir þessu. Þar skiptir bæði máli að við deildina starfar sterkur hópur fræðimanna sem hefur það starf að aðalstarfi og að deildin tilheyrir sjálfstæðum og öflugum háskóla. Þótt við deildina séu vissulega akademískir starfsmenn sem gegna ótímabundnum hlutastörfum að aukastarfi meðfram aðalstarfi sínu þá er umfang þeirra starfa ekki óeðlilegt með tilliti til þeirrar starfsemi sem fram fer við deildina í heild sinni. Í umræðunni hefur einkum verið vísað til akademískra aukastarfa hæstaréttardómara. Af því tilefni þarf sérstaklega að geta þess að það getur átt sér eðlilegar skýringar ef einstakir starfsmenn Lagadeildar Háskóla Íslands gera tímabundna samninga um vinnuframlag í þágu Háskólans um lyktir tiltekinna verkefna þegar þeir hverfa til annarra starfa, s.s. dómstarfa, en sú er raunin með tvo dómara sem nýverið hafa fengið skipun við réttinn. Á sama sjónarmið getur reynt þegar nýráðnir starfsmenn að deildinni fá leyfi Háskólans til að ljúka verkefnum sem tilheyra þeirra fyrra aðalstarfi áður en þeir helga sig háskólastarfinu að fullu. Slík aukastörf eru í eðli sínu takmörkuð. Í tilefni af umræðu um akademísk aukastörf dómara og annarra verður jafnframt að minna á þá almennu staðreynd að það hvort vinnuveitandi í aðalstarfi samþykkir að starfsmaður taki að sér aukastarf við Háskóla Íslands ræðst af þeim lögum og samningum sem um það starf (aðalstarfið) gilda. Almennt ætti þó atvinnulífið og samfélagið að öðru leyti að líta það jákvæðum augum að starfsmenn utan háskólanna fái tækifæri til að koma inn í háskólana til þátttöku í kennslu og rannsóknum. Akademísk störf eru ekki bundin af sérhagsmunum, í þeim felst ekki hagsmunagæsla fyrir aðra og þar gildir meginreglan um akademískt frelsi og sjálfstæði. Þegar þetta er haft í huga kemur ekki á óvart að kennsla og fræðilegar rannsóknir, innan eðlilegra marka, sé sú tegund aukastarfa dómara sem almennt er litin jákvæðum augum bæði í nágrannalöndum okkar og hér á landi, sbr. ákvæði reglna nr. 1165/2017 um aukastörf dómara. Sömu niðurstöðu má einnig leiða af nokkuð afdráttarlausum ummælum í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til laga nr. 50/2016 um dómstóla. Höfundur er forseti Lagadeildar Háskóla Íslands.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun