Sjálfsvíg barna og kerfið: 3 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 24. maí 2021 08:01 Eitt það mikilvægasta sem við getum rætt í stjórnmálum eru málefni barna. Ekki hvað síst þeirra barna sem þurfa að kljást við mikil vandamál eða erfiðar aðstæður. Einn hópur barna, sem ég hef miklar áhyggjur af, eru þau börn sem þurfa að reiða sig á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL. Það eru um 900 börn á ári sem glíma við flókinn og samsettan geðrænan vanda eða alvarleg geðræn einkenni og þurfa á þjónustu BUGL að halda. Sterkar vísbendingar eru um að geðheilsu barna og unglinga á Íslandi hraki með vaxandi einkennum kvíða og þunglyndis. Mikið hefur verið um bráðainnlagnir á BUGL í vetur og er aukningin tæp 80% milli ára. Þá er sjálfsvígstíðni barna á Íslandi því miður há. Geðlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítala sagði nýverið um háa sjálfsvígstíðni barna, að hún sé „ekki tilviljun heldur langtímaafleiðingu sparnaðar í forvörnum og úrræðaleysis í kerfinu“. Þetta er ömurlegt einkunnargjöf um kerfið. Í skýrslu Landlæknis frá 2018 kom fram að rúmlega 9% ungmenna á Íslandi hafi gert tilraun til sjálfsvígs. Þetta er óhugnanleg tala. Það svarar til þess að í 22 barna skólabekk hafi tveir nemendur reynt að fremja sjálfsvíg, Þrjú vandamál BUGL 1. Í fyrsta lagi glímir BUGL við fjárskort. Af hverju getum við sem 10. ríkasta land í heimi, með 1.000 milljarða kr. í fjárlög ríkisins ekki tryggt Barna- og unglingageðdeild nægt fé? Það er ekki eins og BUGL kosti mikið en kostnaður hjúkrunar allra barna á legudeild BUGL er um 400 milljónir kr. á ári, sem er svipað og Menntaskólinn á Laugarvatni kostar eða einn tíundi af því sem sendiráðin okkar kosta. 2. Í öðru lagi glímir BUGL við langan biðlista, þrátt fyrir að fyrir nokkrum árum settu stjórnvöld það markmið að engin bið ætti að vera eftir þjónustu göngudeildar BUGL eftir árið 2019. Núna, tveimur árum seinna, 2021, erum við með yfir 150 börn á biðlista á göngudeild BUGL og er meðalbiðtíminn á göngudeildina núna yfir 8 mánuðir samkvæmt nýjustu upplýsingum sem ég hef fengið og ekki hafa birst áður. Því til viðbótar eru um 340 börn á biðlistum hjá „Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins“ sem hefur það hlutverk að tryggja að börn með alvarlegar þroskaskerðingar fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem bæta lífsgæði þeirra. Þessi biðlistar hafa lengst á síðustu þremur árum og eru núna allt að 24 mánuðir. Þessi lykilstofnun kostar minna en einn tíunda af opinberri niðurgreiðslu nautgriparæktar. Eins og þetta sé ekki nóg þá eru um 600 börn núna á biðlista „Þroska- og hegðunarstöðvar“ sem á að sinna greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna taugaþroskaraskana og annarra erfiðleika í hegðun hjá börnum. Sú bið getur verið allt að 18 mánuðir sem er heil eilífð hjá barni í erfiðleikum. Þessi þjónusta kostar minna en Landmælingar Íslands. Af hverju er þetta svona og hver ber ábyrgðina? 3. Í þriðja lagi glímir BUGL við mönnunarvanda en starfsmannaveltan hjá BUGL meðal fagfólks er mjög há. BUGL hefur misst hæft starfsfólk í önnur störf þar sem þau eru betur borguð og þar á meðal innan hins opinbera. Börn á bið er böl Af hverju er þjónusta við veik börn ekki betur borguð? Ég get ekki ímyndað mér að þessi störf séu auðveld. Mannauðurinn á BUGL er það sem þjónustan byggir á. Hér er því verk að vinna. Um er að ræða börn sem samfélagið og ríkisvaldið þarf að sinna miklu betur og rétta út hjálparhönd, en gera það af alvöru. Börn á bið er böl og til skammar fyrir okkur öll. Við eigum að setja geðræna heilsu barna í fremsta forgang. Getum við ekki verið öll sammála um það? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt það mikilvægasta sem við getum rætt í stjórnmálum eru málefni barna. Ekki hvað síst þeirra barna sem þurfa að kljást við mikil vandamál eða erfiðar aðstæður. Einn hópur barna, sem ég hef miklar áhyggjur af, eru þau börn sem þurfa að reiða sig á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL. Það eru um 900 börn á ári sem glíma við flókinn og samsettan geðrænan vanda eða alvarleg geðræn einkenni og þurfa á þjónustu BUGL að halda. Sterkar vísbendingar eru um að geðheilsu barna og unglinga á Íslandi hraki með vaxandi einkennum kvíða og þunglyndis. Mikið hefur verið um bráðainnlagnir á BUGL í vetur og er aukningin tæp 80% milli ára. Þá er sjálfsvígstíðni barna á Íslandi því miður há. Geðlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítala sagði nýverið um háa sjálfsvígstíðni barna, að hún sé „ekki tilviljun heldur langtímaafleiðingu sparnaðar í forvörnum og úrræðaleysis í kerfinu“. Þetta er ömurlegt einkunnargjöf um kerfið. Í skýrslu Landlæknis frá 2018 kom fram að rúmlega 9% ungmenna á Íslandi hafi gert tilraun til sjálfsvígs. Þetta er óhugnanleg tala. Það svarar til þess að í 22 barna skólabekk hafi tveir nemendur reynt að fremja sjálfsvíg, Þrjú vandamál BUGL 1. Í fyrsta lagi glímir BUGL við fjárskort. Af hverju getum við sem 10. ríkasta land í heimi, með 1.000 milljarða kr. í fjárlög ríkisins ekki tryggt Barna- og unglingageðdeild nægt fé? Það er ekki eins og BUGL kosti mikið en kostnaður hjúkrunar allra barna á legudeild BUGL er um 400 milljónir kr. á ári, sem er svipað og Menntaskólinn á Laugarvatni kostar eða einn tíundi af því sem sendiráðin okkar kosta. 2. Í öðru lagi glímir BUGL við langan biðlista, þrátt fyrir að fyrir nokkrum árum settu stjórnvöld það markmið að engin bið ætti að vera eftir þjónustu göngudeildar BUGL eftir árið 2019. Núna, tveimur árum seinna, 2021, erum við með yfir 150 börn á biðlista á göngudeild BUGL og er meðalbiðtíminn á göngudeildina núna yfir 8 mánuðir samkvæmt nýjustu upplýsingum sem ég hef fengið og ekki hafa birst áður. Því til viðbótar eru um 340 börn á biðlistum hjá „Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins“ sem hefur það hlutverk að tryggja að börn með alvarlegar þroskaskerðingar fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem bæta lífsgæði þeirra. Þessi biðlistar hafa lengst á síðustu þremur árum og eru núna allt að 24 mánuðir. Þessi lykilstofnun kostar minna en einn tíunda af opinberri niðurgreiðslu nautgriparæktar. Eins og þetta sé ekki nóg þá eru um 600 börn núna á biðlista „Þroska- og hegðunarstöðvar“ sem á að sinna greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna taugaþroskaraskana og annarra erfiðleika í hegðun hjá börnum. Sú bið getur verið allt að 18 mánuðir sem er heil eilífð hjá barni í erfiðleikum. Þessi þjónusta kostar minna en Landmælingar Íslands. Af hverju er þetta svona og hver ber ábyrgðina? 3. Í þriðja lagi glímir BUGL við mönnunarvanda en starfsmannaveltan hjá BUGL meðal fagfólks er mjög há. BUGL hefur misst hæft starfsfólk í önnur störf þar sem þau eru betur borguð og þar á meðal innan hins opinbera. Börn á bið er böl Af hverju er þjónusta við veik börn ekki betur borguð? Ég get ekki ímyndað mér að þessi störf séu auðveld. Mannauðurinn á BUGL er það sem þjónustan byggir á. Hér er því verk að vinna. Um er að ræða börn sem samfélagið og ríkisvaldið þarf að sinna miklu betur og rétta út hjálparhönd, en gera það af alvöru. Börn á bið er böl og til skammar fyrir okkur öll. Við eigum að setja geðræna heilsu barna í fremsta forgang. Getum við ekki verið öll sammála um það? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun