Sjálfsvíg barna og kerfið: 3 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 24. maí 2021 08:01 Eitt það mikilvægasta sem við getum rætt í stjórnmálum eru málefni barna. Ekki hvað síst þeirra barna sem þurfa að kljást við mikil vandamál eða erfiðar aðstæður. Einn hópur barna, sem ég hef miklar áhyggjur af, eru þau börn sem þurfa að reiða sig á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL. Það eru um 900 börn á ári sem glíma við flókinn og samsettan geðrænan vanda eða alvarleg geðræn einkenni og þurfa á þjónustu BUGL að halda. Sterkar vísbendingar eru um að geðheilsu barna og unglinga á Íslandi hraki með vaxandi einkennum kvíða og þunglyndis. Mikið hefur verið um bráðainnlagnir á BUGL í vetur og er aukningin tæp 80% milli ára. Þá er sjálfsvígstíðni barna á Íslandi því miður há. Geðlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítala sagði nýverið um háa sjálfsvígstíðni barna, að hún sé „ekki tilviljun heldur langtímaafleiðingu sparnaðar í forvörnum og úrræðaleysis í kerfinu“. Þetta er ömurlegt einkunnargjöf um kerfið. Í skýrslu Landlæknis frá 2018 kom fram að rúmlega 9% ungmenna á Íslandi hafi gert tilraun til sjálfsvígs. Þetta er óhugnanleg tala. Það svarar til þess að í 22 barna skólabekk hafi tveir nemendur reynt að fremja sjálfsvíg, Þrjú vandamál BUGL 1. Í fyrsta lagi glímir BUGL við fjárskort. Af hverju getum við sem 10. ríkasta land í heimi, með 1.000 milljarða kr. í fjárlög ríkisins ekki tryggt Barna- og unglingageðdeild nægt fé? Það er ekki eins og BUGL kosti mikið en kostnaður hjúkrunar allra barna á legudeild BUGL er um 400 milljónir kr. á ári, sem er svipað og Menntaskólinn á Laugarvatni kostar eða einn tíundi af því sem sendiráðin okkar kosta. 2. Í öðru lagi glímir BUGL við langan biðlista, þrátt fyrir að fyrir nokkrum árum settu stjórnvöld það markmið að engin bið ætti að vera eftir þjónustu göngudeildar BUGL eftir árið 2019. Núna, tveimur árum seinna, 2021, erum við með yfir 150 börn á biðlista á göngudeild BUGL og er meðalbiðtíminn á göngudeildina núna yfir 8 mánuðir samkvæmt nýjustu upplýsingum sem ég hef fengið og ekki hafa birst áður. Því til viðbótar eru um 340 börn á biðlistum hjá „Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins“ sem hefur það hlutverk að tryggja að börn með alvarlegar þroskaskerðingar fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem bæta lífsgæði þeirra. Þessi biðlistar hafa lengst á síðustu þremur árum og eru núna allt að 24 mánuðir. Þessi lykilstofnun kostar minna en einn tíunda af opinberri niðurgreiðslu nautgriparæktar. Eins og þetta sé ekki nóg þá eru um 600 börn núna á biðlista „Þroska- og hegðunarstöðvar“ sem á að sinna greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna taugaþroskaraskana og annarra erfiðleika í hegðun hjá börnum. Sú bið getur verið allt að 18 mánuðir sem er heil eilífð hjá barni í erfiðleikum. Þessi þjónusta kostar minna en Landmælingar Íslands. Af hverju er þetta svona og hver ber ábyrgðina? 3. Í þriðja lagi glímir BUGL við mönnunarvanda en starfsmannaveltan hjá BUGL meðal fagfólks er mjög há. BUGL hefur misst hæft starfsfólk í önnur störf þar sem þau eru betur borguð og þar á meðal innan hins opinbera. Börn á bið er böl Af hverju er þjónusta við veik börn ekki betur borguð? Ég get ekki ímyndað mér að þessi störf séu auðveld. Mannauðurinn á BUGL er það sem þjónustan byggir á. Hér er því verk að vinna. Um er að ræða börn sem samfélagið og ríkisvaldið þarf að sinna miklu betur og rétta út hjálparhönd, en gera það af alvöru. Börn á bið er böl og til skammar fyrir okkur öll. Við eigum að setja geðræna heilsu barna í fremsta forgang. Getum við ekki verið öll sammála um það? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eitt það mikilvægasta sem við getum rætt í stjórnmálum eru málefni barna. Ekki hvað síst þeirra barna sem þurfa að kljást við mikil vandamál eða erfiðar aðstæður. Einn hópur barna, sem ég hef miklar áhyggjur af, eru þau börn sem þurfa að reiða sig á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL. Það eru um 900 börn á ári sem glíma við flókinn og samsettan geðrænan vanda eða alvarleg geðræn einkenni og þurfa á þjónustu BUGL að halda. Sterkar vísbendingar eru um að geðheilsu barna og unglinga á Íslandi hraki með vaxandi einkennum kvíða og þunglyndis. Mikið hefur verið um bráðainnlagnir á BUGL í vetur og er aukningin tæp 80% milli ára. Þá er sjálfsvígstíðni barna á Íslandi því miður há. Geðlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítala sagði nýverið um háa sjálfsvígstíðni barna, að hún sé „ekki tilviljun heldur langtímaafleiðingu sparnaðar í forvörnum og úrræðaleysis í kerfinu“. Þetta er ömurlegt einkunnargjöf um kerfið. Í skýrslu Landlæknis frá 2018 kom fram að rúmlega 9% ungmenna á Íslandi hafi gert tilraun til sjálfsvígs. Þetta er óhugnanleg tala. Það svarar til þess að í 22 barna skólabekk hafi tveir nemendur reynt að fremja sjálfsvíg, Þrjú vandamál BUGL 1. Í fyrsta lagi glímir BUGL við fjárskort. Af hverju getum við sem 10. ríkasta land í heimi, með 1.000 milljarða kr. í fjárlög ríkisins ekki tryggt Barna- og unglingageðdeild nægt fé? Það er ekki eins og BUGL kosti mikið en kostnaður hjúkrunar allra barna á legudeild BUGL er um 400 milljónir kr. á ári, sem er svipað og Menntaskólinn á Laugarvatni kostar eða einn tíundi af því sem sendiráðin okkar kosta. 2. Í öðru lagi glímir BUGL við langan biðlista, þrátt fyrir að fyrir nokkrum árum settu stjórnvöld það markmið að engin bið ætti að vera eftir þjónustu göngudeildar BUGL eftir árið 2019. Núna, tveimur árum seinna, 2021, erum við með yfir 150 börn á biðlista á göngudeild BUGL og er meðalbiðtíminn á göngudeildina núna yfir 8 mánuðir samkvæmt nýjustu upplýsingum sem ég hef fengið og ekki hafa birst áður. Því til viðbótar eru um 340 börn á biðlistum hjá „Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins“ sem hefur það hlutverk að tryggja að börn með alvarlegar þroskaskerðingar fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem bæta lífsgæði þeirra. Þessi biðlistar hafa lengst á síðustu þremur árum og eru núna allt að 24 mánuðir. Þessi lykilstofnun kostar minna en einn tíunda af opinberri niðurgreiðslu nautgriparæktar. Eins og þetta sé ekki nóg þá eru um 600 börn núna á biðlista „Þroska- og hegðunarstöðvar“ sem á að sinna greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna taugaþroskaraskana og annarra erfiðleika í hegðun hjá börnum. Sú bið getur verið allt að 18 mánuðir sem er heil eilífð hjá barni í erfiðleikum. Þessi þjónusta kostar minna en Landmælingar Íslands. Af hverju er þetta svona og hver ber ábyrgðina? 3. Í þriðja lagi glímir BUGL við mönnunarvanda en starfsmannaveltan hjá BUGL meðal fagfólks er mjög há. BUGL hefur misst hæft starfsfólk í önnur störf þar sem þau eru betur borguð og þar á meðal innan hins opinbera. Börn á bið er böl Af hverju er þjónusta við veik börn ekki betur borguð? Ég get ekki ímyndað mér að þessi störf séu auðveld. Mannauðurinn á BUGL er það sem þjónustan byggir á. Hér er því verk að vinna. Um er að ræða börn sem samfélagið og ríkisvaldið þarf að sinna miklu betur og rétta út hjálparhönd, en gera það af alvöru. Börn á bið er böl og til skammar fyrir okkur öll. Við eigum að setja geðræna heilsu barna í fremsta forgang. Getum við ekki verið öll sammála um það? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun