Þjóðareign hinna fáu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 24. maí 2021 07:01 Í stjórnarskrá eru skráðar grundvallarreglur samfélagsins sem öll önnur lög þurfa að standast. Það er þess vegna þörf á að fjalla um auðlindir landsins í stjórnarskrá og ramma inn þær meginreglur sem stjórnvöld verða að virða við alla aðra reglusetningu um auðlindanýtingu. Í gegnum tíðina hafa verið lögð hafa verið fram allnokkur frumvörp þar sem gert er ráð fyrir auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Og nú liggur fyrir á Alþingi útgáfa og sýn Katrínar Jakobsdóttur í þeim efnum. Þar kemur fram orðið þjóðareign, en án þess að nefna að réttur til að nýta þjóðareign sé tímabundinn og fyrir þann rétt þurfi að greiða eðlilegt gjald. Í tillögu forsætisráðherra segir í staðinn að í lögum skuli kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar. En þannig er það reyndar einmitt núna, í fiskveiðistjórnarlögum er kveðið á um þetta. Við þekkjum hverju það hefur skilað. Með þessari tillögu sjáum við þess vegna að viljinn til að breyta er enginn. Samþykki Alþingi tillögu forsætisráðherra óbreytta mun það hafa í för með sér óbreytt ástand fyrir almenning og um leið óbreytt ástand fyrir stórútgerðina. Hvað er það sem vantar? Í frumvarpinu vantar að geta þess að rétturinn til nýtingar sé tímabundinn og að eðlilegt gjald skuli koma fyrir nýtingu á réttinum. Hvers vegna skiptir máli að nota einmitt orðið „tímabundið“? Vegna þess ef stjórnarskráin er skýr um það að þjóðareignina eigi að verja þannig að aðeins séu gerðir tímabundnir samningar getur lagasetning ekki farið gegn þeirri reglu. Þá verður ekki hægt að afhenda sjávarauðlinda nema með tímabundnum samningum. Þetta er það atriði sem öllu máli skiptir í hinu pólitíska samhengi. Þannig yrði tryggt að ekki sé um varanlegan rétt sé að ræða og þannig yrði þjóðareignin að orði með einhverja merkingu. Tímabinding réttinda er reyndar algeng þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til hagnýtingar á náttúruauðlindum í þjóðareign. Mest öll orkuframleiðsla í landinu er á forræði ríkis eða sveitarfélaga. Orkulög heimila hins vegar sveitarfélögum að framselja einkaleyfi til að starfrækja hitaveitu um tilgreint tímabil í senn. Dæmin um þessa tímabundnu heimildir til nýtingar sjást gegnumgangandi í löggjöf um auðlindir. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er ákvæði um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í lögum um fiskeldi er mælt fyrir um rekstrarleyfi til 16 ára. Og nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um Hálendisþjóðgarð skilgreinir hálendi Íslands sem náttúruauðlind í þjóðareign og þar kemur skýrt fram að óheimilt sé að reka atvinnustarfsemi í þjóðgarði nema með tímabundnum samningi. Ákvæði sem ver óbreytt ástand Nýtt auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem forsætisráðherra leggur til fer þess vegna gegn þessu stefi sem einkennir lagasetningu um flestar aðrar auðlindir. Hvers vegna er það niðurstaða ríkisstjórnarflokkanna þriggja að leggja fram ákvæði sem er svo opið? Ákvæði sem er líklegt til að skila algjöru óbreyttu regluverki? Tillögu sem skilar annarri niðurstöðu en ákall hefur verið um? Hvers vegna er ákvæði forsætisráðherra þögult um stærstu pólitísku álitaefnin? Hvers vegna er tækifærið til að verja almannahagsmuni ekki nýtt? Verði þetta ákvæði samþykkt á Alþingi verður niðurstaðan óbreytt ástand, þar sem sjávarauðlindin verður varanlega í eigu og á forræði hinna fáu. Stundum felast sterkustu skilaboðin í því sem ekki er sagt. Svarið felst í þögn forsætisráðherra um þau atriði sem myndu tryggja hagsmuni almennings. Ætlunin er nefnilega ekki sú, heldur að verja óbreytt ástand. Í þágu hverra er það? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Stjórnarskrá Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í stjórnarskrá eru skráðar grundvallarreglur samfélagsins sem öll önnur lög þurfa að standast. Það er þess vegna þörf á að fjalla um auðlindir landsins í stjórnarskrá og ramma inn þær meginreglur sem stjórnvöld verða að virða við alla aðra reglusetningu um auðlindanýtingu. Í gegnum tíðina hafa verið lögð hafa verið fram allnokkur frumvörp þar sem gert er ráð fyrir auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Og nú liggur fyrir á Alþingi útgáfa og sýn Katrínar Jakobsdóttur í þeim efnum. Þar kemur fram orðið þjóðareign, en án þess að nefna að réttur til að nýta þjóðareign sé tímabundinn og fyrir þann rétt þurfi að greiða eðlilegt gjald. Í tillögu forsætisráðherra segir í staðinn að í lögum skuli kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar. En þannig er það reyndar einmitt núna, í fiskveiðistjórnarlögum er kveðið á um þetta. Við þekkjum hverju það hefur skilað. Með þessari tillögu sjáum við þess vegna að viljinn til að breyta er enginn. Samþykki Alþingi tillögu forsætisráðherra óbreytta mun það hafa í för með sér óbreytt ástand fyrir almenning og um leið óbreytt ástand fyrir stórútgerðina. Hvað er það sem vantar? Í frumvarpinu vantar að geta þess að rétturinn til nýtingar sé tímabundinn og að eðlilegt gjald skuli koma fyrir nýtingu á réttinum. Hvers vegna skiptir máli að nota einmitt orðið „tímabundið“? Vegna þess ef stjórnarskráin er skýr um það að þjóðareignina eigi að verja þannig að aðeins séu gerðir tímabundnir samningar getur lagasetning ekki farið gegn þeirri reglu. Þá verður ekki hægt að afhenda sjávarauðlinda nema með tímabundnum samningum. Þetta er það atriði sem öllu máli skiptir í hinu pólitíska samhengi. Þannig yrði tryggt að ekki sé um varanlegan rétt sé að ræða og þannig yrði þjóðareignin að orði með einhverja merkingu. Tímabinding réttinda er reyndar algeng þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til hagnýtingar á náttúruauðlindum í þjóðareign. Mest öll orkuframleiðsla í landinu er á forræði ríkis eða sveitarfélaga. Orkulög heimila hins vegar sveitarfélögum að framselja einkaleyfi til að starfrækja hitaveitu um tilgreint tímabil í senn. Dæmin um þessa tímabundnu heimildir til nýtingar sjást gegnumgangandi í löggjöf um auðlindir. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er ákvæði um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í lögum um fiskeldi er mælt fyrir um rekstrarleyfi til 16 ára. Og nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um Hálendisþjóðgarð skilgreinir hálendi Íslands sem náttúruauðlind í þjóðareign og þar kemur skýrt fram að óheimilt sé að reka atvinnustarfsemi í þjóðgarði nema með tímabundnum samningi. Ákvæði sem ver óbreytt ástand Nýtt auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem forsætisráðherra leggur til fer þess vegna gegn þessu stefi sem einkennir lagasetningu um flestar aðrar auðlindir. Hvers vegna er það niðurstaða ríkisstjórnarflokkanna þriggja að leggja fram ákvæði sem er svo opið? Ákvæði sem er líklegt til að skila algjöru óbreyttu regluverki? Tillögu sem skilar annarri niðurstöðu en ákall hefur verið um? Hvers vegna er ákvæði forsætisráðherra þögult um stærstu pólitísku álitaefnin? Hvers vegna er tækifærið til að verja almannahagsmuni ekki nýtt? Verði þetta ákvæði samþykkt á Alþingi verður niðurstaðan óbreytt ástand, þar sem sjávarauðlindin verður varanlega í eigu og á forræði hinna fáu. Stundum felast sterkustu skilaboðin í því sem ekki er sagt. Svarið felst í þögn forsætisráðherra um þau atriði sem myndu tryggja hagsmuni almennings. Ætlunin er nefnilega ekki sú, heldur að verja óbreytt ástand. Í þágu hverra er það? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar