Þjóðareign hinna fáu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 24. maí 2021 07:01 Í stjórnarskrá eru skráðar grundvallarreglur samfélagsins sem öll önnur lög þurfa að standast. Það er þess vegna þörf á að fjalla um auðlindir landsins í stjórnarskrá og ramma inn þær meginreglur sem stjórnvöld verða að virða við alla aðra reglusetningu um auðlindanýtingu. Í gegnum tíðina hafa verið lögð hafa verið fram allnokkur frumvörp þar sem gert er ráð fyrir auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Og nú liggur fyrir á Alþingi útgáfa og sýn Katrínar Jakobsdóttur í þeim efnum. Þar kemur fram orðið þjóðareign, en án þess að nefna að réttur til að nýta þjóðareign sé tímabundinn og fyrir þann rétt þurfi að greiða eðlilegt gjald. Í tillögu forsætisráðherra segir í staðinn að í lögum skuli kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar. En þannig er það reyndar einmitt núna, í fiskveiðistjórnarlögum er kveðið á um þetta. Við þekkjum hverju það hefur skilað. Með þessari tillögu sjáum við þess vegna að viljinn til að breyta er enginn. Samþykki Alþingi tillögu forsætisráðherra óbreytta mun það hafa í för með sér óbreytt ástand fyrir almenning og um leið óbreytt ástand fyrir stórútgerðina. Hvað er það sem vantar? Í frumvarpinu vantar að geta þess að rétturinn til nýtingar sé tímabundinn og að eðlilegt gjald skuli koma fyrir nýtingu á réttinum. Hvers vegna skiptir máli að nota einmitt orðið „tímabundið“? Vegna þess ef stjórnarskráin er skýr um það að þjóðareignina eigi að verja þannig að aðeins séu gerðir tímabundnir samningar getur lagasetning ekki farið gegn þeirri reglu. Þá verður ekki hægt að afhenda sjávarauðlinda nema með tímabundnum samningum. Þetta er það atriði sem öllu máli skiptir í hinu pólitíska samhengi. Þannig yrði tryggt að ekki sé um varanlegan rétt sé að ræða og þannig yrði þjóðareignin að orði með einhverja merkingu. Tímabinding réttinda er reyndar algeng þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til hagnýtingar á náttúruauðlindum í þjóðareign. Mest öll orkuframleiðsla í landinu er á forræði ríkis eða sveitarfélaga. Orkulög heimila hins vegar sveitarfélögum að framselja einkaleyfi til að starfrækja hitaveitu um tilgreint tímabil í senn. Dæmin um þessa tímabundnu heimildir til nýtingar sjást gegnumgangandi í löggjöf um auðlindir. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er ákvæði um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í lögum um fiskeldi er mælt fyrir um rekstrarleyfi til 16 ára. Og nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um Hálendisþjóðgarð skilgreinir hálendi Íslands sem náttúruauðlind í þjóðareign og þar kemur skýrt fram að óheimilt sé að reka atvinnustarfsemi í þjóðgarði nema með tímabundnum samningi. Ákvæði sem ver óbreytt ástand Nýtt auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem forsætisráðherra leggur til fer þess vegna gegn þessu stefi sem einkennir lagasetningu um flestar aðrar auðlindir. Hvers vegna er það niðurstaða ríkisstjórnarflokkanna þriggja að leggja fram ákvæði sem er svo opið? Ákvæði sem er líklegt til að skila algjöru óbreyttu regluverki? Tillögu sem skilar annarri niðurstöðu en ákall hefur verið um? Hvers vegna er ákvæði forsætisráðherra þögult um stærstu pólitísku álitaefnin? Hvers vegna er tækifærið til að verja almannahagsmuni ekki nýtt? Verði þetta ákvæði samþykkt á Alþingi verður niðurstaðan óbreytt ástand, þar sem sjávarauðlindin verður varanlega í eigu og á forræði hinna fáu. Stundum felast sterkustu skilaboðin í því sem ekki er sagt. Svarið felst í þögn forsætisráðherra um þau atriði sem myndu tryggja hagsmuni almennings. Ætlunin er nefnilega ekki sú, heldur að verja óbreytt ástand. Í þágu hverra er það? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Stjórnarskrá Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Í stjórnarskrá eru skráðar grundvallarreglur samfélagsins sem öll önnur lög þurfa að standast. Það er þess vegna þörf á að fjalla um auðlindir landsins í stjórnarskrá og ramma inn þær meginreglur sem stjórnvöld verða að virða við alla aðra reglusetningu um auðlindanýtingu. Í gegnum tíðina hafa verið lögð hafa verið fram allnokkur frumvörp þar sem gert er ráð fyrir auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Og nú liggur fyrir á Alþingi útgáfa og sýn Katrínar Jakobsdóttur í þeim efnum. Þar kemur fram orðið þjóðareign, en án þess að nefna að réttur til að nýta þjóðareign sé tímabundinn og fyrir þann rétt þurfi að greiða eðlilegt gjald. Í tillögu forsætisráðherra segir í staðinn að í lögum skuli kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar. En þannig er það reyndar einmitt núna, í fiskveiðistjórnarlögum er kveðið á um þetta. Við þekkjum hverju það hefur skilað. Með þessari tillögu sjáum við þess vegna að viljinn til að breyta er enginn. Samþykki Alþingi tillögu forsætisráðherra óbreytta mun það hafa í för með sér óbreytt ástand fyrir almenning og um leið óbreytt ástand fyrir stórútgerðina. Hvað er það sem vantar? Í frumvarpinu vantar að geta þess að rétturinn til nýtingar sé tímabundinn og að eðlilegt gjald skuli koma fyrir nýtingu á réttinum. Hvers vegna skiptir máli að nota einmitt orðið „tímabundið“? Vegna þess ef stjórnarskráin er skýr um það að þjóðareignina eigi að verja þannig að aðeins séu gerðir tímabundnir samningar getur lagasetning ekki farið gegn þeirri reglu. Þá verður ekki hægt að afhenda sjávarauðlinda nema með tímabundnum samningum. Þetta er það atriði sem öllu máli skiptir í hinu pólitíska samhengi. Þannig yrði tryggt að ekki sé um varanlegan rétt sé að ræða og þannig yrði þjóðareignin að orði með einhverja merkingu. Tímabinding réttinda er reyndar algeng þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til hagnýtingar á náttúruauðlindum í þjóðareign. Mest öll orkuframleiðsla í landinu er á forræði ríkis eða sveitarfélaga. Orkulög heimila hins vegar sveitarfélögum að framselja einkaleyfi til að starfrækja hitaveitu um tilgreint tímabil í senn. Dæmin um þessa tímabundnu heimildir til nýtingar sjást gegnumgangandi í löggjöf um auðlindir. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er ákvæði um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í lögum um fiskeldi er mælt fyrir um rekstrarleyfi til 16 ára. Og nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um Hálendisþjóðgarð skilgreinir hálendi Íslands sem náttúruauðlind í þjóðareign og þar kemur skýrt fram að óheimilt sé að reka atvinnustarfsemi í þjóðgarði nema með tímabundnum samningi. Ákvæði sem ver óbreytt ástand Nýtt auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem forsætisráðherra leggur til fer þess vegna gegn þessu stefi sem einkennir lagasetningu um flestar aðrar auðlindir. Hvers vegna er það niðurstaða ríkisstjórnarflokkanna þriggja að leggja fram ákvæði sem er svo opið? Ákvæði sem er líklegt til að skila algjöru óbreyttu regluverki? Tillögu sem skilar annarri niðurstöðu en ákall hefur verið um? Hvers vegna er ákvæði forsætisráðherra þögult um stærstu pólitísku álitaefnin? Hvers vegna er tækifærið til að verja almannahagsmuni ekki nýtt? Verði þetta ákvæði samþykkt á Alþingi verður niðurstaðan óbreytt ástand, þar sem sjávarauðlindin verður varanlega í eigu og á forræði hinna fáu. Stundum felast sterkustu skilaboðin í því sem ekki er sagt. Svarið felst í þögn forsætisráðherra um þau atriði sem myndu tryggja hagsmuni almennings. Ætlunin er nefnilega ekki sú, heldur að verja óbreytt ástand. Í þágu hverra er það? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar