Skoðun

Taka ætti fyrir pólitískt skipaðar stöður í ríkisstofnunum samfélagsins

Jóhann Sigmarsson skrifar

Það hefur lengi verið viðloðandi í íslenskum stjórnmálum að gömlu flokkarnir hafa skipað í stöður embættismanna og yfirmanna ýmisa ríkisstofnanna s.s. í heilbrigðisgeiranum, dómsvaldinu, löggjafarvaldinu, ráðuneyta, ríkisfjölmiðla, opinberra sjóða o.s.frv. Allt þetta kyndir undir spillingu flokkanna. Flokksfólki er nánast troðið í allar stjórnir ríkisstofnanna þrátt fyrir að aðrir umsækjendur séu mun reyndari og menntaðri. Þetta er jafnvel gert þó að stöður séu auglýstar og að sérstakar fag­legar mats­nefndir hafi það hlut­verk að meta hæfni umsækj­enda. Í mögum tilvika hafna háttsettir flokksmenn s.s. þingmenn og ráðherrar flokkanna tillögum mats­nefnd­a um hæf­ustu umsækjendur. Þeir ráða í stað­inn aðra sem eru taldir nákomn­ari flokkun­um. Pólitíkin er að stilla upp valdinu eins og það hentar ákveðnum flokkum, en ekki að gera það sem er rétt. Stöðurnar eru skipaðar út frá flokkspólitískum sjónarmiðum, en sjaldnast hæfni. Við viljum breyta þessu ráðningaferli og setja reynslu, menntun og hæfileika sem eiga að skipta meginmáli í umsóknum um opinberar stöður. Þær skulu auglýstar opinberlega.

Þrjú kjörtímabil eru 12 ár

Í samningum eiga einnig að gilda lög og reglur um setu viðkomandi aðila sem að séu tvö kjörtímabil og þriðja ef viðkomandi er kosinn til þess aftur. Eftir þriðja kjörtímabil þá verður viðkomandi að segja af sér og gefa öðrum kost á stöðunni. Viðkomandi getur þá ekki látið færa sig á milli embætta eins og tíðkast hefur í áratugi. Hann verður alfarið að segja sig frá valdastöðum ríkis eða sveitarfélaga.

Við búum í lýðræði, en ekki í einræði eða einhverju banana lýðveldi

Það þarf að hreinsa til í allri stjórnsýslunni svo að þjóðfélagið virki heiðarlega. Eiginlega þá þarf að skipa margar nýjar stöður við flestar ríkis- og sveitarfélagastofnanir. Það getur skapað vandamál, en það er mjög gott fyrir þjóðfélagið í heild sinni þegar að það er búið. Margar af þessum stöðum hafa verið pólitskt skipaðar eða viðkomandi yfirmenn eru búnir að sitja lengi í sömu hítunni. Ef við tökum nærtæk dæmi, þá mætti nefna Steingrím J Sigfússon, Þorstein Pálsson og fleiri sem eru búnir að sitja alltof lengi á Alþingi okkar íslendinga eða í u.þ.b. fjóra áratugi og yfir. Við gætum líka alveg farið í stofnanir þar sem að Stéfán Eiríksson færði sig úr að vera lögreglustjóri yfir í borgarritara og þaðan í útvarpsstjóra RÚV. Við getum tekið önnur dæmi þar sem að Gunnar Birgisson, fyrrverandi alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn og bæjarstjóri Kópvogs og Fjallabyggðar, hefur verið ráðinn sveitastjóri í Skaftárhreppi. Ólafur Helgi Kjartansson eða Þvagleggur Sýslumaður eins og sumir hafa kallað hann vegna konu sem hafði verið stöðvuð við akstur og neitað að veita sýni, en lögreglumenn girtu niður um hana með valdi og héldu henni nauðugri á meðan þeir þvinguðu þvaglegg í hana. Í embætti sýslumanns á Selfossi boðaði Ólafur Helgi handtöku 370 einstaklinga í Árnessýslu þar sem þeir höfðu ekki skilað sér til fjárnáms í kjölfar efnahagshrunsins. Maðurinn hefur röð af misbeytingu valds á bakinu, en engu að síður hefur verið viðloðandi eða setið í embættum síðan hann lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands 1978. Hann er nú á launaskrá dómsmálaráðuneytisins í sérverkefnum. Fyrrverandi Forseti Ólafur Ragnar Grímsson var búinn að sitja á Alþingi í tæplega þrjátíu ár áður en hann varð síðan Forseti Íslands í tuttugu ár. Hann var duglegur í því að auglýsa útrásina á alþjóða grundvelli. Hann þáði líka ýmis gylliboð á vegum útrásarvíkinganna sem að voru ekkert sérstaklega neytt fyrir góðgerðarmál. Ólafur Ragnar var spurður af bandarísku fréttastofunni CNN hvort hann eða fjölskylda hann hefði nokkur tengsl við aflandsfélög sem ætti eftir að koma upp úr krafsinu síðar meir. „No, no, no, no, no. That´s not going to be the case,“ svaraði Ólafur. Félag í eigu fjöl­­skyldu Dor­ritar Moussai­eff, eig­in­­konu Ólafs Ragn­­ars Gríms­­son­­ar var í gögnum um aflandsfélög. Upplýsingarnar komu frá Mossack Fon­seca alþjóðlegrar lögmannastofu sem voru gerð opinber á tímum Panamaskjalanna. Hver man ekki eftir grobbi um ráðningu sendiherraembætta sem að komu fram í ummælum Klaustursdóna þingmannanna sem að var tekið upp og spilað fyrir alþjóð? Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins var ekki lengi að firra sig allri ábyrgð út úr þeim aðstæðum. Það er erfitt að taka manninn trúanlegan eftir allan óheiðarleikann sem flotið hefur upp á yfirborðið í kringum hans setu á Alþingi.

Spillt kerfi sem að byrjar á Alþingi í boði gömlu flokkanna og fer síðan í allar æðar stjórnsýslunnar á Íslandi

Umtalaðir gjörningar eru ekki heilbrigð stjórnsýsla fyrir almenning sem borgar laun allra sem að vinna hjá ríkinu. Þjóðfélagið á fullt af hæfum og heiðarlegum yfirmönnum til að gegna þessum stöðum yfir tímabilið sem um ræðir í kosningastefnuskrá okkar. Ráðning Ólafs Þórs Haukssonar héraðsaksóknara hentaði mjög vel þegar að hrunið var rannsakað. Hann var sjálfur í innherjaupplýsingunum úr Glitni og seldi sama dag og neyðarlögin voru sett. Til hvers, af hverju og af hverjum var þessi maður skipaður í að rannsaka hrunmál? Sakamál þessi hafa nærri öll brunnið út á tíma eða verið fjársvelt. Ólafur var auðvitað skipaður af ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar í Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Ólöf heitin Nordal sem þá var innanríkisráðherra fyrir Sjálfstæðisflokk skipaði hann. Þau þrjú voru í Panamaskjölunum. Þetta var pólitísk ráðning til að hafa neikvæð áhrif á stöðu sakamála m.a. hjá stjórnmálamönnum og viðskiptaelítunni. Embætti héraðssaksóknara fer með ákæruvald á lægra ákæruvaldsstigi, ákærumeðferð sakamála og saksókn fyrir héraðsdómi, Þá annast embættið lögreglurannsóknir í skatta- og efnahagsbrotamálum, ásamt rannsóknum á brotum starfsmanna lögreglu og brotum gegn valdstjórninni. Það var ekki ríkisstjórninni eða embætti héraðssaksóknara að þakka að upp komst um Panamaskjölin, heldur var það net fjölmiðla frá nokkrum löndum og rannsóknarblaðamanna m.a. íslenskra sem að unnu vinnuna sína til að uppfræða almenning um svikin. Ríkisstjórnir frá hruni hafa verið að vinna gegn rannsóknum og að hylja yfir glæpi með óheiðarlegu embættisfólki, stjórnmálafólki og fjárglæfrafólki sem að ná aftur á síðustu öld. Vandamálið er vegna þess að þau sömu ráða hér ferðalaginu fyrir og eftir hrun. Þjóðin á betra skilið.

Pólitíkin starfar ekki í nafni heiðarleika

Það er beinlínis hættulegt fyrir þjóðina að treysta gömlu flokkunum fyrir þjóðarhag og velferð ríkisborgaranna. Það er t.d. hægt að sjá á fiskveiðikvótanum, þjóðareign sem að hefur í áratugi farið á hendur örfárra í landinu og gengur í erfðir. Það er búið að arðræna íslensku þjóðina, íslenskt samfélag, mig, þig og afkomendur okkar. Auðvitað ætti kvótakerfið að vera boðið út og leigt til hæstbjóðenda og á raunverulegu markaðsvirði.

Það ætti líka að vera til þess fallið að styrkja öll innviði í sveitarfélögum á landinu öllu. Nú borga örfáar fjölskyldur um 6 prósent af markaðsvirði af þjóðareigninni og allt í boði spilltra stjórnmálamanna sem að hafa skálkaskjól stjórnmálaflokka á þingi. Þessum flokkum er alveg sama hvernig almenningur hefur það í landinu. Á árinu 2017 keyrði Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins um 47.644 kílómetra, sem jafngilti því að keyra 36 sinnum í kringum Ísland. Fyrir það fékk hann greiddar ISK 4,6 milljónir frá Alþingi. Frá árinu 2013 til loka ársins 2018 fékk Ásmundur tæpar ISK 23,5 milljónir endurgreiddar frá Alþingi í aksturskostnað. Laufey Guðjónsdóttir hefur setið í embætti forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar íslands frá 2002 og hefur að jafnaði bara styrkt 3-5 kvikmyndafyrirtæki í þau tæplega 20 ár sem hún hefur verið við völd. Hvert fyrirtæki um hundruði milljóna jafnvel yfir milljarða króna í stjórnartíð sinni. Kvikmyndamiðstöð Íslands er almennt fyrir alla kvikmyndagerðarmenn í landinu og á ekki að vera einokun fárra útvaldra. Það má segja það um alla sjóði sem að tengdir eru listum. Þar hefur sama fólkið verið áskrifendur í áratugi. Fólk þekkist þar innbyrðis og er að borða úr lófunum á hvoru öðru. Yfirmönnum og nefndarfólki virðist vera alveg sama um reglur sem að gilda um sjóði. Það þarf að stokka almennilega upp í þessum sjóðum sem að eiga virka fyrir alla atvinnumenn á þessum vettvangi og þá sem eru að koma nýir inn. Það verður að breyta fyrirkomulagi sjóðanna. Hvernig fór þegar að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur í stjórnartíð Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar, heitins skiptu á milli sín einkavæðingu bankanna? Það fór ekki vel fyrir þjóðinni og stærstu þjófar í Íslandssögunni urðu til. Viðkomandi þrjótar eru ennþá að valsa um þjóðfélagið eins og ekkert hafi í skorist með velmegunar kúk í kakibuxunum sem að margir vita að séu landráðamenn. Það er enn verið að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum fyrir milljarða frá lífeyrissjóðum og ríkisbönkum sem að fara síðan í arð til viðkomandi eigenda. Þetta fé fer svo úr landi og er geymt með hinum þjófafengnum frá því fyrir hrun í skattaparadís.

Fólk á að vita hvernig flokka það leggur nafn sitt við

Hannes Hólmsteinn Gissurarson var blaðamaður Eimreiðarinnar, sem ungir frjálshyggjumenn gáfu út 1972–1975. Í hinum svonefnda Eimreiðarhópi voru með honum m. a. Davíð Oddsson, Þorsteinn Pálsson, Geir H. Haarde, Baldur Guðlaugsson, Brynjólfur Bjarnason, Kjartan Gunnarsson, Magnús Gunnarsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Þessi hópur varð mjög áhrifamikill í Sjálfstæðisflokknum í lok 8. áratugar og beitti sér fyrir því að sveigja stefnu flokksins í átt til nýfrjálshyggju. Hannes Hólmsteinn er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og virkur þátttakandi í stjórnmálaumræðum á Íslandi. Hann hefur kennt og verið prófessorstöðum við Háskóla Íslands síðan 1986. Árið 1990 gaf Hannes út bókina Fiskistofnarnir við Ísland: Þjóðareign eða ríkiseign? þar sem hann mælti með kerfi varanlegra, framseljanlegra aflakvóta, sem úthlutað væri ókeypis í upphafi. Árið 2002 gaf Hannes út bókina Hvernig getur Ísland orðið ríkasta land í heimi? þar sem hann mælti með stórfelldum skattalækkunum á fyrirtæki í því skyni að laða fjármagn til landsins og gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð. Ræddi hann í bókinni fordæmi Írlands og Lúxemborgar, en líka ýmissa lítilla eyríkja eins og Ermarsundseyja og Cayman-eyja. Hannes hafði mikil áhrif á stefnu ríkisstjórna Sjálfstæðisflokksins undir forystu Davíðs Oddssonar og síðar Geirs H. Haarde. Áhrif Hannesar voru ekki síst augljós á þá einkavæðingarstefnu sem hófst á síðari hluta 10. áratugs 20. aldar. „Í stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands er kennslubók og kennsluhættir sem innihalda kvenfyrirlitningu, fitufordóma, kynþáttafordóma og niðurlægjandi orð um fatlaða.

Hann á stórglæsilega 350 fermetra íbúð á Copacabana í Rio de Janeiro í Brasilíu sem að stórútgerðin og skattborgarinn á Íslandi hefur væntanlega greitt fyrir hann.

Hann vildi ráða listamann til að mála afar klámfengnar og eggjandi myndir af kærastanum sínum í Brasilíu. Sendiherra Íslands í Wasington var sendur til Brasilíu fyrir nokkrum árum til að leysa Hannes úr fangelsi þar fyrir að hafa misnotað unga brasilíska stráka allt niður í 12 ára. Í áratugi hefur Hannesi verið borgað tugi ef ekki hundruði milljóna frá Alþingi, Sjálfstæðisflokknum og á vegum ráðuneytanna fyrir að skrifa skýrslur af skattfé almennings.

Það er ekki nóg að hugsa ef að fólk vill einhverjar breytingar

Það er ógrynni af pólitískum svikum í gegnum tíðina viðloðandi þjóðfélagið útaf Alþingi okkar íslendinga sem að í flestum tilvikum er rakið til stjórnmálamanna og flokkanna. Það virðist engin hafa kjark í það að uppræta spillinguna ennþá. Pólitíkin er langt frá því að vera heilbryggð í landinu sem að aðalega hefur verið svik, spilling, sukk og svínarí frá nánast sama siðblinda fólkinu í áratugi á kostnað almennings. Þess vegna stofnuðum við m.a. Landsflokkinn. Það er staðreynd að yfir 60 prósent fara í skatta frá litlu manneskjunni og millistéttinni í þjóðfélaginu, en svo þeir ofurríku og stórútgerðin borga minni skatta. Það ætti að snúa þessu við og jafnvel að setja skattleysismörkin við þrjú hundruð og fimmtíu til fjögur hundruð þúsund krónur í tekjur á mánuði á einstakling, hvort sem hann á maka eða ekki. Við hjá Landsflokknum viljum að ábyrgð og skilyrði verði sett að forstjórar hjá hinu opinbera, ráðherrar, embættismenn og þingmenn sem verða uppvísir að hverskyns svikum, vanhæfi, spillingu eða glæpum í starfi geta sjálfir sagt upp störfum, ella verður þeim umsvifalaust sagt upp störfum og verða sóttir til saka ef þörf krefur.

Við viljum einnig að þak verði sett á hæstu laun hjá hinu opinbera s.s. hjá ráðherrum, þingmönnum, embættismönnum og forstjórum ríkisfyrirtækja. Hæstu heildarlaun verði ekki hærri en sem nemur 4 földum lægstu launum hins opinbera og að launasamræmi verði sett á fyrir jafna atvinnustöðu milli kynjanna.

Landinu á ekki að vera stjórnað af drotnandi valdi óheiðarlegra stjórmálaafla og siðblindum viðskiptaklíkum með sjálftöku ríkisins að leiðarljósi á kostnað almennings. Lýðræðið er í höndum kjósenda fyrir kosningar.

Höfundur er listamaður, kvikmyndagerðarmaður og formaður Landsflokksins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Er þetta eðli­legt?

Guðrún Árnadóttir,Guðrún Tara Sveinsdóttir,Hekla Kollmar,Þorgerður Jörundsdóttir skrifar

Sjá meira


×