Ekki meira landsbyggðarþras Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 20. maí 2021 07:32 Á lífsgæðakapphlaupinu eru margir orðnir þreyttir. Það er eitthvað einstakt við það að þurfa ekki að leita langt til að sækja einstaka náttúru, en það er gjarnan eitthvað sem maður heyrir ungt fólk hafa aukinn áhuga á. Hér í bakgarðinum er friðurinn og róin sem fæst ekki í ysi og þysi í traffíkinni í Reykjavík. Ungu fólki á að vera gert kleift að elta drauma sína í heimabyggð. Að geta sótt sér menntun við hæfi og eiga möguleika á fjölbreyttri atvinnu. Nýjar aðferðir Áhugi á því að búa utan höfuborgarsvæðiðsins er áþreifanlegur og kemur það í sjálfu sér ekkert á óvart. Það er mikilvægt að greina hverjir styrkleikar byggða utan höfuðborgarsvæðisins eru og nýta þá til að ýta undir jákvæða umræðu um landsbyggðirnar. Málið er nefnilega svolítið einfalt, ef við tölum okkur niður hvers vegna ættu fleiri að vilja flytja út á land og hvers vegna ættu fyrirtæki að vilja reka fyrirtækin sín utan suðvesturhornsins? Möguleikar í nýsköpun á landsbyggðinni eru margir og það ætti að vera markmið landsbyggðarinnar að efla framkvæmdarhug íbúanna með því að styrkja umhverfi atvinnulífsins. Til dæmis með einföldun á regluverki og umgjörð skipulagsmála. Sterku vígin Þau mál sem skipta fjölskyldufólkið máli eru meðal annars skólamálin, húsnæðismálin, atvinnutækifærin og samgöngumálin. Víða um norðausturkjördæmið eru vígin sterk en sumstaðar þarf að taka til hendinni og bæta aðstæður. Það brennur margt á íbúum kjördæmisins og það er hlutverk stjórnmálanna að hlusta á sjónarmið heimamanna og marka stefnu í málefnum byggðanna. Ef við kortleggjum betur hvar styrkleikar okkar liggja, sem og veikleikar, getum við byggt upp byggðirnar með skýrri framtíðarsýn um blómlega byggð með fjölgun íbúa og fyrirtækja í huga. Mál málanna Svo eru það blessuðu samgöngurnar. Samgöngumálin eru svolítið eins og skipulagsmál sveitarfélaganna, þau eru myndræn og því er auðvelt að hafa skoðun á þeim. Þó svo að unga fólkið taki ekki oft virkan þátt í umræðu um samgöngur þýðir það ekki að málefnið skipti ekki gríðarlegu máli þegar kemur að vali á búsetu. Við viljum alveg jafn mikið og aðrir eiga greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem byggð hefur verið upp á höfuðborgarsvæðinu og tækifæri til að ferðast erlendis. Það er svo einnig augljóst að tækifæri í rafrænni heilbrigðisþjónustu eru að aukast og það er mikilvægt að þau tækifæri séu nýtt. Ég sé fyrir mér gjörbreytta geðheilbrigðisþjónustu með tilkomu aukinna rafrænna lausna. Einnig er verið að þróa ýmis rafræn verkefni í heilsugæsluþjónustu sem auka munu aðgengi landsbyggðaríbúa til muna. Þrátt fyrir að tækifæri í rafrænni þjónustu eru að aukast þurfum við samt sem áður að berjast fyrir ýmissi þjónustu sem má ekki vanta í landshlutunum, til dæmis þarf enn að berjast fyrir því að bráðaþjónusta verði efld á Austurlandi og að aðstaða sjúkraflugs um kjördæmið allt sé tryggt. Þetta eru málin sem skipta líf okkar og limi máli og þau breytast ekki þrátt fyrir tæknivæðingu. Metnaðarfull framtíð Við þurfum fulltrúa hóps þeirra sem vilja berjast fyrir málefnum landsbyggðarinnar á jákvæðum nótum, með skýra framtíðarsýn og metnað fyrir því að byggja upp fjölbreytt, opið og framsækið samfélag. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Á lífsgæðakapphlaupinu eru margir orðnir þreyttir. Það er eitthvað einstakt við það að þurfa ekki að leita langt til að sækja einstaka náttúru, en það er gjarnan eitthvað sem maður heyrir ungt fólk hafa aukinn áhuga á. Hér í bakgarðinum er friðurinn og róin sem fæst ekki í ysi og þysi í traffíkinni í Reykjavík. Ungu fólki á að vera gert kleift að elta drauma sína í heimabyggð. Að geta sótt sér menntun við hæfi og eiga möguleika á fjölbreyttri atvinnu. Nýjar aðferðir Áhugi á því að búa utan höfuborgarsvæðiðsins er áþreifanlegur og kemur það í sjálfu sér ekkert á óvart. Það er mikilvægt að greina hverjir styrkleikar byggða utan höfuðborgarsvæðisins eru og nýta þá til að ýta undir jákvæða umræðu um landsbyggðirnar. Málið er nefnilega svolítið einfalt, ef við tölum okkur niður hvers vegna ættu fleiri að vilja flytja út á land og hvers vegna ættu fyrirtæki að vilja reka fyrirtækin sín utan suðvesturhornsins? Möguleikar í nýsköpun á landsbyggðinni eru margir og það ætti að vera markmið landsbyggðarinnar að efla framkvæmdarhug íbúanna með því að styrkja umhverfi atvinnulífsins. Til dæmis með einföldun á regluverki og umgjörð skipulagsmála. Sterku vígin Þau mál sem skipta fjölskyldufólkið máli eru meðal annars skólamálin, húsnæðismálin, atvinnutækifærin og samgöngumálin. Víða um norðausturkjördæmið eru vígin sterk en sumstaðar þarf að taka til hendinni og bæta aðstæður. Það brennur margt á íbúum kjördæmisins og það er hlutverk stjórnmálanna að hlusta á sjónarmið heimamanna og marka stefnu í málefnum byggðanna. Ef við kortleggjum betur hvar styrkleikar okkar liggja, sem og veikleikar, getum við byggt upp byggðirnar með skýrri framtíðarsýn um blómlega byggð með fjölgun íbúa og fyrirtækja í huga. Mál málanna Svo eru það blessuðu samgöngurnar. Samgöngumálin eru svolítið eins og skipulagsmál sveitarfélaganna, þau eru myndræn og því er auðvelt að hafa skoðun á þeim. Þó svo að unga fólkið taki ekki oft virkan þátt í umræðu um samgöngur þýðir það ekki að málefnið skipti ekki gríðarlegu máli þegar kemur að vali á búsetu. Við viljum alveg jafn mikið og aðrir eiga greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem byggð hefur verið upp á höfuðborgarsvæðinu og tækifæri til að ferðast erlendis. Það er svo einnig augljóst að tækifæri í rafrænni heilbrigðisþjónustu eru að aukast og það er mikilvægt að þau tækifæri séu nýtt. Ég sé fyrir mér gjörbreytta geðheilbrigðisþjónustu með tilkomu aukinna rafrænna lausna. Einnig er verið að þróa ýmis rafræn verkefni í heilsugæsluþjónustu sem auka munu aðgengi landsbyggðaríbúa til muna. Þrátt fyrir að tækifæri í rafrænni þjónustu eru að aukast þurfum við samt sem áður að berjast fyrir ýmissi þjónustu sem má ekki vanta í landshlutunum, til dæmis þarf enn að berjast fyrir því að bráðaþjónusta verði efld á Austurlandi og að aðstaða sjúkraflugs um kjördæmið allt sé tryggt. Þetta eru málin sem skipta líf okkar og limi máli og þau breytast ekki þrátt fyrir tæknivæðingu. Metnaðarfull framtíð Við þurfum fulltrúa hóps þeirra sem vilja berjast fyrir málefnum landsbyggðarinnar á jákvæðum nótum, með skýra framtíðarsýn og metnað fyrir því að byggja upp fjölbreytt, opið og framsækið samfélag. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun