Darri: Allt annað að hafa Tyler á boltanum með 8 sekúndur eftir Árni Jóhannsson skrifar 19. maí 2021 22:28 Darri hissa í leik kvöldsins. vísir/bára Darri Freyr Atlason þjálfari KR var ekki nógu sáttur við frákasta baráttu sinna manna þegar lið hans lá fyrir Val 84-85 í DHL höllinni fyrr í kvöld. Með sigrinum jafnaði Valur einvígið við KR 1-1 en leikið er í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla. „Sóknarfráköst. Það var ekki mikið meira en það“, sagði Darri þegar hann var spurður að því hvar leikurinn á móti Val tapaðist í kvöld. „Ég hef aldrei séð neinn taka 10 sóknarfráköst í fyrri hálfleik eins og Hjálmar gerði í kvöld. Vel gert hjá honum en við þurfum að standa okkur betur í að stíga út og hugsanlega þurfum við að breyta hverjir eru að dekka hvern.“ KR heldur áfram að gæta Jordan Rowland mjög vel en á móti kemur að aðrir Valsarar ná að stíga upp og setja stig á töfluna. Darri var spurður hvort hann þurfi að breyta einhverju varðandi þann hluta leiksins. „Fimm á fimm vörnin okkar var frábær í kvöld. Þeir lifðu af í fyrri hálfleik út af sóknarfráköstunum og það er það sem við þurfum að breyta því á milli leikja. Þetta eru staðsetningar hjá leikmönnum og hverjir eru að dekka hvern. Við berum einnig hellings ábyrgð á þessu.“ Í lokin lýsti Darri yfir óánægju sinni með dómarana en honum fannst hans menn vera rændir tækifærinu að vinna leikinn undir lokin þegar KR reyndi að brjóta á Val en ekkert var dæmt. „Mér fannst við samt eiga að fá tækifæri á að vinna leikinn hérna í lokin þegar Friðrik sleppir því að dæma villu sem er augljós hérna. Það er lykilatriði að dómararnir sjái að við séum að reyna að brjóta á þeim hérna. Það er búið að refsa liðum oft með því að dæma óíþróttamannslega villu í vetur og það þarf að vera eitthvað samræmi í þessu til að leyfa leiknum að halda áfram. Það vita allir hvað er að fara að gerast og hvað við erum að reyna að gera. Það hefði verið allt annað að vera með Tyler á boltanum með átta sekúndur eftir á móti því að það séu tvær sekúndur eftir og þeir eiga vítaskot.“ KR Dominos-deild karla Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
„Sóknarfráköst. Það var ekki mikið meira en það“, sagði Darri þegar hann var spurður að því hvar leikurinn á móti Val tapaðist í kvöld. „Ég hef aldrei séð neinn taka 10 sóknarfráköst í fyrri hálfleik eins og Hjálmar gerði í kvöld. Vel gert hjá honum en við þurfum að standa okkur betur í að stíga út og hugsanlega þurfum við að breyta hverjir eru að dekka hvern.“ KR heldur áfram að gæta Jordan Rowland mjög vel en á móti kemur að aðrir Valsarar ná að stíga upp og setja stig á töfluna. Darri var spurður hvort hann þurfi að breyta einhverju varðandi þann hluta leiksins. „Fimm á fimm vörnin okkar var frábær í kvöld. Þeir lifðu af í fyrri hálfleik út af sóknarfráköstunum og það er það sem við þurfum að breyta því á milli leikja. Þetta eru staðsetningar hjá leikmönnum og hverjir eru að dekka hvern. Við berum einnig hellings ábyrgð á þessu.“ Í lokin lýsti Darri yfir óánægju sinni með dómarana en honum fannst hans menn vera rændir tækifærinu að vinna leikinn undir lokin þegar KR reyndi að brjóta á Val en ekkert var dæmt. „Mér fannst við samt eiga að fá tækifæri á að vinna leikinn hérna í lokin þegar Friðrik sleppir því að dæma villu sem er augljós hérna. Það er lykilatriði að dómararnir sjái að við séum að reyna að brjóta á þeim hérna. Það er búið að refsa liðum oft með því að dæma óíþróttamannslega villu í vetur og það þarf að vera eitthvað samræmi í þessu til að leyfa leiknum að halda áfram. Það vita allir hvað er að fara að gerast og hvað við erum að reyna að gera. Það hefði verið allt annað að vera með Tyler á boltanum með átta sekúndur eftir á móti því að það séu tvær sekúndur eftir og þeir eiga vítaskot.“
KR Dominos-deild karla Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira