Enginn flokkur stefnir að barnvænu Íslandi Lúðvík Júlíusson skrifar 19. maí 2021 12:01 Stjórnmálaflokkar, þingmenn og ráðherrar hafa lýst því yfir að Ísland eigi að verða barnvænt. Ég sendi fyrirspurn á alla stjórnmálaflokka og formenn þeirra og spurðist fyrir um réttindi barna með fötlun(andlega og/eða líkamlega) sem búa á tveimur heimilum(umgengni til staðar): „Samkvæmt núgildandi lögum þá fer allur stuðningur og þjónusta, hvort sem það er fagleg þjónusta eða fjárhagslegur stuðningur, til lögheimilisforeldris. Hitt heimilið hefur engin réttindi. Það hefur ekki aðgang að málastjóra, hefur ekki rétt á að það sé upplýst um stöðu barns og réttindi þess, hefur ekki sæti á teymisfundum(t.d. í leik- og grunnskólum), aðgang að sérfræðingum o.s.fr.v. Gert er ráð fyrir því að það kosti [umgengis]foreldrið ekkert að hafa fatlað barn hjá sér.Hafið þið á ykkar stefnuskrá að lagfæra þetta? Að tryggja að barna verði miðpunktur þjónustu og stuðnings? Að ákvarðanir sem varða hagsmuni þess séu teknar með tilliti til þess hvað því er fyrir bestu?Í Barnasáttmála SÞ þá er lögð áhersla á að réttindi barns til þroska séu sjálfstæð réttindi þess og eigi ekki að vera bundin við réttindi foreldra. Hafið þið í hyggju á að koma barnasáttmála SÞ í framkvæmd?“ Viðreisn, Píratar, Vinstri græn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn svöruðu Viðreisn svaraði daginn eftir. Það er ekki beint stefna þeirra að vinna að réttindum barna sem tilheyra þessum jaðarhópum en þeir hafa tvisvar lagt fram frumvörp um að barn geti átt lögheimili á tveimur heimilum. Barn er hins vegar fatlað hjá báðum foreldrum og því ná þessi frumvörp ekki því markmiði að gera Ísland barnvænt vegna þess að réttindi barnsins væru bundin því að foreldrar geri samning um tvöfalt lögheimili. Það er ekki alltaf sjálfgefið. Píratar svöruðu tveimur dögum eftir. Þetta er ekki í stefnu þeirra en mér var sagt að það gæti tekið nokkur ár að rétta hlut þessara barna. Miðflokkurinn svaraði tveimur dögum eftir. Þetta er ekki núverandi í stefnu þeirra en hann hefur lagt fram breytingatillögu um að skipting kostnaðar eigi að miðast við umgengni. Þeir eru því meðvitaðir um stöðu barna í jaðarhópum. Vinstri græn svöruðu þremur vikum eftir. Þar var talið upp hvað væri verið að gera fyrir börn sem búa á einu heimili en ekkert vikið að réttindum barna sem tilheyra jaðarhópum. Flokkur fólksins er ekki með þetta í stefnu sinni en hyggst skoða þetta í framtíðinni. Aðrir flokkar svöruðu ekki Aðrir flokkar svöruðu ekki fyrirspurn minni. Sósíalistaflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn svöruðu ekki fyrirspurn minni. Þessir flokkar hafa þetta því ekki í stefnu sinni, hafa enga skoðun á þessu og stefna því ekki að barnvænu Íslandi. Tölfræði um fátækt barna og útrýming fátæktar Það er lítið um tölfræði þegar kemur að réttindum barna. Hvorki Þjóðskrá né Hagstofan vita nákvæmlega hvar börn búa í fátækt. Alþingi getur því ekki með einföldum hætti útrýmt fátækt með hækkun barnabóta. Nýlega var gerð breyting á lögum um Þjóðskrá. Ég lagði til að umgengni væri skráð í Þjóðskrá svo Hagstofan gæti greint nákvæmlega hvar börn búa í fátækt en enginn þingmaður tók undir það með mér. Þrátt fyrir að Alþingi hafi árið 2014 ályktað um að þessar upplýsingar ætti að skrá ekki síðar en 1. janúar 2016(1). Það virðist því ekki vera áhugi hjá þingmönnum að útrýma fátækt. Vísitölur um börn Vísitölur um börn eru mjög frumstæðar og oft leikur í Excel. Framsetning þeirra er einnig oft villandi. Nýlega kom fram að 15% barna þyrftu einhvern tímann á ævinni á stuðningi að halda. Það þýðir að 85% barna hafa það ansi gott. 8,5 í einkunn virðist sýna að allt sé í mjög góðu lagi. Ef við komum helmingi barna til aðstoðar þá munu 92,5% barna hafa það ansi gott. Einkunn upp á 9,25 er frábær, þarf að gera betur? Það er augljóslega ekki nóg að sýna samtölur og meðaltöl, það þarf að sýna hversu mörg börn þurfa aðstoð og hversu mörg börn eru að fá aðstoð. Einkunn upp á 8,5 er í raun falleinkunn og einkunn upp á 9,25 er slef. Stjórnmálamenn horfa alltaf í meðaltöl en það verður til þess að börn í erfiðri stöðu, börn á jaðrinum, þau sem þurfa aðstoð, gleymast og eru skilin eftir. Samþætting þjónustu í þágu farsældar (flestra) barna(en ekki allra) Nú er í gangi vinna um samþættingu þjónustu í þágu barna. Ég sendi Félagsmálaráðuneytinu fyrirspurn um hvort lögin næðu til allra barna. Svarið sem ég fékk var nei, lögin ná ekki til allra barna og ekki öll börn munu fá þjónustu við hæfi þó lögin verði samþykkt. Þetta er svar ráðuneytisins þrátt fyrir yfirlýsingar barnamálaráðherra um að „börn séu þungamiðja frumvarpsins“(2). Þarna fer barnamálaráðherra með rangt mál, viljandi eða óviljandi. Samþætting þjónustu setur lögheimili í þungamiðju en hafi barn tvö heimili, eftir skilnað foreldra, þá snýst þjónustan augljóslega ekki um barnið ef þungamiðjan er á lögheimilið og hitt foreldrið er skilið eftir réttindalaust. Vilja þingmenn í alvöru senda barn með miklar raskanir, greiningar og fötlun til foreldris sem fær enga aðild að máli barnsins, engan stuðning og sem fær engar upplýsingar hvernig það eigi að vinna með barninu? Þetta er vilji flest allra þeirra sem sitja á Alþingi í dag. Barnamálaráðherra bannar þjónustu við börn Barnamálaráðherra gaf út leiðbeiningar til sveitarfélaga um að ekki ætti að veita öðrum en lögheimilisforeldrum rétt til að sækja um og fá stuðningsfjölskyldu(3). Þetta er í algjörri andstöðu við að veita eigi börnum þjónustu miðað við þarfir þeirra. Enginn þingmaður hefur gert athugasemd við að þetta úrræði standi ekki öllum börnum og foreldrum til boða. Börn með fötlun gleymast Nýlega fékk Akureyrarbær viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag. Sú viðurkenning fékkst án þess að staða barna með fötlun væri skoðuð sérstaklega(4). Barnasáttmáli SÞ og samningur um réttindi fatlaðra Barnasáttmáli SÞ eru lög á Íslandi og kveða á um sjálfstæð réttindi barna. Þegar ég hef spurt þingmenn að því hvernig þetta hefur komið börnum í jaðarhópum til hjálpar þá er ekkert um svör. Þingmenn þakka sjálfum sér lögfestinguna en það er sorglegt að ekkert hefur verið um efndir. Setjið börn í fyrsta sætið Það er ekkert spennandi að lifa við áskoranir. Það er ekkert spennandi að gleymast. Það er ekki heldur spennandi að fá ekki að vera með í samfélaginu. Ég skora því á þingmenn, frambjóðendur og ekki síst ráðherra að marka skýra stefnu, hafa öll börn með í barnvænu Íslandi og skilja ekkert barn eftir. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Skoðun: Kosningar 2021 Réttindi barna Fjölskyldumál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkar, þingmenn og ráðherrar hafa lýst því yfir að Ísland eigi að verða barnvænt. Ég sendi fyrirspurn á alla stjórnmálaflokka og formenn þeirra og spurðist fyrir um réttindi barna með fötlun(andlega og/eða líkamlega) sem búa á tveimur heimilum(umgengni til staðar): „Samkvæmt núgildandi lögum þá fer allur stuðningur og þjónusta, hvort sem það er fagleg þjónusta eða fjárhagslegur stuðningur, til lögheimilisforeldris. Hitt heimilið hefur engin réttindi. Það hefur ekki aðgang að málastjóra, hefur ekki rétt á að það sé upplýst um stöðu barns og réttindi þess, hefur ekki sæti á teymisfundum(t.d. í leik- og grunnskólum), aðgang að sérfræðingum o.s.fr.v. Gert er ráð fyrir því að það kosti [umgengis]foreldrið ekkert að hafa fatlað barn hjá sér.Hafið þið á ykkar stefnuskrá að lagfæra þetta? Að tryggja að barna verði miðpunktur þjónustu og stuðnings? Að ákvarðanir sem varða hagsmuni þess séu teknar með tilliti til þess hvað því er fyrir bestu?Í Barnasáttmála SÞ þá er lögð áhersla á að réttindi barns til þroska séu sjálfstæð réttindi þess og eigi ekki að vera bundin við réttindi foreldra. Hafið þið í hyggju á að koma barnasáttmála SÞ í framkvæmd?“ Viðreisn, Píratar, Vinstri græn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn svöruðu Viðreisn svaraði daginn eftir. Það er ekki beint stefna þeirra að vinna að réttindum barna sem tilheyra þessum jaðarhópum en þeir hafa tvisvar lagt fram frumvörp um að barn geti átt lögheimili á tveimur heimilum. Barn er hins vegar fatlað hjá báðum foreldrum og því ná þessi frumvörp ekki því markmiði að gera Ísland barnvænt vegna þess að réttindi barnsins væru bundin því að foreldrar geri samning um tvöfalt lögheimili. Það er ekki alltaf sjálfgefið. Píratar svöruðu tveimur dögum eftir. Þetta er ekki í stefnu þeirra en mér var sagt að það gæti tekið nokkur ár að rétta hlut þessara barna. Miðflokkurinn svaraði tveimur dögum eftir. Þetta er ekki núverandi í stefnu þeirra en hann hefur lagt fram breytingatillögu um að skipting kostnaðar eigi að miðast við umgengni. Þeir eru því meðvitaðir um stöðu barna í jaðarhópum. Vinstri græn svöruðu þremur vikum eftir. Þar var talið upp hvað væri verið að gera fyrir börn sem búa á einu heimili en ekkert vikið að réttindum barna sem tilheyra jaðarhópum. Flokkur fólksins er ekki með þetta í stefnu sinni en hyggst skoða þetta í framtíðinni. Aðrir flokkar svöruðu ekki Aðrir flokkar svöruðu ekki fyrirspurn minni. Sósíalistaflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn svöruðu ekki fyrirspurn minni. Þessir flokkar hafa þetta því ekki í stefnu sinni, hafa enga skoðun á þessu og stefna því ekki að barnvænu Íslandi. Tölfræði um fátækt barna og útrýming fátæktar Það er lítið um tölfræði þegar kemur að réttindum barna. Hvorki Þjóðskrá né Hagstofan vita nákvæmlega hvar börn búa í fátækt. Alþingi getur því ekki með einföldum hætti útrýmt fátækt með hækkun barnabóta. Nýlega var gerð breyting á lögum um Þjóðskrá. Ég lagði til að umgengni væri skráð í Þjóðskrá svo Hagstofan gæti greint nákvæmlega hvar börn búa í fátækt en enginn þingmaður tók undir það með mér. Þrátt fyrir að Alþingi hafi árið 2014 ályktað um að þessar upplýsingar ætti að skrá ekki síðar en 1. janúar 2016(1). Það virðist því ekki vera áhugi hjá þingmönnum að útrýma fátækt. Vísitölur um börn Vísitölur um börn eru mjög frumstæðar og oft leikur í Excel. Framsetning þeirra er einnig oft villandi. Nýlega kom fram að 15% barna þyrftu einhvern tímann á ævinni á stuðningi að halda. Það þýðir að 85% barna hafa það ansi gott. 8,5 í einkunn virðist sýna að allt sé í mjög góðu lagi. Ef við komum helmingi barna til aðstoðar þá munu 92,5% barna hafa það ansi gott. Einkunn upp á 9,25 er frábær, þarf að gera betur? Það er augljóslega ekki nóg að sýna samtölur og meðaltöl, það þarf að sýna hversu mörg börn þurfa aðstoð og hversu mörg börn eru að fá aðstoð. Einkunn upp á 8,5 er í raun falleinkunn og einkunn upp á 9,25 er slef. Stjórnmálamenn horfa alltaf í meðaltöl en það verður til þess að börn í erfiðri stöðu, börn á jaðrinum, þau sem þurfa aðstoð, gleymast og eru skilin eftir. Samþætting þjónustu í þágu farsældar (flestra) barna(en ekki allra) Nú er í gangi vinna um samþættingu þjónustu í þágu barna. Ég sendi Félagsmálaráðuneytinu fyrirspurn um hvort lögin næðu til allra barna. Svarið sem ég fékk var nei, lögin ná ekki til allra barna og ekki öll börn munu fá þjónustu við hæfi þó lögin verði samþykkt. Þetta er svar ráðuneytisins þrátt fyrir yfirlýsingar barnamálaráðherra um að „börn séu þungamiðja frumvarpsins“(2). Þarna fer barnamálaráðherra með rangt mál, viljandi eða óviljandi. Samþætting þjónustu setur lögheimili í þungamiðju en hafi barn tvö heimili, eftir skilnað foreldra, þá snýst þjónustan augljóslega ekki um barnið ef þungamiðjan er á lögheimilið og hitt foreldrið er skilið eftir réttindalaust. Vilja þingmenn í alvöru senda barn með miklar raskanir, greiningar og fötlun til foreldris sem fær enga aðild að máli barnsins, engan stuðning og sem fær engar upplýsingar hvernig það eigi að vinna með barninu? Þetta er vilji flest allra þeirra sem sitja á Alþingi í dag. Barnamálaráðherra bannar þjónustu við börn Barnamálaráðherra gaf út leiðbeiningar til sveitarfélaga um að ekki ætti að veita öðrum en lögheimilisforeldrum rétt til að sækja um og fá stuðningsfjölskyldu(3). Þetta er í algjörri andstöðu við að veita eigi börnum þjónustu miðað við þarfir þeirra. Enginn þingmaður hefur gert athugasemd við að þetta úrræði standi ekki öllum börnum og foreldrum til boða. Börn með fötlun gleymast Nýlega fékk Akureyrarbær viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag. Sú viðurkenning fékkst án þess að staða barna með fötlun væri skoðuð sérstaklega(4). Barnasáttmáli SÞ og samningur um réttindi fatlaðra Barnasáttmáli SÞ eru lög á Íslandi og kveða á um sjálfstæð réttindi barna. Þegar ég hef spurt þingmenn að því hvernig þetta hefur komið börnum í jaðarhópum til hjálpar þá er ekkert um svör. Þingmenn þakka sjálfum sér lögfestinguna en það er sorglegt að ekkert hefur verið um efndir. Setjið börn í fyrsta sætið Það er ekkert spennandi að lifa við áskoranir. Það er ekkert spennandi að gleymast. Það er ekki heldur spennandi að fá ekki að vera með í samfélaginu. Ég skora því á þingmenn, frambjóðendur og ekki síst ráðherra að marka skýra stefnu, hafa öll börn með í barnvænu Íslandi og skilja ekkert barn eftir. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun