Konur eiga rétt á því að vera vakandi yfir eigin heilsu Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 18. maí 2021 11:01 Velferðarnefnd Alþingis hefur haft til umfjöllunar flutning leghálssýna til Danmerkur. Ég óskaði eftir því í fyrstu að fá Persónuvernd fyrir nefndina. Einnig hafa fjölmargir sérfræðingar komið fyrir nefndina að minni beiðni sem telja heilsu kvenna beinlínis í hættu vegna þeirrar ákvörðunar að senda sýnin úr landi. Það verður æ skýrara að af þessari braut verður að snúa strax. Það að ákveða að fara í þennan leiðangur þegar ekkert var undirbúið eða til reiðu er til skammar og ekkert annað en óvirðing við konur og heilsu þeirra. Orð þeirra sérfræðinga sem komu fyrir Velferðarnefnd Alþingis gefa tilefni til þess að fara fram á með fullum þunga og með öllum tiltækum ráðum að fá sýnin heim. Að greining- og rannsóknir á leghálssýnum verði aftur framkvæmdar hér á landi. Líf og heilsa kvenna er í húfi, það verður aldrei nægjanlega oft sagt. Þessir sömu sérfræðingar hafa einnig bent á að ekkert samráð hafi verið við þá þegar ákvörðun um flutning sýnanna var tekin og margt bendir til þess að ákvörðunin hafi verið tekin áður en hugað væri að því hvort Landspítali gæti tekið það að sér já eða aðrir aðilar innanlands. Ég hef óskað eftir sem næsta skref innan Velferðarnefndar að fá Landlækni fyrir nefndina. Ég skrifaði fyrir nokkru síðan grein sem fjallaði meðal annars um mikilvægi Krabbameinsfélaga sem eru á landsvísu. Félög sem hafa góða og mikilvæga tengingu við nærsamfélagið á hverjum stað. Ég er á því að sú vinna sem enn fer fram hjá Krabbameinsfélögunum hringinn í kringum landið sé enn mikilvægur liður í því að gefa konum tækifæri til þess að vera vakandi yfir eigin heilsu. Þess vegna þarf að skoða það alvarlega hvort miðlæg stjórnun á vegum heilsugæslunnar eigi ekki að vera hjá Krabbameinsfélaginu eins og var. Stjórnvöld geta vel samið við félagið um inn- og endurköllunarkerfið eins og áður. Annar mikilvægur þáttur í þessu sambandi er að Krabbameinsfélögin á hverjum stað geta veitt áfram leiðsögn og mikilvægan stuðning. Núna vitum við að lítill vilji er hjá heilbrigðisráðherra að færa greiningu sýnanna aftur hingað til lands þar sem ráðherra hefur talið upp ýmsar hindranir sem þó ekki standast sé mark tekið á orðum sérfræðinga sem skrifað hafa greinar, ályktað og núna síðast, komið fyrir Velferðarnefnd. Vinna við skýrslu sem Alþingi óskaði eftir um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi hófst í raun á ætluðum skiladegi skýrslunnar sem gerir það að verkum að Alþingi mun varla ná að fjalla um skýrsluna þar sem senn líður að þinglokum. Forseti þingsins og fjármálaráðherra voru reyndar á því, í umræðu um málið um daginn, að æskilegra hefði verið að fá Ríkisendurskoðun til verksins. Það getur vel verið að það verði það sem gera þarf næst, ég hef líka velt því þeirri hugmynd fyrir mér hvort rétt sé að leita til umboðsmanns Alþingis. Því staðan er einfaldlega þannig að stjórnvöld hlusta ekki en ljóst er að það verður að snúa af þeirri leið sem nú er farin og virkar augljóslega ekki. Það er algerlega óboðlegt að ætla konum að bíða í fullkominni óvissu. Líf og heilsa kvenna er meira virði en svo að ekki sé hægt að skipta um skoðun. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Skimun fyrir krabbameini Miðflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Velferðarnefnd Alþingis hefur haft til umfjöllunar flutning leghálssýna til Danmerkur. Ég óskaði eftir því í fyrstu að fá Persónuvernd fyrir nefndina. Einnig hafa fjölmargir sérfræðingar komið fyrir nefndina að minni beiðni sem telja heilsu kvenna beinlínis í hættu vegna þeirrar ákvörðunar að senda sýnin úr landi. Það verður æ skýrara að af þessari braut verður að snúa strax. Það að ákveða að fara í þennan leiðangur þegar ekkert var undirbúið eða til reiðu er til skammar og ekkert annað en óvirðing við konur og heilsu þeirra. Orð þeirra sérfræðinga sem komu fyrir Velferðarnefnd Alþingis gefa tilefni til þess að fara fram á með fullum þunga og með öllum tiltækum ráðum að fá sýnin heim. Að greining- og rannsóknir á leghálssýnum verði aftur framkvæmdar hér á landi. Líf og heilsa kvenna er í húfi, það verður aldrei nægjanlega oft sagt. Þessir sömu sérfræðingar hafa einnig bent á að ekkert samráð hafi verið við þá þegar ákvörðun um flutning sýnanna var tekin og margt bendir til þess að ákvörðunin hafi verið tekin áður en hugað væri að því hvort Landspítali gæti tekið það að sér já eða aðrir aðilar innanlands. Ég hef óskað eftir sem næsta skref innan Velferðarnefndar að fá Landlækni fyrir nefndina. Ég skrifaði fyrir nokkru síðan grein sem fjallaði meðal annars um mikilvægi Krabbameinsfélaga sem eru á landsvísu. Félög sem hafa góða og mikilvæga tengingu við nærsamfélagið á hverjum stað. Ég er á því að sú vinna sem enn fer fram hjá Krabbameinsfélögunum hringinn í kringum landið sé enn mikilvægur liður í því að gefa konum tækifæri til þess að vera vakandi yfir eigin heilsu. Þess vegna þarf að skoða það alvarlega hvort miðlæg stjórnun á vegum heilsugæslunnar eigi ekki að vera hjá Krabbameinsfélaginu eins og var. Stjórnvöld geta vel samið við félagið um inn- og endurköllunarkerfið eins og áður. Annar mikilvægur þáttur í þessu sambandi er að Krabbameinsfélögin á hverjum stað geta veitt áfram leiðsögn og mikilvægan stuðning. Núna vitum við að lítill vilji er hjá heilbrigðisráðherra að færa greiningu sýnanna aftur hingað til lands þar sem ráðherra hefur talið upp ýmsar hindranir sem þó ekki standast sé mark tekið á orðum sérfræðinga sem skrifað hafa greinar, ályktað og núna síðast, komið fyrir Velferðarnefnd. Vinna við skýrslu sem Alþingi óskaði eftir um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi hófst í raun á ætluðum skiladegi skýrslunnar sem gerir það að verkum að Alþingi mun varla ná að fjalla um skýrsluna þar sem senn líður að þinglokum. Forseti þingsins og fjármálaráðherra voru reyndar á því, í umræðu um málið um daginn, að æskilegra hefði verið að fá Ríkisendurskoðun til verksins. Það getur vel verið að það verði það sem gera þarf næst, ég hef líka velt því þeirri hugmynd fyrir mér hvort rétt sé að leita til umboðsmanns Alþingis. Því staðan er einfaldlega þannig að stjórnvöld hlusta ekki en ljóst er að það verður að snúa af þeirri leið sem nú er farin og virkar augljóslega ekki. Það er algerlega óboðlegt að ætla konum að bíða í fullkominni óvissu. Líf og heilsa kvenna er meira virði en svo að ekki sé hægt að skipta um skoðun. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar