Tölum um gæði Sigríður Maack, Jóhanna Høeg Sigurðardóttir og Helga Guðrún Vilmundardóttir skrifa 18. maí 2021 10:31 Nú er hann kominn, boðberi nýsköpunar og frjórrar hugsunar. HönnunarMars er farinn af stað þrettánda árið í röð. Hann er nokkurs konar uppskeruhátíð hinna skapandi greina. Að því tilefni vill stjórn Arkitektafélags Íslands stuðla að aukinni umræðu um gæði í arkitektúr. Í kreppu er nauðsynlegt að beita útsjónarsemi og hugviti, og hlúa að heilsu einstaklingsins. Sjá má merki frjórrar hugsunar og samtakamáttar fyrri kynslóða allstaðar, hvort sem horft er til gamalla hafnarmannvirkja, vegagerðar, kirkjubygginga, spítala eða Verkamannabústaðanna við Hringbraut og Breiðholtsins. Allt eru þetta fjárfestingar fyrri tíma, þar sem vandað hefur verið til verka. Þessar byggingar standa ennþá fyrir sínu og munu nýtast um ókomin ár. Allir lifa og hrærast í manngerðu umhverfi. Það eru ekki einungis byggingar og innirými þeirra heldur einnig græn svæði, rými á milli húsa, göngustígar og vegir. Arkitektúr og skipulag eru ein órjúfanleg heild sem mótar ramma fyrir líf mannskepnunar. Það getur verið erfitt að átta sig á hinu stóra hlutverki arkitektúrs í daglegu lífi. En áhrifin má glöggt sjá í því hvar fólk velur sér búsetu, og í hvernig húsnæði. Gæði í arkitektúr varða alla á einn eða annan hátt. Rómverski arkitektinn Vitruvius var uppi fyrir tvö þúsund árum. Hann skilgreindi góðan arkitektúr þannig, að hann stæði saman úr þremur þáttum. Sá fyrsti, firmitas, er hið haldbæra, traustbyggða og endingargóða. Annar þátturinn, er utilitas eða hið nothæfa. Sá þriðji, venustas, er hið fagra sem vekur unun og göfgar andann. Þessi skilgreining er enn góð og gild, jafnvel þótt nútíminn sé flókinn og margþættur. Það er vandasamt að skilgreina nákvæmlega hvað gæði í arkitektúr fela í sér, en það er grundvallaratriði að reyna að færa það í orð til þess hægt sé að raungera þau. Fyrsti þáttur Vitruviusar, haldbærnin, snýst í raun um hagkvæmni. Kostnaður vegur oft þyngst í fýsileika framkvæmdar. Stærsta fjárfesting hvers samfélags er í manngerðu umhverfi og því er brýnt að vanda til verka. Vel hannað mannvirki skilar sér í góðri fjárfestingu. Illa hannað mannvirki er mögulega jafn dýrt og það sem er vel hannað, en á sama tíma mun verri fjárfesting. Gæði eru hagkvæm. Ef við krefjumst ekki gæða í manngerðu umhverfi þá er verðmætum kastað á glæ. Vitruvius nefndi einnig notagildið. Arkitektúr getur varla talist góður ef aðeins hluti fólks getur notið hans - það er hæpin fjárfesting til framtíðar, ef heimili er þannig að ekki er hægt að breyta eða bæta ef upp koma veikindi eða þegar fólki eldist. Einnig getur of smátt húsnæði leitt af sér verri nýtingu. Þriðji þátturinn í skilgreiningu Vitruviusar er fegurðin. Það hefur hent marga að vilja spara þennan þátt. Mannleg heilsa er hvort tveggja líkamleg og andleg. Við vitum að góð híbýli, dagsbirta og græn svæði eru heilsu okkar nauðsynleg, bæði á líkama og sál. Við þurfum fegurð, fjölbreytni og nýsköpun í manngerðu umhverfi til að lyfta hjörtum okkar og takast á við daglegar áskoranir. Nú þegar brýn þörf er á að byggja íbúðarhúsnæði til framtíðar viljum við arkitektar hvetja til þess að við landsmenn þorum að krefjast gæða. Látum ekki segja okkur að gæði séu of dýr, lúxus eða eingöngu fyrir hina velmegandi. Gæði í arkitektúr eru sjálfsögð fyrir alla. Höfundar skipa stjórn Arkitektafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú er hann kominn, boðberi nýsköpunar og frjórrar hugsunar. HönnunarMars er farinn af stað þrettánda árið í röð. Hann er nokkurs konar uppskeruhátíð hinna skapandi greina. Að því tilefni vill stjórn Arkitektafélags Íslands stuðla að aukinni umræðu um gæði í arkitektúr. Í kreppu er nauðsynlegt að beita útsjónarsemi og hugviti, og hlúa að heilsu einstaklingsins. Sjá má merki frjórrar hugsunar og samtakamáttar fyrri kynslóða allstaðar, hvort sem horft er til gamalla hafnarmannvirkja, vegagerðar, kirkjubygginga, spítala eða Verkamannabústaðanna við Hringbraut og Breiðholtsins. Allt eru þetta fjárfestingar fyrri tíma, þar sem vandað hefur verið til verka. Þessar byggingar standa ennþá fyrir sínu og munu nýtast um ókomin ár. Allir lifa og hrærast í manngerðu umhverfi. Það eru ekki einungis byggingar og innirými þeirra heldur einnig græn svæði, rými á milli húsa, göngustígar og vegir. Arkitektúr og skipulag eru ein órjúfanleg heild sem mótar ramma fyrir líf mannskepnunar. Það getur verið erfitt að átta sig á hinu stóra hlutverki arkitektúrs í daglegu lífi. En áhrifin má glöggt sjá í því hvar fólk velur sér búsetu, og í hvernig húsnæði. Gæði í arkitektúr varða alla á einn eða annan hátt. Rómverski arkitektinn Vitruvius var uppi fyrir tvö þúsund árum. Hann skilgreindi góðan arkitektúr þannig, að hann stæði saman úr þremur þáttum. Sá fyrsti, firmitas, er hið haldbæra, traustbyggða og endingargóða. Annar þátturinn, er utilitas eða hið nothæfa. Sá þriðji, venustas, er hið fagra sem vekur unun og göfgar andann. Þessi skilgreining er enn góð og gild, jafnvel þótt nútíminn sé flókinn og margþættur. Það er vandasamt að skilgreina nákvæmlega hvað gæði í arkitektúr fela í sér, en það er grundvallaratriði að reyna að færa það í orð til þess hægt sé að raungera þau. Fyrsti þáttur Vitruviusar, haldbærnin, snýst í raun um hagkvæmni. Kostnaður vegur oft þyngst í fýsileika framkvæmdar. Stærsta fjárfesting hvers samfélags er í manngerðu umhverfi og því er brýnt að vanda til verka. Vel hannað mannvirki skilar sér í góðri fjárfestingu. Illa hannað mannvirki er mögulega jafn dýrt og það sem er vel hannað, en á sama tíma mun verri fjárfesting. Gæði eru hagkvæm. Ef við krefjumst ekki gæða í manngerðu umhverfi þá er verðmætum kastað á glæ. Vitruvius nefndi einnig notagildið. Arkitektúr getur varla talist góður ef aðeins hluti fólks getur notið hans - það er hæpin fjárfesting til framtíðar, ef heimili er þannig að ekki er hægt að breyta eða bæta ef upp koma veikindi eða þegar fólki eldist. Einnig getur of smátt húsnæði leitt af sér verri nýtingu. Þriðji þátturinn í skilgreiningu Vitruviusar er fegurðin. Það hefur hent marga að vilja spara þennan þátt. Mannleg heilsa er hvort tveggja líkamleg og andleg. Við vitum að góð híbýli, dagsbirta og græn svæði eru heilsu okkar nauðsynleg, bæði á líkama og sál. Við þurfum fegurð, fjölbreytni og nýsköpun í manngerðu umhverfi til að lyfta hjörtum okkar og takast á við daglegar áskoranir. Nú þegar brýn þörf er á að byggja íbúðarhúsnæði til framtíðar viljum við arkitektar hvetja til þess að við landsmenn þorum að krefjast gæða. Látum ekki segja okkur að gæði séu of dýr, lúxus eða eingöngu fyrir hina velmegandi. Gæði í arkitektúr eru sjálfsögð fyrir alla. Höfundar skipa stjórn Arkitektafélags Íslands.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun