Handbolti

Heiðursmyndband eftir tólfta deildarmeistaratitilinn á öldinni

Sindri Sverrisson skrifar
Haukar fögnuðu vel eftir að hafa orðið deildarmeistarar um helgina.
Haukar fögnuðu vel eftir að hafa orðið deildarmeistarar um helgina. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

„Haukar verða alltaf bestir,“ eins og segir í laginu, hefur átt vel við ansi margar leiktíðir á 21. öldinni, í handbolta karla. Enn ein verðlaunin bættust í safnið þegar Haukar urðu deildarmeistarar um helgina.

Haukar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með stórsigri á liðinu í 2. sæti Olís-deildarinnar, FH. Í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport var birt sérstakt meistaramyndband til heiðurs Haukum sem sjá má hér að neðan.

Klippa: Seinni bylgjan - Deildarmeistaramyndband Hauka

Enn eru tvær umferðir eftir af deildinni en Haukar eru með níu stiga forskot á FH, sem reyndar á leik til góða. Yfirburðir Hauka hafa því verið umtalsverðir í vetur og ekki öfundsvert hlutskipti fyrir það lið sem þarf að mæta þeim í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í sumar.

Haukar hafa nú unnið tólf deildarmeistaratitla frá aldamótum, og hafa skal í huga að deildarmeistarar voru ekki krýndir á árunum 2006-2008. Frá og með árinu 2000 hafa þeir tíu sinnum orðið Íslandsmeistarar en reyndar eru fimm ár liðin frá þeim síðasta og í millitíðinni hafa Valur, ÍBV og Selfoss landað titlinum.


Tengdar fréttir

Björgvin Páll: Sauð upp úr fjórum, fimm sinnum í vikunni

Björgvin Páll Gústavsson var á meðal bestu manna vallarins er lið hans, Haukar, vann öruggan 34-26 sigur á nágrönnum sínum í FH að Ásvöllum í kvöld. Haukar tryggðu jafnframt deildarmeistaratitilinn með sigrinum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.