Sönnun í kynferðisbrotamálum Einar Gautur Steingrímsson skrifar 15. maí 2021 11:00 Miklar umræður eru um þetta málefni. Sjálfur hef ég komið að tugum slíkra mála oftast fyrir brotaþola en í einhverjum tilvikum sem verjandi. Málin hafa verið á öllum dómstigum, sennilega oftast í Hæstarétti. Efnið er víðfeðmt og ætla ég að vera með nokkrar færslur um þetta með stuttu millibili. Til einföldunar mun ég fyrst og fremst fjalla um nauðgunarbrot því efni þetta er nógu yfirgripsmikið samt. Stærsta spurningin sem menn spyrja er; af hverju ekki bara trúa konu sem kveður mann hafa nauðgað sér? Þessi spurning er skiljanleg ef horft er til þess sem nú verður vikið að. Segum að tekið sé slembiúrtak úr þjóðskrá meðal fullorðinna kvenna og reynt að átta sig á hve margar hefðu það í sér að bera rangar sakir á menn eða væru líklegar til að upplifa atvik sem nauðgun sem þó væri það ekki. Síðan reyndu menn að átta sig á hversu líklegt sé að hinar sömu konur sæju ástæðu til að fara fram með slíkar sakargiftir. Að lokum geta menn velt fyrir sér hversu margar slíkar myndu gera slíkt í raun. Afar fáar konur stæðu þá eftir. Svo fáar að mönnum gæti þótt eðlilegt að telja ásakanirnar konu um nauðgun næga sönnun, eina og sér. Gegn þessu má auðvitað færa þau rök að réttarríki geti ekki þolað að menn taki áhættuna af því að saklaus maður verði dæmdur. Einnig þau rök að við svona sönnunarmat geti orðið til önnur brotastarfsemi sem fælist í að bera á menn rangar sakir. Þetta ætla ég ekki að fjalla um að sinni heldur hvort sú tölfræðilega nálgun sem ég lýsti fái staðist. Svo er nefnilega ekki. Í máli OJ Simpson tókst verjendum að gabba kviðdóminn með rangri notkun tölfræði. Hún fólst í því að DNA rannsókn sýndi verulegar líkur á að erfðaefni sem fannst í tengslum við morð væri frá Simpson. Verjendur tóku líkindin og báru saman við íbúafjölda á LA svæðinu og reiknuðu út frá því hve margir aðrir kæmu til greina. Þetta stóðst auðvitað ekki því íbúar LA voru ekki allir á brotastað þegar morðið átti sér stað. Að sama skapi er sú tölfræði sem ég rakti áðan röng. Vandinn er þessi; Af heildarfjölda landsmanna er einhver hópur til sem gæti borið á menn rangar sakir, um kynferðisbrot, af einhverjum ástæðum. Af alltof mörgum slíkum málum, sem komið hafa á mitt borð, voru ástæðurnar margvíslegar og af ólíku tagi. Kem ég betur af því síðar. Af þeim fjölda, sem gætu borið fram rangar sakir um kynferðisbrot, skila sér alltaf einhverjar slíkar á hverju ári. Reynslan sýnir þetta og sannar. Á sama tíma veigra konur, sem raunverulega verða fyrir kynferðisbroti, sér gjarnan við að fara með mál alla leið. Skiljanlega því sönnun getur verið örðug og gerandameðvirkni er landlæg. Ekki síst í nærumhverfi kvennanna. Af þessu leiðir hins vegar að hlutfallið milli kæra sem eru á rökum reistar og rangra sakargifta verður alltof hátt til að hægt sé að nota það sem sönnunargagn að trúa bara konunni. Fleira þarf að koma til. Vík ég að því í næsta pistli. Höfundur er hæstaréttarlögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi MeToo Einar Gautur Steingrímsson Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Hver vill verða öryrki? Grétar Pétur Geirsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Miklar umræður eru um þetta málefni. Sjálfur hef ég komið að tugum slíkra mála oftast fyrir brotaþola en í einhverjum tilvikum sem verjandi. Málin hafa verið á öllum dómstigum, sennilega oftast í Hæstarétti. Efnið er víðfeðmt og ætla ég að vera með nokkrar færslur um þetta með stuttu millibili. Til einföldunar mun ég fyrst og fremst fjalla um nauðgunarbrot því efni þetta er nógu yfirgripsmikið samt. Stærsta spurningin sem menn spyrja er; af hverju ekki bara trúa konu sem kveður mann hafa nauðgað sér? Þessi spurning er skiljanleg ef horft er til þess sem nú verður vikið að. Segum að tekið sé slembiúrtak úr þjóðskrá meðal fullorðinna kvenna og reynt að átta sig á hve margar hefðu það í sér að bera rangar sakir á menn eða væru líklegar til að upplifa atvik sem nauðgun sem þó væri það ekki. Síðan reyndu menn að átta sig á hversu líklegt sé að hinar sömu konur sæju ástæðu til að fara fram með slíkar sakargiftir. Að lokum geta menn velt fyrir sér hversu margar slíkar myndu gera slíkt í raun. Afar fáar konur stæðu þá eftir. Svo fáar að mönnum gæti þótt eðlilegt að telja ásakanirnar konu um nauðgun næga sönnun, eina og sér. Gegn þessu má auðvitað færa þau rök að réttarríki geti ekki þolað að menn taki áhættuna af því að saklaus maður verði dæmdur. Einnig þau rök að við svona sönnunarmat geti orðið til önnur brotastarfsemi sem fælist í að bera á menn rangar sakir. Þetta ætla ég ekki að fjalla um að sinni heldur hvort sú tölfræðilega nálgun sem ég lýsti fái staðist. Svo er nefnilega ekki. Í máli OJ Simpson tókst verjendum að gabba kviðdóminn með rangri notkun tölfræði. Hún fólst í því að DNA rannsókn sýndi verulegar líkur á að erfðaefni sem fannst í tengslum við morð væri frá Simpson. Verjendur tóku líkindin og báru saman við íbúafjölda á LA svæðinu og reiknuðu út frá því hve margir aðrir kæmu til greina. Þetta stóðst auðvitað ekki því íbúar LA voru ekki allir á brotastað þegar morðið átti sér stað. Að sama skapi er sú tölfræði sem ég rakti áðan röng. Vandinn er þessi; Af heildarfjölda landsmanna er einhver hópur til sem gæti borið á menn rangar sakir, um kynferðisbrot, af einhverjum ástæðum. Af alltof mörgum slíkum málum, sem komið hafa á mitt borð, voru ástæðurnar margvíslegar og af ólíku tagi. Kem ég betur af því síðar. Af þeim fjölda, sem gætu borið fram rangar sakir um kynferðisbrot, skila sér alltaf einhverjar slíkar á hverju ári. Reynslan sýnir þetta og sannar. Á sama tíma veigra konur, sem raunverulega verða fyrir kynferðisbroti, sér gjarnan við að fara með mál alla leið. Skiljanlega því sönnun getur verið örðug og gerandameðvirkni er landlæg. Ekki síst í nærumhverfi kvennanna. Af þessu leiðir hins vegar að hlutfallið milli kæra sem eru á rökum reistar og rangra sakargifta verður alltof hátt til að hægt sé að nota það sem sönnunargagn að trúa bara konunni. Fleira þarf að koma til. Vík ég að því í næsta pistli. Höfundur er hæstaréttarlögmaður
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar