Dominykas Milka: Ég held að það hjálpi deildinni að það eru alltaf fleiri útlendingar að bætast við Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. maí 2021 09:02 Dominykas Milka hefur verið einn besti leikmaður deildarmeistaranna í vetur. Keflavík og Tindastóll mætast í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Dominykas Milka hefur verið einn besti leikmaður Keflvíkinga í vetur og hann fékk heimsókn í vinnuna þar sem hann sér um kostnaðarstýringu á Marriott hótelinu í Keflavík. „Ég er fjármálafræðingur og ég sé um kostnaðarstýringu á hótelinu,“ sagði Milka þegar Gaupi kíkti á hann. „Eitt það fyrsta sem ég gerði hérna var kostnaðarstýring fyrir nýjan matseðil sem við byrjum með næsta föstudag.“ „Ég fæ að vinna við það sem ég lærði, þetta er í rauninni kostnaðarbókhald. Þetta er áskorun, en þetta er eitthvað sem ég vil verða betri í og læra betur. Fólkið hér á Marriott hefur tekið mjög vel á móti mér og er tilbúið að hjálpa mér ein mikið og það getur.“ Milka segir að vinnan sé ekki að þvælast fyrir körfuboltanum og hann geti fengið að losna fyrr ef það er leikur seinna um kvöldið. „Ég vinn alla daga frá átta til fjögur, en suma daga hætti ég aðeins fyrr ef það er leikur um kvöldið. Við spiluðum til dæmis leik á móti ÍR um daginn sem var klukkan 18:15 í Reykjavík og þá þurfti ég að fara fyrr. Fólkið hérna á hótelinu styður mig algjörlega í þessu og þau vilja auðvitað sjá mig og liðið í heild standa sig vel.“ Klippa: Dominykas Milka Keflvíkingar tryggðu sér á dögunum deildarmeistaratitilinn og ætla sér stóra hluti í úrslitakeppninni. Milka segir þó að þeir einblíni bara á einn leik í einu. „Við hugsum bara um 40 mínútur í einu, bara einn leik í einu. Við vitum að þetta verður erfitt, en ef við förum að pæla of mikið í úrslitunum eða hverjum við gætum mætt þá getur farið illa. Við verðum að bera virðingu fyrir öllum liðunum og gera okkar besta í öllum leikjum.“ Milka segir að þeirra helstu andstæðingar í úrslitakeppninni séu þeir sjálfir. „Þeir leikir sem við töpum verður ekki af því að andstæðingurinn er að gera eitthvað ótrúlega vel, heldur af því að við erum að gera eitthvað illa og ekki að spila okkar leik.“ „Við berum virðingu fyrir öllum liðunum í keppninni og vitum að öll liðin geta unnið okkur. Svo lengi sem við spilum okkar leik og náum góði flæði á boltann þá trúi ég því að við getum unnið.“ Eins og áður segir eru Keflvíkingar deildarmeistarar, og Milka telur liðsheildina vega þyngst í velgengni liðsins. „Ég held að það sé liðsheildin. Okkur líkar vel við hvern annan, þetta er annað árið okkar saman og þjálfararnir hafa staðið sig vel í að undirbúa okkur undir leikina.“ Milka segir einnig að Domino's deildin verði sterkari með hverju árinu. „Það er mun meiri samkeppni í ár en í fyrra og deildin er jafnari. Alveg fram á seinustu umferð voru þrjú eða fjögur lið sem áttu möguleika á úrslitakeppni og þrjú eða fjögur lið sem gátu fallið. Ég held að það hjálpi deildinni að það eru alltaf fleiri útlendingar að bætast við, og fleiri Litháar. Það eru núna fjórir eða fimm Litháar í deildinni,“ sagði Milka léttur. „Hér áður fyrr voru takmörk og það mátti bara hafa einn útlending í hverju liði. Það var kannski gott fyrir einhverja innlenda leikmenn, en ég held að það hafi ekki verið gott fyrir deildina í heild. Ég held að erlendu leikmennirnir færi gæðin í deildinni upp á næsta plan, sem skilar sér svo líka í betri innlendum leikmönnum.“ Keflavík ÍF Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
„Ég er fjármálafræðingur og ég sé um kostnaðarstýringu á hótelinu,“ sagði Milka þegar Gaupi kíkti á hann. „Eitt það fyrsta sem ég gerði hérna var kostnaðarstýring fyrir nýjan matseðil sem við byrjum með næsta föstudag.“ „Ég fæ að vinna við það sem ég lærði, þetta er í rauninni kostnaðarbókhald. Þetta er áskorun, en þetta er eitthvað sem ég vil verða betri í og læra betur. Fólkið hér á Marriott hefur tekið mjög vel á móti mér og er tilbúið að hjálpa mér ein mikið og það getur.“ Milka segir að vinnan sé ekki að þvælast fyrir körfuboltanum og hann geti fengið að losna fyrr ef það er leikur seinna um kvöldið. „Ég vinn alla daga frá átta til fjögur, en suma daga hætti ég aðeins fyrr ef það er leikur um kvöldið. Við spiluðum til dæmis leik á móti ÍR um daginn sem var klukkan 18:15 í Reykjavík og þá þurfti ég að fara fyrr. Fólkið hérna á hótelinu styður mig algjörlega í þessu og þau vilja auðvitað sjá mig og liðið í heild standa sig vel.“ Klippa: Dominykas Milka Keflvíkingar tryggðu sér á dögunum deildarmeistaratitilinn og ætla sér stóra hluti í úrslitakeppninni. Milka segir þó að þeir einblíni bara á einn leik í einu. „Við hugsum bara um 40 mínútur í einu, bara einn leik í einu. Við vitum að þetta verður erfitt, en ef við förum að pæla of mikið í úrslitunum eða hverjum við gætum mætt þá getur farið illa. Við verðum að bera virðingu fyrir öllum liðunum og gera okkar besta í öllum leikjum.“ Milka segir að þeirra helstu andstæðingar í úrslitakeppninni séu þeir sjálfir. „Þeir leikir sem við töpum verður ekki af því að andstæðingurinn er að gera eitthvað ótrúlega vel, heldur af því að við erum að gera eitthvað illa og ekki að spila okkar leik.“ „Við berum virðingu fyrir öllum liðunum í keppninni og vitum að öll liðin geta unnið okkur. Svo lengi sem við spilum okkar leik og náum góði flæði á boltann þá trúi ég því að við getum unnið.“ Eins og áður segir eru Keflvíkingar deildarmeistarar, og Milka telur liðsheildina vega þyngst í velgengni liðsins. „Ég held að það sé liðsheildin. Okkur líkar vel við hvern annan, þetta er annað árið okkar saman og þjálfararnir hafa staðið sig vel í að undirbúa okkur undir leikina.“ Milka segir einnig að Domino's deildin verði sterkari með hverju árinu. „Það er mun meiri samkeppni í ár en í fyrra og deildin er jafnari. Alveg fram á seinustu umferð voru þrjú eða fjögur lið sem áttu möguleika á úrslitakeppni og þrjú eða fjögur lið sem gátu fallið. Ég held að það hjálpi deildinni að það eru alltaf fleiri útlendingar að bætast við, og fleiri Litháar. Það eru núna fjórir eða fimm Litháar í deildinni,“ sagði Milka léttur. „Hér áður fyrr voru takmörk og það mátti bara hafa einn útlending í hverju liði. Það var kannski gott fyrir einhverja innlenda leikmenn, en ég held að það hafi ekki verið gott fyrir deildina í heild. Ég held að erlendu leikmennirnir færi gæðin í deildinni upp á næsta plan, sem skilar sér svo líka í betri innlendum leikmönnum.“
Keflavík ÍF Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira