Erfið ákvörðun að hætta hjá Icelandair Eiður Þór Árnason skrifar 14. maí 2021 19:01 Eva Sóley Guðbjörnsdóttir mun starfa áfram hjá félaginu næstu vikur meðan á yfirfærslunni stendur. kvika Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra fjármála hjá Icelandair Group, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Eva Sóley hóf störf í byrjun árs 2019 og hefur að sögn félagsins verið í lykilhlutverki við að koma því í gegnum fordæmalausar rekstraraðstæður. Þar má nefna yfirgripsmikla fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair á síðasta ári sem lauk með hlutafjárútboði en einnig hefur hún leitt fjármálasvið félagsins í gegnum mikið umbreytingarferli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Ívar tekur við Ívar Sigurður Kristinsson hefur tímabundið verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair Group og tekur nú þegar sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Ívar hefur á undanförnum árum starfað hjá Icelandair, meðal annars sem framkvæmdastjóri flotamála og leiðakerfis félagsins og þar áður sem stjórnandi á fjármálasviði. Hann var forstöðumaður hjá Promens á árunum 2006 til 2008 eftir að hafa starfað sem verkefnastjóri í upplýsingatækni og rekstrarstýringu hjá Icelandair frá árinu 2000, að því er fram kemur í tilkynningu. Ívar er með M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og MBA-gráðu með áherslu á fjármál frá University of North Carolina, Chapel Hill. Eva Sóley mun starfa áfram hjá félaginu næstu vikur meðan á yfirfærslunni stendur. Erfið persónuleg ákvörðun Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að framlag Evu Sóleyjar hafi verið ómetanlegt í þeirri vegferð að koma félaginu í gegnum gríðarlega erfiðar aðstæður. „Um leið og við kveðjum Evu Sóleyju með söknuði, þá skiljum við þessa persónulegu ákvörðun hennar. Þá býð ég Ívar velkominn í nýtt hlutverk. Hann þekkir félagið mjög vel og hefur yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á flugrekstri en hann hefur meðal annars verið í lykilhlutverki í fjármögnun og mótun flotastefnu félagsins á undanförnum árum,“ er haft eftir Boga í tilkynningu. Eva Sóley segir að um hafi verið að ræða erfiða ákvörðun. „Ég er ákaflega stolt af því að hafa fengið tækifæri til að vinna fyrir þetta einstaka félag með framúrskarandi stjórnendateymi og starfsfólki á þessum fordæmalausum tímum sem félagið hefur gengið í gegnum á meðan ég hef gegnt hlutverki framkvæmdastjóra fjármálasviðs. Ég hef ákveðið að skipta um takt á þessum tímapunkti og hef því tekið þá erfiðu ákvörðun að segja skilið við félagið. Ég óska samstarfsfólki mínu og félaginu alls hins besta og hlakka til að fylgjast með félaginu áfram sem stoltur hluthafi,“ segir hún í tilkynningu. Vistaskipti Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þóra fer frá Icelandair yfir til Play Þóra Eggertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play. Mun hún bera ábyrgð á að byggja upp fjármálasvið flugfélagsins sem og að leiða skráningu Play á Nasdaq First North Iceland markaðinn. 10. maí 2021 17:32 Erla Ósk færir sig um set í hótelbransanum Erla Ósk Ásgeirsdóttir hefur látið af störfum sem forstöðumaður mannauðs og menningar hjá Icelandair hótelum eftir rúmlega sex ára starf. Hún tekur við sem forstöðumaður mannauðsmála hjá The Reykjavík Edition, hóteli við hliðina á Hörpu. 5. maí 2021 14:48 Tap Icelandair tæpir fjórir milljarðar á fyrsta ársfjórðungi Heildartekjur Icelandair drógust saman um 73 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og námu 7,3 milljörðum króna. Lækkun tekna er helst rakin til heimsfaraldurs covid-19 sem hélt áfram að hafa gríðarleg áhrif á starfsemi félagsins en sætaframboð dróst saman um 92 prósent á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Vegna áframhaldandi óvissu í ljósi heimsfaraldursins mun félagið ekki gefa út afkomuspá fyrir árið 2021. 29. apríl 2021 19:44 Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Þar má nefna yfirgripsmikla fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair á síðasta ári sem lauk með hlutafjárútboði en einnig hefur hún leitt fjármálasvið félagsins í gegnum mikið umbreytingarferli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Ívar tekur við Ívar Sigurður Kristinsson hefur tímabundið verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair Group og tekur nú þegar sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Ívar hefur á undanförnum árum starfað hjá Icelandair, meðal annars sem framkvæmdastjóri flotamála og leiðakerfis félagsins og þar áður sem stjórnandi á fjármálasviði. Hann var forstöðumaður hjá Promens á árunum 2006 til 2008 eftir að hafa starfað sem verkefnastjóri í upplýsingatækni og rekstrarstýringu hjá Icelandair frá árinu 2000, að því er fram kemur í tilkynningu. Ívar er með M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og MBA-gráðu með áherslu á fjármál frá University of North Carolina, Chapel Hill. Eva Sóley mun starfa áfram hjá félaginu næstu vikur meðan á yfirfærslunni stendur. Erfið persónuleg ákvörðun Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að framlag Evu Sóleyjar hafi verið ómetanlegt í þeirri vegferð að koma félaginu í gegnum gríðarlega erfiðar aðstæður. „Um leið og við kveðjum Evu Sóleyju með söknuði, þá skiljum við þessa persónulegu ákvörðun hennar. Þá býð ég Ívar velkominn í nýtt hlutverk. Hann þekkir félagið mjög vel og hefur yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á flugrekstri en hann hefur meðal annars verið í lykilhlutverki í fjármögnun og mótun flotastefnu félagsins á undanförnum árum,“ er haft eftir Boga í tilkynningu. Eva Sóley segir að um hafi verið að ræða erfiða ákvörðun. „Ég er ákaflega stolt af því að hafa fengið tækifæri til að vinna fyrir þetta einstaka félag með framúrskarandi stjórnendateymi og starfsfólki á þessum fordæmalausum tímum sem félagið hefur gengið í gegnum á meðan ég hef gegnt hlutverki framkvæmdastjóra fjármálasviðs. Ég hef ákveðið að skipta um takt á þessum tímapunkti og hef því tekið þá erfiðu ákvörðun að segja skilið við félagið. Ég óska samstarfsfólki mínu og félaginu alls hins besta og hlakka til að fylgjast með félaginu áfram sem stoltur hluthafi,“ segir hún í tilkynningu.
Vistaskipti Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þóra fer frá Icelandair yfir til Play Þóra Eggertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play. Mun hún bera ábyrgð á að byggja upp fjármálasvið flugfélagsins sem og að leiða skráningu Play á Nasdaq First North Iceland markaðinn. 10. maí 2021 17:32 Erla Ósk færir sig um set í hótelbransanum Erla Ósk Ásgeirsdóttir hefur látið af störfum sem forstöðumaður mannauðs og menningar hjá Icelandair hótelum eftir rúmlega sex ára starf. Hún tekur við sem forstöðumaður mannauðsmála hjá The Reykjavík Edition, hóteli við hliðina á Hörpu. 5. maí 2021 14:48 Tap Icelandair tæpir fjórir milljarðar á fyrsta ársfjórðungi Heildartekjur Icelandair drógust saman um 73 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og námu 7,3 milljörðum króna. Lækkun tekna er helst rakin til heimsfaraldurs covid-19 sem hélt áfram að hafa gríðarleg áhrif á starfsemi félagsins en sætaframboð dróst saman um 92 prósent á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Vegna áframhaldandi óvissu í ljósi heimsfaraldursins mun félagið ekki gefa út afkomuspá fyrir árið 2021. 29. apríl 2021 19:44 Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Þóra fer frá Icelandair yfir til Play Þóra Eggertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play. Mun hún bera ábyrgð á að byggja upp fjármálasvið flugfélagsins sem og að leiða skráningu Play á Nasdaq First North Iceland markaðinn. 10. maí 2021 17:32
Erla Ósk færir sig um set í hótelbransanum Erla Ósk Ásgeirsdóttir hefur látið af störfum sem forstöðumaður mannauðs og menningar hjá Icelandair hótelum eftir rúmlega sex ára starf. Hún tekur við sem forstöðumaður mannauðsmála hjá The Reykjavík Edition, hóteli við hliðina á Hörpu. 5. maí 2021 14:48
Tap Icelandair tæpir fjórir milljarðar á fyrsta ársfjórðungi Heildartekjur Icelandair drógust saman um 73 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og námu 7,3 milljörðum króna. Lækkun tekna er helst rakin til heimsfaraldurs covid-19 sem hélt áfram að hafa gríðarleg áhrif á starfsemi félagsins en sætaframboð dróst saman um 92 prósent á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Vegna áframhaldandi óvissu í ljósi heimsfaraldursins mun félagið ekki gefa út afkomuspá fyrir árið 2021. 29. apríl 2021 19:44