Viðskipti innlent

Erla Ósk færir sig um set í hótelbransanum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Erla Ósk Ásgeirsdóttir segir óðum styttast í opnum hótelsins.
Erla Ósk Ásgeirsdóttir segir óðum styttast í opnum hótelsins. Baldur Kristjáns

Erla Ósk Ásgeirsdóttir hefur látið af störfum sem forstöðumaður mannauðs og menningar hjá Icelandair hótelum eftir rúmlega sex ára starf. Hún tekur við sem forstöðumaður mannauðsmála hjá The Reykjavík Edition, hóteli við hliðina á Hörpu.

Erla Ósk, sem er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, greinir frá tímamótunum í færslu á Facebook.

„Ég fer stolt frá borði eftir að hafa byggt upp svið sem þjónustar að jafnaði rúmlega 1000 starfsmenn og 23 hótel. Það hefur verið einstakt að vinna fyrir þetta flotta og metnaðarfulla fyrirtæki sem hefur svo margt hæfileikaríkt starfsfólk innanborðs,“ segir Erla Ósk.

Spennandi tímar séu fram undan hjá The Reykjavík Edition.

Óðum styttist í opnun hótelsins við Hörpuna.

„Hótelið er einstök blanda af lífstíls og lúxushóteli sem býður upp á það besta þegar kemur að veitingastöðum, afþreyingu, þjónustu og þægindum. EDITION hótelin eru árangur samstarfs Ian Schrager sem er best þekktur fyrir Studio54 og Marriott sem á og rekur tæplega 8000 hótel um allan heim.“

Hótelið sem er staðsett við hlið tónlistarhússins Hörpu bjóði upp á 253 herbergi og þar af séu 27 svítur.

„Jafnframt verða 2 veitingstaðir með verönd og þakbar með útsýni yfir Reykjavík og til sjávar og sveita. Það verður jafnframt kokteilbar, næturklúbbur, heilsulind og salir fyrir viðburði og fundi. Það styttist í að hótelið verði opnað fyrir gestum og ég get ekki beðið eftir að taka á móti ykkur þegar þar að kemur.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×