Vel gert Vinnumálastofnun - góð nálgun Bragi Bjarnason skrifar 14. maí 2021 11:00 Það er vert að hrósa þegar hlutir ganga að manni finnst í rétta átt. Auðvitað ekki allir sammála um það eða hvort það sé verið að gera nægjanlega mikið eða hreinlega of mikið. Rétt sýn, gott viðhorf og þjónusta í takti við það er upplifun sem maður getur hrósað Vinnumálastofnun fyrir á þessum tímum þegar mikið atvinnuleysi er á mörgum svæðum landsins og allt kapp er gert til að koma sem flestum í vinnu til að skapa verðmæti í samfélaginu. Sú stefnumarkandi ákvörðun, sama hvar hún er tekin að búa til aðstæður með framlagi fyrir fyrirtæki, stofnanir og frjáls félagasamtök að ráða til sín einstaklinga og námsmenn í atvinnuleit á einfaldan hátt er að mínu mati góð. Hún mun án efa vera einn af þeim þáttum sem flýta fyrir samfélaginu að ná efnahagslegum bata eftir þetta Covid ástand og skapa ný tækifæri, bæði fyrir einstaklingana sjálfa og þau fyrirtæki sem nýta sér möguleikann. Ákvörðunin og fjármagnið er eitt en síðan þarf að framkvæma og þar hefur Vinnumálastofnun að mínu mati gert vel í upplýsingagjöf og þjónustu. Jákvætt og lausnamiðað viðmót starfsmanna ýtti enn frekar við mínum vinnustað, sveitarfélagi, að skoða möguleikann á að ráða inn nýja starfsmenn t.d. í gegnum átakið “hefjum störf”. Þessir starfsmenn eru núna að skapa nýja möguleika fyrir sitt samfélag og fá tækifæri til að læra nýja hluti og efla sína þekkingu. Verkefni sem vantaði aðeins starfsmenn til að leysa en ekki sett fjármagn í og með aðstoð Vinnumálastofnunar geta þau orðið að veruleika og mjög líklega sparað nærsamfélaginu til lengri tíma. Ég hef grun um að það séu fjöldi af sambærilegum verkefnum og nýjum hugmyndum þarna úti sem vantar aðeins starfsmann til að leysa úr og af hverju ekki að grípa tækifærið. Vil hvetja fyrirtæki, stofnanir og frjáls félagasamtök til að kynna sér þessi úrræði og vera opin fyrir þeim möguleika að gefa einstaklingum tækifæri til að sanna sig, mögulega á nýjum vettvangi. Það leynast gullmolar víða. Höfundur er deildarstjóri hjá Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Félagasamtök Bragi Bjarnason Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er vert að hrósa þegar hlutir ganga að manni finnst í rétta átt. Auðvitað ekki allir sammála um það eða hvort það sé verið að gera nægjanlega mikið eða hreinlega of mikið. Rétt sýn, gott viðhorf og þjónusta í takti við það er upplifun sem maður getur hrósað Vinnumálastofnun fyrir á þessum tímum þegar mikið atvinnuleysi er á mörgum svæðum landsins og allt kapp er gert til að koma sem flestum í vinnu til að skapa verðmæti í samfélaginu. Sú stefnumarkandi ákvörðun, sama hvar hún er tekin að búa til aðstæður með framlagi fyrir fyrirtæki, stofnanir og frjáls félagasamtök að ráða til sín einstaklinga og námsmenn í atvinnuleit á einfaldan hátt er að mínu mati góð. Hún mun án efa vera einn af þeim þáttum sem flýta fyrir samfélaginu að ná efnahagslegum bata eftir þetta Covid ástand og skapa ný tækifæri, bæði fyrir einstaklingana sjálfa og þau fyrirtæki sem nýta sér möguleikann. Ákvörðunin og fjármagnið er eitt en síðan þarf að framkvæma og þar hefur Vinnumálastofnun að mínu mati gert vel í upplýsingagjöf og þjónustu. Jákvætt og lausnamiðað viðmót starfsmanna ýtti enn frekar við mínum vinnustað, sveitarfélagi, að skoða möguleikann á að ráða inn nýja starfsmenn t.d. í gegnum átakið “hefjum störf”. Þessir starfsmenn eru núna að skapa nýja möguleika fyrir sitt samfélag og fá tækifæri til að læra nýja hluti og efla sína þekkingu. Verkefni sem vantaði aðeins starfsmenn til að leysa en ekki sett fjármagn í og með aðstoð Vinnumálastofnunar geta þau orðið að veruleika og mjög líklega sparað nærsamfélaginu til lengri tíma. Ég hef grun um að það séu fjöldi af sambærilegum verkefnum og nýjum hugmyndum þarna úti sem vantar aðeins starfsmann til að leysa úr og af hverju ekki að grípa tækifærið. Vil hvetja fyrirtæki, stofnanir og frjáls félagasamtök til að kynna sér þessi úrræði og vera opin fyrir þeim möguleika að gefa einstaklingum tækifæri til að sanna sig, mögulega á nýjum vettvangi. Það leynast gullmolar víða. Höfundur er deildarstjóri hjá Sveitarfélaginu Árborg.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar