Skoðun

Vel gert Vinnu­mála­stofnun - góð nálgun

Bragi Bjarnason skrifar

Það er vert að hrósa þegar hlutir ganga að manni finnst í rétta átt. Auðvitað ekki allir sammála um það eða hvort það sé verið að gera nægjanlega mikið eða hreinlega of mikið.

Rétt sýn, gott viðhorf og þjónusta í takti við það er upplifun sem maður getur hrósað Vinnumálastofnun fyrir á þessum tímum þegar mikið atvinnuleysi er á mörgum svæðum landsins og allt kapp er gert til að koma sem flestum í vinnu til að skapa verðmæti í samfélaginu. Sú stefnumarkandi ákvörðun, sama hvar hún er tekin að búa til aðstæður með framlagi fyrir fyrirtæki, stofnanir og frjáls félagasamtök að ráða til sín einstaklinga og námsmenn í atvinnuleit á einfaldan hátt er að mínu mati góð. Hún mun án efa vera einn af þeim þáttum sem flýta fyrir samfélaginu að ná efnahagslegum bata eftir þetta Covid ástand og skapa ný tækifæri, bæði fyrir einstaklingana sjálfa og þau fyrirtæki sem nýta sér möguleikann.

Ákvörðunin og fjármagnið er eitt en síðan þarf að framkvæma og þar hefur Vinnumálastofnun að mínu mati gert vel í upplýsingagjöf og þjónustu. Jákvætt og lausnamiðað viðmót starfsmanna ýtti enn frekar við mínum vinnustað, sveitarfélagi, að skoða möguleikann á að ráða inn nýja starfsmenn t.d. í gegnum átakið “hefjum störf”. Þessir starfsmenn eru núna að skapa nýja möguleika fyrir sitt samfélag og fá tækifæri til að læra nýja hluti og efla sína þekkingu. Verkefni sem vantaði aðeins starfsmenn til að leysa en ekki sett fjármagn í og með aðstoð Vinnumálastofnunar geta þau orðið að veruleika og mjög líklega sparað nærsamfélaginu til lengri tíma. Ég hef grun um að það séu fjöldi af sambærilegum verkefnum og nýjum hugmyndum þarna úti sem vantar aðeins starfsmann til að leysa úr og af hverju ekki að grípa tækifærið.

Vil hvetja fyrirtæki, stofnanir og frjáls félagasamtök til að kynna sér þessi úrræði og vera opin fyrir þeim möguleika að gefa einstaklingum tækifæri til að sanna sig, mögulega á nýjum vettvangi. Það leynast gullmolar víða.

Höfundur er deildarstjóri hjá Sveitarfélaginu Árborg.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×