Körfubolti

Arnar Guð­jóns­son og Dedrick Basi­le dæmdir í eins leiks bann

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur verið dæmdur í eins leiks bann.
Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur verið dæmdur í eins leiks bann. Vísir/Hulda Margrét

Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur dæmt Arnar Guðjónsson, þjálfara Stjörnunnar í Domino´s deild karla, og Dedrick Deon Basile, leikmann Þórs Akureyrar í sömu deild, í eins leiks bann.

Þeir verða því hvergi sjáanlegir er lið þeirra hefja leik í úrslitakeppni Domino´s deildarinnar nú um helgina. Á laugardaginn tekur Stjarnan á móti Grindavík og Þór Akureyri heimsækir nafna sína í Þór Þorlákshöfn.

Arnar er dæmdur í bann „vegna háttsemi sinnar í leik Stjörnunnar gegn KR“ þann 6. maí segir í frétt KKÍ. Stjarnan tapaði leiknum, 85-96.

Dedrick Deon Basile er dæmdur í bann „vegna háttsemi sinnar í leik Þórs Þorlakshafnar gegn Þórs Akureyri“ þann 7. maí segir í frétt KKÍ. Þór Akureyri vann leikinn 108-103.

Hér má sjá niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ þann 12. maí 2021.


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×