Hættumerki - Hlutdrægni ráðherra og lögreglu Huginn Þór Grétarsson skrifar 12. maí 2021 20:01 Dómsmálaráðherra er með í áróðursmyndbandi sem hefur þann tilgang að ýta undir að allir trúi þeim sem setja fram ásakanir um að hafa sætt ofbeldi. Þetta er í beinu framhaldi af því að fólk segist trúa konum sem saka Sölva um ofbeldi án þess að nokkuð hafi verið birt sem opinberi slík brot. Það eru mikil vonbrigði að sjá „yfirmanneskju“ dómstólanna haga sér með þessum óábyrga hætti. Það að trúa án sannanna er allt annað en að vilja taka hart á ofbeldi. Ég vil taka á ofbeldi og tryggja þeim sem leggja fram kærur góða og vandaða málsmeðferð. Ég vil eins og aðrir að brotamanneskjur sæti ábyrgð. En ég er ekki í því að skipa mér í lið með kæranda eða þeim kærða áður en mál er afgreitt. Ég trúi ekki öllu sem ég heyri - heldur byggi ég ályktanir mínar á staðreyndum mála. Ekkert okkar hefur forsendur til að trúa öllu því sem sagt er í samfélaginu eða öllum þeim sem segjast hafa þolað eitthvað misjafnt. Þó flestir segi eflaust satt frá, er misjafn sauður í mörgu fé. Í myndbandinu skipar ráðherra sér í hóp með fólki sem hefur beinlínis fullyrt að Sölvi hafi beitt ofbeldi, með því að segja konurnar sem kæra hann vera þolendur. Þarna er ráðherra kominn í lið með dómstóli götunnar. Þessi þátttaka í að segjast trúa og styðja alla sem hrópa á torgi að þeir hafi sætt ofbeldi er virkilega óábyrgt af ráðherra, sem gerir sig í reynd vanhæfan til að sinna þessum málaflokki þar sem lykilatriði er að sönnunargögn ráði niðurstöðu mála, ekki „blind trú“. Jafnvel þó minnihluti þeirra sem er ásakaður reynist saklaus, þá eiga þeir þó rétt á því að yfirvöld (og ráðherra dómsmála) séu hlutlaus og „trúi“ engum fram yfir annan. Afstaða ráðherra og annarra opinberra starfsmanna á eingöngu að mótast af málsgögnum. Skilaboðin sem Dómsmálaráðherra sendir dómstólunum með þessari þátttöku í áróðri um að trúa, eru beinlínis hættuleg. Það er svo kannski ekki minna ámælisvert að Víðir úr lögreglunni birtist í sama myndbandi og segist trúa! Það er hlutverk lögreglunnar að rannsaka mál, ekki trúa aðilum í blindni. Skynsöm lögregla myndi segja: „Ég byggi niðurstöðu mína á málsgögnum, ekki eingöngu fullyrðingum málsaðila“. Það er mín skoðun að bæði Áslaug og Víðir sýni af sér mikið dómgreindarleysi með því að fylkja liði með kærendum ofbeldis, gegn þeim kærðum, enda grundvöllur réttlátrar málsmeðferðar að yfirvöld og opinberir starfsmenn gæti hlutleysis. Höfundur er baráttumaður jafnréttis og réttlátrar málsmeðferðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðherra er með í áróðursmyndbandi sem hefur þann tilgang að ýta undir að allir trúi þeim sem setja fram ásakanir um að hafa sætt ofbeldi. Þetta er í beinu framhaldi af því að fólk segist trúa konum sem saka Sölva um ofbeldi án þess að nokkuð hafi verið birt sem opinberi slík brot. Það eru mikil vonbrigði að sjá „yfirmanneskju“ dómstólanna haga sér með þessum óábyrga hætti. Það að trúa án sannanna er allt annað en að vilja taka hart á ofbeldi. Ég vil taka á ofbeldi og tryggja þeim sem leggja fram kærur góða og vandaða málsmeðferð. Ég vil eins og aðrir að brotamanneskjur sæti ábyrgð. En ég er ekki í því að skipa mér í lið með kæranda eða þeim kærða áður en mál er afgreitt. Ég trúi ekki öllu sem ég heyri - heldur byggi ég ályktanir mínar á staðreyndum mála. Ekkert okkar hefur forsendur til að trúa öllu því sem sagt er í samfélaginu eða öllum þeim sem segjast hafa þolað eitthvað misjafnt. Þó flestir segi eflaust satt frá, er misjafn sauður í mörgu fé. Í myndbandinu skipar ráðherra sér í hóp með fólki sem hefur beinlínis fullyrt að Sölvi hafi beitt ofbeldi, með því að segja konurnar sem kæra hann vera þolendur. Þarna er ráðherra kominn í lið með dómstóli götunnar. Þessi þátttaka í að segjast trúa og styðja alla sem hrópa á torgi að þeir hafi sætt ofbeldi er virkilega óábyrgt af ráðherra, sem gerir sig í reynd vanhæfan til að sinna þessum málaflokki þar sem lykilatriði er að sönnunargögn ráði niðurstöðu mála, ekki „blind trú“. Jafnvel þó minnihluti þeirra sem er ásakaður reynist saklaus, þá eiga þeir þó rétt á því að yfirvöld (og ráðherra dómsmála) séu hlutlaus og „trúi“ engum fram yfir annan. Afstaða ráðherra og annarra opinberra starfsmanna á eingöngu að mótast af málsgögnum. Skilaboðin sem Dómsmálaráðherra sendir dómstólunum með þessari þátttöku í áróðri um að trúa, eru beinlínis hættuleg. Það er svo kannski ekki minna ámælisvert að Víðir úr lögreglunni birtist í sama myndbandi og segist trúa! Það er hlutverk lögreglunnar að rannsaka mál, ekki trúa aðilum í blindni. Skynsöm lögregla myndi segja: „Ég byggi niðurstöðu mína á málsgögnum, ekki eingöngu fullyrðingum málsaðila“. Það er mín skoðun að bæði Áslaug og Víðir sýni af sér mikið dómgreindarleysi með því að fylkja liði með kærendum ofbeldis, gegn þeim kærðum, enda grundvöllur réttlátrar málsmeðferðar að yfirvöld og opinberir starfsmenn gæti hlutleysis. Höfundur er baráttumaður jafnréttis og réttlátrar málsmeðferðar.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar