Hættumerki - Hlutdrægni ráðherra og lögreglu Huginn Þór Grétarsson skrifar 12. maí 2021 20:01 Dómsmálaráðherra er með í áróðursmyndbandi sem hefur þann tilgang að ýta undir að allir trúi þeim sem setja fram ásakanir um að hafa sætt ofbeldi. Þetta er í beinu framhaldi af því að fólk segist trúa konum sem saka Sölva um ofbeldi án þess að nokkuð hafi verið birt sem opinberi slík brot. Það eru mikil vonbrigði að sjá „yfirmanneskju“ dómstólanna haga sér með þessum óábyrga hætti. Það að trúa án sannanna er allt annað en að vilja taka hart á ofbeldi. Ég vil taka á ofbeldi og tryggja þeim sem leggja fram kærur góða og vandaða málsmeðferð. Ég vil eins og aðrir að brotamanneskjur sæti ábyrgð. En ég er ekki í því að skipa mér í lið með kæranda eða þeim kærða áður en mál er afgreitt. Ég trúi ekki öllu sem ég heyri - heldur byggi ég ályktanir mínar á staðreyndum mála. Ekkert okkar hefur forsendur til að trúa öllu því sem sagt er í samfélaginu eða öllum þeim sem segjast hafa þolað eitthvað misjafnt. Þó flestir segi eflaust satt frá, er misjafn sauður í mörgu fé. Í myndbandinu skipar ráðherra sér í hóp með fólki sem hefur beinlínis fullyrt að Sölvi hafi beitt ofbeldi, með því að segja konurnar sem kæra hann vera þolendur. Þarna er ráðherra kominn í lið með dómstóli götunnar. Þessi þátttaka í að segjast trúa og styðja alla sem hrópa á torgi að þeir hafi sætt ofbeldi er virkilega óábyrgt af ráðherra, sem gerir sig í reynd vanhæfan til að sinna þessum málaflokki þar sem lykilatriði er að sönnunargögn ráði niðurstöðu mála, ekki „blind trú“. Jafnvel þó minnihluti þeirra sem er ásakaður reynist saklaus, þá eiga þeir þó rétt á því að yfirvöld (og ráðherra dómsmála) séu hlutlaus og „trúi“ engum fram yfir annan. Afstaða ráðherra og annarra opinberra starfsmanna á eingöngu að mótast af málsgögnum. Skilaboðin sem Dómsmálaráðherra sendir dómstólunum með þessari þátttöku í áróðri um að trúa, eru beinlínis hættuleg. Það er svo kannski ekki minna ámælisvert að Víðir úr lögreglunni birtist í sama myndbandi og segist trúa! Það er hlutverk lögreglunnar að rannsaka mál, ekki trúa aðilum í blindni. Skynsöm lögregla myndi segja: „Ég byggi niðurstöðu mína á málsgögnum, ekki eingöngu fullyrðingum málsaðila“. Það er mín skoðun að bæði Áslaug og Víðir sýni af sér mikið dómgreindarleysi með því að fylkja liði með kærendum ofbeldis, gegn þeim kærðum, enda grundvöllur réttlátrar málsmeðferðar að yfirvöld og opinberir starfsmenn gæti hlutleysis. Höfundur er baráttumaður jafnréttis og réttlátrar málsmeðferðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðherra er með í áróðursmyndbandi sem hefur þann tilgang að ýta undir að allir trúi þeim sem setja fram ásakanir um að hafa sætt ofbeldi. Þetta er í beinu framhaldi af því að fólk segist trúa konum sem saka Sölva um ofbeldi án þess að nokkuð hafi verið birt sem opinberi slík brot. Það eru mikil vonbrigði að sjá „yfirmanneskju“ dómstólanna haga sér með þessum óábyrga hætti. Það að trúa án sannanna er allt annað en að vilja taka hart á ofbeldi. Ég vil taka á ofbeldi og tryggja þeim sem leggja fram kærur góða og vandaða málsmeðferð. Ég vil eins og aðrir að brotamanneskjur sæti ábyrgð. En ég er ekki í því að skipa mér í lið með kæranda eða þeim kærða áður en mál er afgreitt. Ég trúi ekki öllu sem ég heyri - heldur byggi ég ályktanir mínar á staðreyndum mála. Ekkert okkar hefur forsendur til að trúa öllu því sem sagt er í samfélaginu eða öllum þeim sem segjast hafa þolað eitthvað misjafnt. Þó flestir segi eflaust satt frá, er misjafn sauður í mörgu fé. Í myndbandinu skipar ráðherra sér í hóp með fólki sem hefur beinlínis fullyrt að Sölvi hafi beitt ofbeldi, með því að segja konurnar sem kæra hann vera þolendur. Þarna er ráðherra kominn í lið með dómstóli götunnar. Þessi þátttaka í að segjast trúa og styðja alla sem hrópa á torgi að þeir hafi sætt ofbeldi er virkilega óábyrgt af ráðherra, sem gerir sig í reynd vanhæfan til að sinna þessum málaflokki þar sem lykilatriði er að sönnunargögn ráði niðurstöðu mála, ekki „blind trú“. Jafnvel þó minnihluti þeirra sem er ásakaður reynist saklaus, þá eiga þeir þó rétt á því að yfirvöld (og ráðherra dómsmála) séu hlutlaus og „trúi“ engum fram yfir annan. Afstaða ráðherra og annarra opinberra starfsmanna á eingöngu að mótast af málsgögnum. Skilaboðin sem Dómsmálaráðherra sendir dómstólunum með þessari þátttöku í áróðri um að trúa, eru beinlínis hættuleg. Það er svo kannski ekki minna ámælisvert að Víðir úr lögreglunni birtist í sama myndbandi og segist trúa! Það er hlutverk lögreglunnar að rannsaka mál, ekki trúa aðilum í blindni. Skynsöm lögregla myndi segja: „Ég byggi niðurstöðu mína á málsgögnum, ekki eingöngu fullyrðingum málsaðila“. Það er mín skoðun að bæði Áslaug og Víðir sýni af sér mikið dómgreindarleysi með því að fylkja liði með kærendum ofbeldis, gegn þeim kærðum, enda grundvöllur réttlátrar málsmeðferðar að yfirvöld og opinberir starfsmenn gæti hlutleysis. Höfundur er baráttumaður jafnréttis og réttlátrar málsmeðferðar.
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar