Hættumerki - Hlutdrægni ráðherra og lögreglu Huginn Þór Grétarsson skrifar 12. maí 2021 20:01 Dómsmálaráðherra er með í áróðursmyndbandi sem hefur þann tilgang að ýta undir að allir trúi þeim sem setja fram ásakanir um að hafa sætt ofbeldi. Þetta er í beinu framhaldi af því að fólk segist trúa konum sem saka Sölva um ofbeldi án þess að nokkuð hafi verið birt sem opinberi slík brot. Það eru mikil vonbrigði að sjá „yfirmanneskju“ dómstólanna haga sér með þessum óábyrga hætti. Það að trúa án sannanna er allt annað en að vilja taka hart á ofbeldi. Ég vil taka á ofbeldi og tryggja þeim sem leggja fram kærur góða og vandaða málsmeðferð. Ég vil eins og aðrir að brotamanneskjur sæti ábyrgð. En ég er ekki í því að skipa mér í lið með kæranda eða þeim kærða áður en mál er afgreitt. Ég trúi ekki öllu sem ég heyri - heldur byggi ég ályktanir mínar á staðreyndum mála. Ekkert okkar hefur forsendur til að trúa öllu því sem sagt er í samfélaginu eða öllum þeim sem segjast hafa þolað eitthvað misjafnt. Þó flestir segi eflaust satt frá, er misjafn sauður í mörgu fé. Í myndbandinu skipar ráðherra sér í hóp með fólki sem hefur beinlínis fullyrt að Sölvi hafi beitt ofbeldi, með því að segja konurnar sem kæra hann vera þolendur. Þarna er ráðherra kominn í lið með dómstóli götunnar. Þessi þátttaka í að segjast trúa og styðja alla sem hrópa á torgi að þeir hafi sætt ofbeldi er virkilega óábyrgt af ráðherra, sem gerir sig í reynd vanhæfan til að sinna þessum málaflokki þar sem lykilatriði er að sönnunargögn ráði niðurstöðu mála, ekki „blind trú“. Jafnvel þó minnihluti þeirra sem er ásakaður reynist saklaus, þá eiga þeir þó rétt á því að yfirvöld (og ráðherra dómsmála) séu hlutlaus og „trúi“ engum fram yfir annan. Afstaða ráðherra og annarra opinberra starfsmanna á eingöngu að mótast af málsgögnum. Skilaboðin sem Dómsmálaráðherra sendir dómstólunum með þessari þátttöku í áróðri um að trúa, eru beinlínis hættuleg. Það er svo kannski ekki minna ámælisvert að Víðir úr lögreglunni birtist í sama myndbandi og segist trúa! Það er hlutverk lögreglunnar að rannsaka mál, ekki trúa aðilum í blindni. Skynsöm lögregla myndi segja: „Ég byggi niðurstöðu mína á málsgögnum, ekki eingöngu fullyrðingum málsaðila“. Það er mín skoðun að bæði Áslaug og Víðir sýni af sér mikið dómgreindarleysi með því að fylkja liði með kærendum ofbeldis, gegn þeim kærðum, enda grundvöllur réttlátrar málsmeðferðar að yfirvöld og opinberir starfsmenn gæti hlutleysis. Höfundur er baráttumaður jafnréttis og réttlátrar málsmeðferðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðherra er með í áróðursmyndbandi sem hefur þann tilgang að ýta undir að allir trúi þeim sem setja fram ásakanir um að hafa sætt ofbeldi. Þetta er í beinu framhaldi af því að fólk segist trúa konum sem saka Sölva um ofbeldi án þess að nokkuð hafi verið birt sem opinberi slík brot. Það eru mikil vonbrigði að sjá „yfirmanneskju“ dómstólanna haga sér með þessum óábyrga hætti. Það að trúa án sannanna er allt annað en að vilja taka hart á ofbeldi. Ég vil taka á ofbeldi og tryggja þeim sem leggja fram kærur góða og vandaða málsmeðferð. Ég vil eins og aðrir að brotamanneskjur sæti ábyrgð. En ég er ekki í því að skipa mér í lið með kæranda eða þeim kærða áður en mál er afgreitt. Ég trúi ekki öllu sem ég heyri - heldur byggi ég ályktanir mínar á staðreyndum mála. Ekkert okkar hefur forsendur til að trúa öllu því sem sagt er í samfélaginu eða öllum þeim sem segjast hafa þolað eitthvað misjafnt. Þó flestir segi eflaust satt frá, er misjafn sauður í mörgu fé. Í myndbandinu skipar ráðherra sér í hóp með fólki sem hefur beinlínis fullyrt að Sölvi hafi beitt ofbeldi, með því að segja konurnar sem kæra hann vera þolendur. Þarna er ráðherra kominn í lið með dómstóli götunnar. Þessi þátttaka í að segjast trúa og styðja alla sem hrópa á torgi að þeir hafi sætt ofbeldi er virkilega óábyrgt af ráðherra, sem gerir sig í reynd vanhæfan til að sinna þessum málaflokki þar sem lykilatriði er að sönnunargögn ráði niðurstöðu mála, ekki „blind trú“. Jafnvel þó minnihluti þeirra sem er ásakaður reynist saklaus, þá eiga þeir þó rétt á því að yfirvöld (og ráðherra dómsmála) séu hlutlaus og „trúi“ engum fram yfir annan. Afstaða ráðherra og annarra opinberra starfsmanna á eingöngu að mótast af málsgögnum. Skilaboðin sem Dómsmálaráðherra sendir dómstólunum með þessari þátttöku í áróðri um að trúa, eru beinlínis hættuleg. Það er svo kannski ekki minna ámælisvert að Víðir úr lögreglunni birtist í sama myndbandi og segist trúa! Það er hlutverk lögreglunnar að rannsaka mál, ekki trúa aðilum í blindni. Skynsöm lögregla myndi segja: „Ég byggi niðurstöðu mína á málsgögnum, ekki eingöngu fullyrðingum málsaðila“. Það er mín skoðun að bæði Áslaug og Víðir sýni af sér mikið dómgreindarleysi með því að fylkja liði með kærendum ofbeldis, gegn þeim kærðum, enda grundvöllur réttlátrar málsmeðferðar að yfirvöld og opinberir starfsmenn gæti hlutleysis. Höfundur er baráttumaður jafnréttis og réttlátrar málsmeðferðar.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar