Hættumerki - Hlutdrægni ráðherra og lögreglu Huginn Þór Grétarsson skrifar 12. maí 2021 20:01 Dómsmálaráðherra er með í áróðursmyndbandi sem hefur þann tilgang að ýta undir að allir trúi þeim sem setja fram ásakanir um að hafa sætt ofbeldi. Þetta er í beinu framhaldi af því að fólk segist trúa konum sem saka Sölva um ofbeldi án þess að nokkuð hafi verið birt sem opinberi slík brot. Það eru mikil vonbrigði að sjá „yfirmanneskju“ dómstólanna haga sér með þessum óábyrga hætti. Það að trúa án sannanna er allt annað en að vilja taka hart á ofbeldi. Ég vil taka á ofbeldi og tryggja þeim sem leggja fram kærur góða og vandaða málsmeðferð. Ég vil eins og aðrir að brotamanneskjur sæti ábyrgð. En ég er ekki í því að skipa mér í lið með kæranda eða þeim kærða áður en mál er afgreitt. Ég trúi ekki öllu sem ég heyri - heldur byggi ég ályktanir mínar á staðreyndum mála. Ekkert okkar hefur forsendur til að trúa öllu því sem sagt er í samfélaginu eða öllum þeim sem segjast hafa þolað eitthvað misjafnt. Þó flestir segi eflaust satt frá, er misjafn sauður í mörgu fé. Í myndbandinu skipar ráðherra sér í hóp með fólki sem hefur beinlínis fullyrt að Sölvi hafi beitt ofbeldi, með því að segja konurnar sem kæra hann vera þolendur. Þarna er ráðherra kominn í lið með dómstóli götunnar. Þessi þátttaka í að segjast trúa og styðja alla sem hrópa á torgi að þeir hafi sætt ofbeldi er virkilega óábyrgt af ráðherra, sem gerir sig í reynd vanhæfan til að sinna þessum málaflokki þar sem lykilatriði er að sönnunargögn ráði niðurstöðu mála, ekki „blind trú“. Jafnvel þó minnihluti þeirra sem er ásakaður reynist saklaus, þá eiga þeir þó rétt á því að yfirvöld (og ráðherra dómsmála) séu hlutlaus og „trúi“ engum fram yfir annan. Afstaða ráðherra og annarra opinberra starfsmanna á eingöngu að mótast af málsgögnum. Skilaboðin sem Dómsmálaráðherra sendir dómstólunum með þessari þátttöku í áróðri um að trúa, eru beinlínis hættuleg. Það er svo kannski ekki minna ámælisvert að Víðir úr lögreglunni birtist í sama myndbandi og segist trúa! Það er hlutverk lögreglunnar að rannsaka mál, ekki trúa aðilum í blindni. Skynsöm lögregla myndi segja: „Ég byggi niðurstöðu mína á málsgögnum, ekki eingöngu fullyrðingum málsaðila“. Það er mín skoðun að bæði Áslaug og Víðir sýni af sér mikið dómgreindarleysi með því að fylkja liði með kærendum ofbeldis, gegn þeim kærðum, enda grundvöllur réttlátrar málsmeðferðar að yfirvöld og opinberir starfsmenn gæti hlutleysis. Höfundur er baráttumaður jafnréttis og réttlátrar málsmeðferðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðherra er með í áróðursmyndbandi sem hefur þann tilgang að ýta undir að allir trúi þeim sem setja fram ásakanir um að hafa sætt ofbeldi. Þetta er í beinu framhaldi af því að fólk segist trúa konum sem saka Sölva um ofbeldi án þess að nokkuð hafi verið birt sem opinberi slík brot. Það eru mikil vonbrigði að sjá „yfirmanneskju“ dómstólanna haga sér með þessum óábyrga hætti. Það að trúa án sannanna er allt annað en að vilja taka hart á ofbeldi. Ég vil taka á ofbeldi og tryggja þeim sem leggja fram kærur góða og vandaða málsmeðferð. Ég vil eins og aðrir að brotamanneskjur sæti ábyrgð. En ég er ekki í því að skipa mér í lið með kæranda eða þeim kærða áður en mál er afgreitt. Ég trúi ekki öllu sem ég heyri - heldur byggi ég ályktanir mínar á staðreyndum mála. Ekkert okkar hefur forsendur til að trúa öllu því sem sagt er í samfélaginu eða öllum þeim sem segjast hafa þolað eitthvað misjafnt. Þó flestir segi eflaust satt frá, er misjafn sauður í mörgu fé. Í myndbandinu skipar ráðherra sér í hóp með fólki sem hefur beinlínis fullyrt að Sölvi hafi beitt ofbeldi, með því að segja konurnar sem kæra hann vera þolendur. Þarna er ráðherra kominn í lið með dómstóli götunnar. Þessi þátttaka í að segjast trúa og styðja alla sem hrópa á torgi að þeir hafi sætt ofbeldi er virkilega óábyrgt af ráðherra, sem gerir sig í reynd vanhæfan til að sinna þessum málaflokki þar sem lykilatriði er að sönnunargögn ráði niðurstöðu mála, ekki „blind trú“. Jafnvel þó minnihluti þeirra sem er ásakaður reynist saklaus, þá eiga þeir þó rétt á því að yfirvöld (og ráðherra dómsmála) séu hlutlaus og „trúi“ engum fram yfir annan. Afstaða ráðherra og annarra opinberra starfsmanna á eingöngu að mótast af málsgögnum. Skilaboðin sem Dómsmálaráðherra sendir dómstólunum með þessari þátttöku í áróðri um að trúa, eru beinlínis hættuleg. Það er svo kannski ekki minna ámælisvert að Víðir úr lögreglunni birtist í sama myndbandi og segist trúa! Það er hlutverk lögreglunnar að rannsaka mál, ekki trúa aðilum í blindni. Skynsöm lögregla myndi segja: „Ég byggi niðurstöðu mína á málsgögnum, ekki eingöngu fullyrðingum málsaðila“. Það er mín skoðun að bæði Áslaug og Víðir sýni af sér mikið dómgreindarleysi með því að fylkja liði með kærendum ofbeldis, gegn þeim kærðum, enda grundvöllur réttlátrar málsmeðferðar að yfirvöld og opinberir starfsmenn gæti hlutleysis. Höfundur er baráttumaður jafnréttis og réttlátrar málsmeðferðar.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar