Ofbeldi, áreitni og einelti – að virða mörk í samskiptum Guðný Hildur Magnúsdóttir skrifar 12. maí 2021 16:00 Ofbeldi, áreitni og einelti snýst í grunninn um það að einhver er ekki að virða mörk annarra í samskiptum. Auðvitað getur ofbeldi og áreitni verið mjög mismunandi gróft og mismunandi ásetningur þar að baki. Þau sem virða ekki mörk annarra er fólk af margvíslegu tagi: Sum hafa upphafnar hugmyndir um eigið ágæti. Sum búa yfir innri vanmætti og vanlíðan. Sum upplifa að þau séu beitt óréttlæti. Sum geta ekki tekist á við neitun eða höfnun. Sum glíma við allt þetta. Margt getur komið til: Persónuleikaraskanir (s.s. narcissistic-, borderline-, og antisocial personality disorders). Ofbeldi, vanræksla eða ofdekur í æsku. Valdastaða. Viðhorf og gildi samfélagsins og nánasta umhverfis. Áfallasaga. Notkun áfengis, lyfja og fíkniefna. Taugaþroskaraskanir (s.s. ADHD). Oftast þarf fleira en eitt af þessu að koma til. Sérstaklega þegar um gróft obeldi er um að ræða. En það sem við getum gert sem samfélag er að opna umræðu um ofbeldi og mörk í samskiptum. Koma okkur saman um hvað er eðlilegt, heilbrigt og ásættanlegt í samskiptum fólks. Við þurfum að styðja og styrkja fólk í því að setja mörk í samskiptum og sérstaklega þurfum við að kenna fólki að virða mörk annarra. Við sem samfélag þurfum að senda skýr skilaboð. Það þurfa að vera viðurlög og afleiðingar þegar fólk beitir ofbeldi. Og þegar fólk fer yfir mörk annarra þá þarf það að fá skilaboð um að það sé ekki ásættanlegt. Að virða mörk í samskiptum er risastórt málefni sem við öll þurfum að ræða, skilja, læra og kenna. Ég vona að núverandi umræða um ofbeldi og áreitni verði til þess að við eigum auðveldara að tala um mörk og markarleysi í samskiptum og að við lærum eitthvað sem samfélag. Þetta er málefni okkar allra. Höfundur er félagsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Lögreglumál MeToo Mest lesið Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Ofbeldi, áreitni og einelti snýst í grunninn um það að einhver er ekki að virða mörk annarra í samskiptum. Auðvitað getur ofbeldi og áreitni verið mjög mismunandi gróft og mismunandi ásetningur þar að baki. Þau sem virða ekki mörk annarra er fólk af margvíslegu tagi: Sum hafa upphafnar hugmyndir um eigið ágæti. Sum búa yfir innri vanmætti og vanlíðan. Sum upplifa að þau séu beitt óréttlæti. Sum geta ekki tekist á við neitun eða höfnun. Sum glíma við allt þetta. Margt getur komið til: Persónuleikaraskanir (s.s. narcissistic-, borderline-, og antisocial personality disorders). Ofbeldi, vanræksla eða ofdekur í æsku. Valdastaða. Viðhorf og gildi samfélagsins og nánasta umhverfis. Áfallasaga. Notkun áfengis, lyfja og fíkniefna. Taugaþroskaraskanir (s.s. ADHD). Oftast þarf fleira en eitt af þessu að koma til. Sérstaklega þegar um gróft obeldi er um að ræða. En það sem við getum gert sem samfélag er að opna umræðu um ofbeldi og mörk í samskiptum. Koma okkur saman um hvað er eðlilegt, heilbrigt og ásættanlegt í samskiptum fólks. Við þurfum að styðja og styrkja fólk í því að setja mörk í samskiptum og sérstaklega þurfum við að kenna fólki að virða mörk annarra. Við sem samfélag þurfum að senda skýr skilaboð. Það þurfa að vera viðurlög og afleiðingar þegar fólk beitir ofbeldi. Og þegar fólk fer yfir mörk annarra þá þarf það að fá skilaboð um að það sé ekki ásættanlegt. Að virða mörk í samskiptum er risastórt málefni sem við öll þurfum að ræða, skilja, læra og kenna. Ég vona að núverandi umræða um ofbeldi og áreitni verði til þess að við eigum auðveldara að tala um mörk og markarleysi í samskiptum og að við lærum eitthvað sem samfélag. Þetta er málefni okkar allra. Höfundur er félagsráðgjafi.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun