Konur eftir kófið Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 7. maí 2021 20:36 „Þú getur orðið flugfreyja og hann flugmaður.“ Þessum orðum var beint til dóttur minnar þegar hún lék sér eins árs gömul við jafnaldra frænda sinn fyrir tólf árum síðan. Það er hárrétt að dóttir mín getur eflaust orðið flugfreyja (eða réttara sagt flugþjónn) síðar meir ef hún kærir sig um það en hún getur líka orðið flugmaður, rafvirki, verkfræðingur, smiður, kennari eða hvað annað sem hún kærir sig um. Þessum orðum var ekki beint til dóttur minnar vegna vantrúar á getu hennar til að gegna vissum störfum síðar á ævinni heldur vegna staðalmynda sem enn fyrirfinnast á meðal margra. Sem betur fer hefur jafnréttisbaráttan skilað góðum árangri víða um heim undanfarna áratugi, meðal annars hér á landi. Almenn atvinnuþátttaka kvenna, aukin menntun þeirra og meiri þátttaka feðra í uppeldi barna sinna er orðinn sjálfsagður þáttur í samfélaginu í dag. Formæður okkar ruddu veginn og baráttan var erfið. Réttarkerfið sem um aldir var byggt á hagsmunum karla bitnaði oftar en ekki á réttindum kvenna og fengu konur ekki þann sess sem þær verðskulduðu með dugnaði sínum, gáfum og hugmyndum. Þrátt fyrir gjörbreytta stöðu í dag þurfum við að standa vörð um þau réttindi sem hafa áunnist. Þó staðan í samfélaginu og verkaskiptingin innan heimilisins er orðin jafnari bera konur oftar það sem á ensku hefur verið kallað Mental load. Með þessu hugtaki er átt við það andlega álag sem fylgir því að hafa yfirumsjón með þeim verkum sem þarf að sinna. Mikil orka fer í að hafa yfirsýn yfir verkefnin, úthluta þeim og sjá til þess að þeim sé framfylgt. Á vinnustöðum eru það yfirleitt framkvæmdastjórar og aðrir þeir sem bera meginábyrgð á starfseminni sem þurfa að hafa þetta Mental load og er oftar en ekki hluti af starfslýsingu þeirra. Innan veggja heimilisins eru það yfirleitt konurnar sem eru settar í hlutverk launalausa framkvæmdastjórans, hvort sem þær vilja það eður ei. Þessu álagi bæta konur við önnur verkefni sem bíða þeirra dags daglega og sífellt fleiri konur tala um hversu mikil áhrif það hefur á líðan þeirra að þurfa að hafa samtímis yfirsýn og verkstjórn með fjölda ólíkra viðfangsefna. Það er nefnilega eitt að vinna verkin og annað að bera ábyrgð á að þeim sé sinnt. Jafnrétti innan heimilisins er ekki náð fyrr en þessari byrði er skipt á milli þeirra fullorðnu sem reka heimilið. Og jafnrétti er ekki náð fyrr en við losum okkur við staðalmyndir um hvaða starfsvettvang börn geta valið sér á grundvelli kyns. Á undanförnum árum hefur jafnréttisbaráttan beðið hnekki í kjölfar öfgaskoðanna stjórnmálaflokka víða um heim sem hafa náð völdum. Sá málflutningur sem þar er boðaður ýtir okkur mörgum áratugum til baka og gerir að engu það jafnrétti sem hefur áunnist. Þá hefur Covid-19 því miður haft neikvæð áhrif á stöðu kvenna, meðal annars með auknu atvinnuleysi, meiri einangrun og verra heilsufari. Ofbeldi gegn konum hefur aukist að undanförnu og áætlað er að ein af hverjum þremur konum verði fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Hingað til höfum við hér á landi getað státað okkur af þokkalegri góðri stöðu kvenna til samanburðar við önnur lönd og höfum við til að mynda getað treyst því að heilbrigðiskerfið mismuni ekki neinum út frá kynferði, sjúkdómum eða öðru. Staðan er þó þannig að skimun vegna krabbameins hjá konum hefur verið í uppnámi undanfarna mánuði. Fréttir af konum sem hafa fengið skerta þjónustu vegna meðgöngu, vefjagigtar og legslímuflakks (endómetríósu) svo dæmi séu tekin vekja upp spurningar um hversu mikil áhersla er lögð á heilsufar kvenna. Rannsóknir á sjúkdómum sem herja frekar á konur eru styttra á veg komnar en margar aðrar rannsóknir og þegar andlegt álag sem fyrr var nefnt leggst ofan á áhyggjur af líkamlegri heilsu er sú hætta fyrir hendi að heilsufar kvenna fari versnandi. Þá hafa lífslíkur kvenna ekki aukist eins mikið og lífslíkur karla og samtímis er lífeyrir kvenna sem unnu skert starfshlutfall á lífsleiðinni til að geta sinnt börnum, heimili og maka mjög takmarkaður. Við þurfum að viðhalda því jafnrétti sem hefur áunnist nú þegar við erum að komast út úr þessi kófi sem hefur einkennt líf okkar í meira en eitt ár. En jafnframt þurfum við að berjast því sem upp á vantar til að koma á fullu jafnrétti. Til að svo megi verða þurfum við framar öllu að útrýma staðalmyndum og gefa framtíðarkynslóðum þau skilaboð að þau geti starfað við það sem þau vilja í framtíðinni, og það algjörlega óháð kyni. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Jafnréttismál Linda Hrönn Þórisdóttir Mest lesið 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
„Þú getur orðið flugfreyja og hann flugmaður.“ Þessum orðum var beint til dóttur minnar þegar hún lék sér eins árs gömul við jafnaldra frænda sinn fyrir tólf árum síðan. Það er hárrétt að dóttir mín getur eflaust orðið flugfreyja (eða réttara sagt flugþjónn) síðar meir ef hún kærir sig um það en hún getur líka orðið flugmaður, rafvirki, verkfræðingur, smiður, kennari eða hvað annað sem hún kærir sig um. Þessum orðum var ekki beint til dóttur minnar vegna vantrúar á getu hennar til að gegna vissum störfum síðar á ævinni heldur vegna staðalmynda sem enn fyrirfinnast á meðal margra. Sem betur fer hefur jafnréttisbaráttan skilað góðum árangri víða um heim undanfarna áratugi, meðal annars hér á landi. Almenn atvinnuþátttaka kvenna, aukin menntun þeirra og meiri þátttaka feðra í uppeldi barna sinna er orðinn sjálfsagður þáttur í samfélaginu í dag. Formæður okkar ruddu veginn og baráttan var erfið. Réttarkerfið sem um aldir var byggt á hagsmunum karla bitnaði oftar en ekki á réttindum kvenna og fengu konur ekki þann sess sem þær verðskulduðu með dugnaði sínum, gáfum og hugmyndum. Þrátt fyrir gjörbreytta stöðu í dag þurfum við að standa vörð um þau réttindi sem hafa áunnist. Þó staðan í samfélaginu og verkaskiptingin innan heimilisins er orðin jafnari bera konur oftar það sem á ensku hefur verið kallað Mental load. Með þessu hugtaki er átt við það andlega álag sem fylgir því að hafa yfirumsjón með þeim verkum sem þarf að sinna. Mikil orka fer í að hafa yfirsýn yfir verkefnin, úthluta þeim og sjá til þess að þeim sé framfylgt. Á vinnustöðum eru það yfirleitt framkvæmdastjórar og aðrir þeir sem bera meginábyrgð á starfseminni sem þurfa að hafa þetta Mental load og er oftar en ekki hluti af starfslýsingu þeirra. Innan veggja heimilisins eru það yfirleitt konurnar sem eru settar í hlutverk launalausa framkvæmdastjórans, hvort sem þær vilja það eður ei. Þessu álagi bæta konur við önnur verkefni sem bíða þeirra dags daglega og sífellt fleiri konur tala um hversu mikil áhrif það hefur á líðan þeirra að þurfa að hafa samtímis yfirsýn og verkstjórn með fjölda ólíkra viðfangsefna. Það er nefnilega eitt að vinna verkin og annað að bera ábyrgð á að þeim sé sinnt. Jafnrétti innan heimilisins er ekki náð fyrr en þessari byrði er skipt á milli þeirra fullorðnu sem reka heimilið. Og jafnrétti er ekki náð fyrr en við losum okkur við staðalmyndir um hvaða starfsvettvang börn geta valið sér á grundvelli kyns. Á undanförnum árum hefur jafnréttisbaráttan beðið hnekki í kjölfar öfgaskoðanna stjórnmálaflokka víða um heim sem hafa náð völdum. Sá málflutningur sem þar er boðaður ýtir okkur mörgum áratugum til baka og gerir að engu það jafnrétti sem hefur áunnist. Þá hefur Covid-19 því miður haft neikvæð áhrif á stöðu kvenna, meðal annars með auknu atvinnuleysi, meiri einangrun og verra heilsufari. Ofbeldi gegn konum hefur aukist að undanförnu og áætlað er að ein af hverjum þremur konum verði fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Hingað til höfum við hér á landi getað státað okkur af þokkalegri góðri stöðu kvenna til samanburðar við önnur lönd og höfum við til að mynda getað treyst því að heilbrigðiskerfið mismuni ekki neinum út frá kynferði, sjúkdómum eða öðru. Staðan er þó þannig að skimun vegna krabbameins hjá konum hefur verið í uppnámi undanfarna mánuði. Fréttir af konum sem hafa fengið skerta þjónustu vegna meðgöngu, vefjagigtar og legslímuflakks (endómetríósu) svo dæmi séu tekin vekja upp spurningar um hversu mikil áhersla er lögð á heilsufar kvenna. Rannsóknir á sjúkdómum sem herja frekar á konur eru styttra á veg komnar en margar aðrar rannsóknir og þegar andlegt álag sem fyrr var nefnt leggst ofan á áhyggjur af líkamlegri heilsu er sú hætta fyrir hendi að heilsufar kvenna fari versnandi. Þá hafa lífslíkur kvenna ekki aukist eins mikið og lífslíkur karla og samtímis er lífeyrir kvenna sem unnu skert starfshlutfall á lífsleiðinni til að geta sinnt börnum, heimili og maka mjög takmarkaður. Við þurfum að viðhalda því jafnrétti sem hefur áunnist nú þegar við erum að komast út úr þessi kófi sem hefur einkennt líf okkar í meira en eitt ár. En jafnframt þurfum við að berjast því sem upp á vantar til að koma á fullu jafnrétti. Til að svo megi verða þurfum við framar öllu að útrýma staðalmyndum og gefa framtíðarkynslóðum þau skilaboð að þau geti starfað við það sem þau vilja í framtíðinni, og það algjörlega óháð kyni. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun