Umfjöllun og viðtöl ÍR - KA 22-32| KA-menn kjöldrógu ÍR

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
visir-img
vísir/elín björg

Fallið botnlið ÍR tók á móti KA. KA-menn kjöldrógu ÍR-inga og unnu með 10 mörkum, 22-32

Þýðingarlítill leikur fyrir ÍR sem eru fallnir úr Olís-deild karla en KA að spila um sæti í úrslitakeppninni.

KA-menn tóku frumkvæðið strax og við tók 0-5 kafli og því KA búnir að koma sér í ágætisstöðu á þessum fyrstu mínútum.

Það tók ÍR rúmlega 10 mínútur að koma boltanum í netið og var það Egill Skorri sem skoraði fyrsta mark ÍR úr víti.

Rétt áður en vítið var dæmt tók Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, leikhlé og það virtist kveikja í mönnum.

Eftir um 20 mínútur var staðan orðin 4-8 og aðeins annað sjá íR- liðið það sem eftir lifði fyrri hálfleiks.

Hálfleikstölur í Austurberginu 9-14.

Hálfleikurinn virtist fara illa í ÍR-inga. 

Áfram héldu KA að auka forsystuna og þegar stundarfjórðungur var eftir voru þeir 8 mörkum yfir, 15-23.

Kristinn tekur þá leikhlé en það skilaði litlu. 

Lokatölur 22-32. 

Afhverju vann KA?

KA-menn voru þyrstari í sigur. Þeir spiluðu þéttann varnarleik og vel útfærðan sóknarleik. Þeir voru seigir að keyra í hraðaupphlaup og fiska víti. Mættu einfaldlega miklu ákveðnari í þennan leik. 

Hverjir stóðu upp úr?

Hjá ÍR var það Dagur Sverrir Kristjánsson sem var atkvæðamestur með 7 mörk. Ólafur Haukur var með 4 mörk.

Hjá KA var Árni Bragi Eyjólfsson á eldi. Hann skoraði 14 mörk úr 14 skotum, var klókur að keyra í hraðaupphlaup og var bara allt í öllu í dag.  

Nicholas Satchwell var með 9 bolta varða, 33% marvörslu. 

Hvað gekk illa?

Fyrstu 12 mínútrnar hjá ÍR voru arfaslakar. Þeir höfðu engin svör við varnarleik KA og þegar þeir komust í færi skutu þeir framhjá. Seinni hálfleikurinn var líka slakur. 

Hvað gerist næst?

KA eiga eftir að spila sinn leik í 17. umferð og fer hann fram fimmtudaginn 13. maí kl 16.00 gegn Aftureldingu. 

Í 20. umferð mætir ÍR, einnig Aftureldingu og fer sá leikur fram sunnudaginn 16. maí kl 14.00.

Jónatan: Hver sigur er gríðarlega dýrmætur og mikilvægur.

„Ég er ánægður. Mikilvægt að fá tvö stig og við komum til þess að sækja þau. Ég er ánægður með okkur,“ sagði Jónatan, þjálfari KA eftir sigur á ÍR í dag. 

KA tóku forystu strax á fyrstu mínútu leiksins og létu hana aldrei af hendi. 

„Við þurftum að vera þolinmóðir. Vitandi það að ÍR eru búnir að vera í ströggli. Við þurftum að standa lengi vörn. Það er mikil barátta í ÍR-ingum og hefur verið það í allan vetur. Þessi leikur þróaðist ekkert ósvipað og aðrir leikir sem ÍR hefur spilað. Maður þarf að vera þolinmóður og halda tempóinu uppi og það tókst ágætlega hjá okkur í dag.“

KA-menn eiga tvo leiki inni núna og eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni.

„Það er mikil barátta þarna á milli margra liða og hvert stig og hver sigur er gríðarlega dýrmætur og mikilvægur. Þess vegna er ég ánægður að vinna í dag og ná í þessa tvo punkta.“

„Við ákváðum að fresta tveimur leikjum, vitandi að leikjaálagið yrði mikið. Við kvörtum ekki yfir því og hlökkum mjög til. Þetta eru leikir sem við erum að fara spila sem eru upp á líf og dauða um hvort við komumst í úrslitakeppnina og ná sem besta sæti,“ sagði Jónatan að lokum. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira