Matur

BBQ kóngurinn: Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Girnileg grilluð kalkúnabringa að hætti BBQ-kóngsins.
Girnileg grilluð kalkúnabringa að hætti BBQ-kóngsins. Skjáskot

„Þessi er algjört æði. Auðvitað er ekki nauðsynlegt að reykja bringuna en ég mæli eindregið með því. Ef ég á afgang sneiði ég bringuna þunnt niður í álegg sem er fullkomið á samlokur,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson í sjónvarpsþættinum BBQ-kóngurinn sem sýndur var á Stöð 2 nú fyrr í vetur. 

Hér fyrir neðan er hægt að sjá klippu og uppskrift frá fyrsta þætti BBQ-kóngsins þar sem Alfreð töfrar fram grinilega grillaða kalkúnabringu. 

Klippa: Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu



Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu

  • Kalkúnabringa
    • 700 g kalkúnabringa
    • 100 g smjör
    • 2 hlutar pipar og 1 hluti salt
    • 1 lófafylli af eplaviðarspæni
    • BBQ-sinnepssósaa
  • Aðferð
  1. Kyndið grillið í 110 gráður.
  2. Blandið saman salti og pipar og kryddið bringuna vel.
  3. Setjið bringuna á grillið á óbeinan hita og setjið eplaviðarspæni beint á kolin eða í reykbox.
  4. Reykið bringuna í 30 mínútur og pakkið henni svo inn í þykkt lag af álpappír ásamt 100 grömmum af smjöri. Eldið í 1½ tíma eða þar til hún hefur náð 70 gráðum í kjarnhita.
  5. Takið bringuna af grillinu og leyfið henni að hvíla í álpappírnum í 30-60 mínútur.
  • BBQ-sinnepssósa - passar einstaklega vel með kalkún
    • 1 dl gult sinnep
    • 1 dl dökkur púðursykur
    • ½ dl edik
    • 2 tsk Worchestersósa
    • 1 tsk salt
    • 1 tsk nýmalaður svartur pipar
  • Aðferð

1. Blandið öllum hráefnunum saman í skál og smakkið til með salti og pipar.


Fyrir áhugasama er hægt að nálgasta alla þætti BBQ kóngsins á Stöð 2+.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×