Nokkur orð um kynferðislegt ofbeldi Margrét Valdimarsdóttir skrifar 7. maí 2021 09:31 Fyrir um 25 árum heyrði ég útvarpsviðtal við þáverandi talskonu Stígamóta um háa tíðni nauðgana á útihátíðum. Umræðuefnið var fastur liður í kringum verslunarmannahelgi. Útvarpsmaðurinn spurði hvaða skilaboðum talskonan vildi koma til ungra kvenna, hvaða ráð hún vildi gefa þeim. Talskonan sagði að við ungar konur á leiðinni á útihátíð vildi hún segja „góða skemmtun“, en að hún vildi minna karla á öllum aldri á að nauðga engum. Útvarpsmaðurinn varð vandræðalegur og þakkaði henni fyrir komuna. Svar talskonunnar opnaði augu mín fyrir því hvað þær hugmyndir sem við höfum um kynferðisbrot eru litaðar af mikilli þolendaskömm. Hugmyndin um að þolendur séu á einhvern hátt ábyrgir fyrir brotinu, eða að a.m.k. ábyrgir fyrir að koma í veg fyrir það, skýrir að hluta til af hverju fáir segja frá. Ég man líka eftir rúmlega 20 ára gamalli frétt af ungri konu á Húsavík, sú steig fram og sagði frá. Það var sérstaklega fréttnæmt að hluti íbúa safnaði undirskriftum til að styðja gerandann, ekki þolandann. Stuðningsyfirlýsing með yfir 100 undirskriftum var birt í bæjarblaðinu. Fólki fannst þetta fínn gaur. Þessi frétt varð til þess að ég fór að íhuga hvaða áhrif skrímslavæðing gerenda getur haft. Sú ranghugmynd að menn sem gerast sekir um kynferðisbrot séu fáir og alvondir skýrir hvers vegna fólk á erfitt með að trúa að „venjulegir“ menn geti nauðgað. Hvað undirskriftalistann varðar þá er það í mínum huga aukaatriði að maðurinn á Húsavík var síðar sakfelldur, bæði í héraði og í hæstarétti. Ekkert þeirra sem skrifaði undir var á staðnum og gat því vitað hvort nauðgunin átti sér stað eða ekki, það er og var alltaf aðalatriðið. Mörgum árum seinna, sagði þolandinn frá því í fjölmiðlum að það eina verra en nauðgunin hefði verið að sjá fólk „halda með“ gerandanum. Rétt eins og þið, þá veit ég ekki hvað gerðist 14. mars síðastliðinn. Mér finnst þó mikilvægt að við áttum okkur á því að athugasemdir við fréttir, statusar, tíst og myndbönd á samfélagsmiðlum eru nútíma undirskriftalistar í bæjarblaðinu. Það sem við segjum á internetinu er ekki ekkert. Íslenskar rannsóknir sýna að hlutfall þolenda sem tilkynnir kynferðisbrot til lögreglu hefur aukist lítillega á síðustu árum. Það er þó enn lágt, og mun lægra en hlutfall þolenda annars konar brota. Ef einhver segir okkur frá kynferðisofbeldi ættu okkar viðbrögð að vera að trúa og sýna stuðning. Enn í dag er erfitt fyrir þolendur að segja frá. Saklaus uns sekt er sönnuð er mikilvæg regla í dómsmálum, en á ekki við um samskipti milli einstaklinga. Ég hef séð tillögu um uppsetningu á heimasíðu þar sem fólk getur nafnlaust sakað fólk um kynferðisofbeldi. Ég myndi ekki styðja né taka þátt í því. Slíkt hefur verið notað sem kúgunartæki í öðrum löndum. Það er ekki það sem við þurfum. Við þurfum samfélag þar sem fólk styður þolendur í sínu nærumhverfi og kynferðisbrot eru tekin alvarlega í réttarkerfinu. Höfundur er félags- og afbrotafræðingur og lektor í lögreglufræði við HA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Sjá meira
Fyrir um 25 árum heyrði ég útvarpsviðtal við þáverandi talskonu Stígamóta um háa tíðni nauðgana á útihátíðum. Umræðuefnið var fastur liður í kringum verslunarmannahelgi. Útvarpsmaðurinn spurði hvaða skilaboðum talskonan vildi koma til ungra kvenna, hvaða ráð hún vildi gefa þeim. Talskonan sagði að við ungar konur á leiðinni á útihátíð vildi hún segja „góða skemmtun“, en að hún vildi minna karla á öllum aldri á að nauðga engum. Útvarpsmaðurinn varð vandræðalegur og þakkaði henni fyrir komuna. Svar talskonunnar opnaði augu mín fyrir því hvað þær hugmyndir sem við höfum um kynferðisbrot eru litaðar af mikilli þolendaskömm. Hugmyndin um að þolendur séu á einhvern hátt ábyrgir fyrir brotinu, eða að a.m.k. ábyrgir fyrir að koma í veg fyrir það, skýrir að hluta til af hverju fáir segja frá. Ég man líka eftir rúmlega 20 ára gamalli frétt af ungri konu á Húsavík, sú steig fram og sagði frá. Það var sérstaklega fréttnæmt að hluti íbúa safnaði undirskriftum til að styðja gerandann, ekki þolandann. Stuðningsyfirlýsing með yfir 100 undirskriftum var birt í bæjarblaðinu. Fólki fannst þetta fínn gaur. Þessi frétt varð til þess að ég fór að íhuga hvaða áhrif skrímslavæðing gerenda getur haft. Sú ranghugmynd að menn sem gerast sekir um kynferðisbrot séu fáir og alvondir skýrir hvers vegna fólk á erfitt með að trúa að „venjulegir“ menn geti nauðgað. Hvað undirskriftalistann varðar þá er það í mínum huga aukaatriði að maðurinn á Húsavík var síðar sakfelldur, bæði í héraði og í hæstarétti. Ekkert þeirra sem skrifaði undir var á staðnum og gat því vitað hvort nauðgunin átti sér stað eða ekki, það er og var alltaf aðalatriðið. Mörgum árum seinna, sagði þolandinn frá því í fjölmiðlum að það eina verra en nauðgunin hefði verið að sjá fólk „halda með“ gerandanum. Rétt eins og þið, þá veit ég ekki hvað gerðist 14. mars síðastliðinn. Mér finnst þó mikilvægt að við áttum okkur á því að athugasemdir við fréttir, statusar, tíst og myndbönd á samfélagsmiðlum eru nútíma undirskriftalistar í bæjarblaðinu. Það sem við segjum á internetinu er ekki ekkert. Íslenskar rannsóknir sýna að hlutfall þolenda sem tilkynnir kynferðisbrot til lögreglu hefur aukist lítillega á síðustu árum. Það er þó enn lágt, og mun lægra en hlutfall þolenda annars konar brota. Ef einhver segir okkur frá kynferðisofbeldi ættu okkar viðbrögð að vera að trúa og sýna stuðning. Enn í dag er erfitt fyrir þolendur að segja frá. Saklaus uns sekt er sönnuð er mikilvæg regla í dómsmálum, en á ekki við um samskipti milli einstaklinga. Ég hef séð tillögu um uppsetningu á heimasíðu þar sem fólk getur nafnlaust sakað fólk um kynferðisofbeldi. Ég myndi ekki styðja né taka þátt í því. Slíkt hefur verið notað sem kúgunartæki í öðrum löndum. Það er ekki það sem við þurfum. Við þurfum samfélag þar sem fólk styður þolendur í sínu nærumhverfi og kynferðisbrot eru tekin alvarlega í réttarkerfinu. Höfundur er félags- og afbrotafræðingur og lektor í lögreglufræði við HA.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun