Breiðholtið vex Lilja Alfreðsdóttir skrifar 4. maí 2021 16:30 Þegar kennsla hófst í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti árið 1975 var hluti af iðnnámi kenndur utan dyra. Vonir stóðu til að fyrirkomulagið væri tímabundið og skólastjórnendur, kennarar og nemendur horfðu löngunaraugum til byggingalóðar sem þótti henta vel undir nýtt kennsluhúsnæði. Í dag – 46 árum síðar – er lóðin enn óbyggð og hluti af kennslu í verklegum greinum fer enn fram undir berum himni! Nú sér hins vegar fyrir endann á áratugabið Breiðhyltinga og annarra velunnara skólans, því í síðustu viku undirritaði ég ásamt borgarstjóra samningur um nýbyggingu fyrir verk- og listnám við FB. Undirritunin markaði tímamót og það vottaði fyrir tárum á hvarmi sumra sem voru viðstaddir. Uppbygging verk- og listnámsaðstöðu við Fjölbrautaskólann í Breiðholti er engin tilviljun, heldur er hún hluti af skýrri stefnu yfirvalda. Við upphaf kjörtímabilsins einsetti ég mér að koma verkmenntun á þann stall sem hún á skilið. Ryðja úr vegi kerfislægum hindrunum sem hafa beint ungu fólki frekar í bóknám en verknám, tryggja iðnmenntuðum sömu tækifærin til háskólanáms og auðvelda iðnnemum að komast á vinnustaðasamning, eða ella fá sambærilega þjálfun með öðrum leiðum. Allt ofangreint er að ganga eftir. Grundvallarbreyting hefur orðið á viðhorfum til starfsmenntunar og áhuginn á starfsnámi hefur snaraukist. Verk- og tæknimenntaskólar eru meðal vinsælustu framhaldsskóla landsins og laða í stórauknum mæli til sín hæfileikafólk á öllum aldri. Aðsóknartölur undanfarinna ára sýna sterka leitni upp á við og fyrstu vísbendingar um innritun í framhaldsskólanna fyrir næsta skólaár gefa til kynna aðsóknarmet í verknám. Mannlíf í Breiðholti og menntun í landinu mun njóta góðs af uppbyggingunni sem er framundan við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hún rímar vel við hugmyndir um nýjan og nútímalegan Tækniskóla og auknar fjárveitingar til tækjakaupa í öðrum verkmenntaskólum um allt land. Í lok kjörtímabils vænti ég þess að geta horft stolt um öxl, enda er vöxtur og viðgangur góðrar verkmenntunar ein af forsendum þess að samfélagið okkar blómstri. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Reykjavík Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þegar kennsla hófst í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti árið 1975 var hluti af iðnnámi kenndur utan dyra. Vonir stóðu til að fyrirkomulagið væri tímabundið og skólastjórnendur, kennarar og nemendur horfðu löngunaraugum til byggingalóðar sem þótti henta vel undir nýtt kennsluhúsnæði. Í dag – 46 árum síðar – er lóðin enn óbyggð og hluti af kennslu í verklegum greinum fer enn fram undir berum himni! Nú sér hins vegar fyrir endann á áratugabið Breiðhyltinga og annarra velunnara skólans, því í síðustu viku undirritaði ég ásamt borgarstjóra samningur um nýbyggingu fyrir verk- og listnám við FB. Undirritunin markaði tímamót og það vottaði fyrir tárum á hvarmi sumra sem voru viðstaddir. Uppbygging verk- og listnámsaðstöðu við Fjölbrautaskólann í Breiðholti er engin tilviljun, heldur er hún hluti af skýrri stefnu yfirvalda. Við upphaf kjörtímabilsins einsetti ég mér að koma verkmenntun á þann stall sem hún á skilið. Ryðja úr vegi kerfislægum hindrunum sem hafa beint ungu fólki frekar í bóknám en verknám, tryggja iðnmenntuðum sömu tækifærin til háskólanáms og auðvelda iðnnemum að komast á vinnustaðasamning, eða ella fá sambærilega þjálfun með öðrum leiðum. Allt ofangreint er að ganga eftir. Grundvallarbreyting hefur orðið á viðhorfum til starfsmenntunar og áhuginn á starfsnámi hefur snaraukist. Verk- og tæknimenntaskólar eru meðal vinsælustu framhaldsskóla landsins og laða í stórauknum mæli til sín hæfileikafólk á öllum aldri. Aðsóknartölur undanfarinna ára sýna sterka leitni upp á við og fyrstu vísbendingar um innritun í framhaldsskólanna fyrir næsta skólaár gefa til kynna aðsóknarmet í verknám. Mannlíf í Breiðholti og menntun í landinu mun njóta góðs af uppbyggingunni sem er framundan við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hún rímar vel við hugmyndir um nýjan og nútímalegan Tækniskóla og auknar fjárveitingar til tækjakaupa í öðrum verkmenntaskólum um allt land. Í lok kjörtímabils vænti ég þess að geta horft stolt um öxl, enda er vöxtur og viðgangur góðrar verkmenntunar ein af forsendum þess að samfélagið okkar blómstri. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun