Eiga iðjuþjálfar heima í grunnskólum landsins? Guðrún Agla Gunnarsdóttir, Herdís Júlía Júlíusdóttir og Steinunn Þorsteinsdóttir skrifa 4. maí 2021 10:32 Lengi hefur verið í umræðunni að skortur sé víða á fagþekkingu í grunnskólum landsins til þess að mæta þörfum fatlaðra barna. Fagþekking iðjuþjálfa getur nýst vel í starfi grunnskólanna þar sem markmiðið er að gera barninu betur kleift að taka þátt í skólaumhverfinu. Þroskahjálp í samstarfi við Einhverfusamtökin hélt í apríl afar áhugaverðan og mikilvægan fund um hvernig takast mætti á við þann vanda að ekki eru næg úrræði sem standa grunnskólabörnum með sérþarfir til boða. Skólakerfið er því ekki að mæta þörfum hvers og eins. Óvissan sem fylgir því hvað mun taka við eða hvaða leiðir skólarnir munu fara setur fjölskyldur í erfiða stöðu. Ljóst var af umræðunni að dæma, að aðstandendur fatlaðra barna krefjast þess að fagþekking á sérþörfum barna sé til staðar til þess að styðja við starfsfólk skólanna. Sérstaða iðjuþjálfa er að horfa á iðju barnsins út frá þörfum þess og samspili við umhverfið. Markmiðið er að auka þátttöku og styðja við velferð. Hornsteinn iðjuþjálfunar er að veita þjónustu sem miðar að þörfum og vilja viðkomandi en að baki er fjögurra ára háskólanám. Iðjuþjálfar vinna með börnum sem eiga í erfiðleikum með að taka þátt í skólatengdum athöfnum. Þar á meðal eru börn með þroskaröskun, hreyfihömlun, kvíða, athyglisbrest með eða án ofvirkni og börn á einhverfurófinu. Grunnskólabörn eru með ólíkar þarfir og ólíka skynúrvinnslu. Sem dæmi má nefna að sum börn eru viðkvæm fyrir áreiti á meðan önnur sækjast í mikið áreiti, enn önnur eru mitt á milli. Sum bregðast við áreitum á virkan hátt en önnur bregðast ekki við heldur bíða þau af sér. Iðjuþjálfar hafa sérþekkingu til að bregðast við ólíku skynúrvinnslumynstri einstaklinga, þ.á.m. barna. Með því að aðlaga umhverfið að þörfum barnsins má hugsanlega draga úr vanlíðan sem brýst jafnvel út í ákveðinni hegðun. Skólastofu má vel setja upp með því móti að hún falli vel að þörfum allra, svo að þeir sem sækjast í áreiti hafi getu til þess að fá viðeigandi örvun t.d. með fiktdóti eða svigrúmi til að geta hreyft sig. Nemendur sem eru viðkvæmir fyrir hljóðáreiti geta náð sér í heyrnarhlífar og að nemendur sem eiga erfitt með einbeitingu geta verið með skæra liti í kringum sig, t.d. með gulan eða grænan bakgrunn á bakvið námsefnið til þess að örva athyglina. Þetta eru dæmi um leiðir sem iðjuþjálfar nýta til að aðstoða við að aðlaga iðju og umhverfi að þörfum hvers og eins, ýmist með ráðgjöf, stuðningi og samvinnu með börnum og öllum þeim sem koma að málum þeirra. Ásamt skynúrvinnslu og aðlögun á umhverfinu er einnig áhersla lögð á líkamsbeitingu, samhæfingu augna og handa og félagsfærni þar sem stuðlað er að aukinni virkni, bættri heilsu og vellíðan barnsins. Iðjuþjálfar sem að starfa með börnum leggja því áherslu á að vinna með þá þætti sem ýmist styðja við eða hindra þátttöku þeirra í skólaumhverfinu, þar sem horft er á samspil einstaklings, iðju og umhverfis. Höfundar eru nemar í starfsréttindanámi í iðjuþjálfun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Lengi hefur verið í umræðunni að skortur sé víða á fagþekkingu í grunnskólum landsins til þess að mæta þörfum fatlaðra barna. Fagþekking iðjuþjálfa getur nýst vel í starfi grunnskólanna þar sem markmiðið er að gera barninu betur kleift að taka þátt í skólaumhverfinu. Þroskahjálp í samstarfi við Einhverfusamtökin hélt í apríl afar áhugaverðan og mikilvægan fund um hvernig takast mætti á við þann vanda að ekki eru næg úrræði sem standa grunnskólabörnum með sérþarfir til boða. Skólakerfið er því ekki að mæta þörfum hvers og eins. Óvissan sem fylgir því hvað mun taka við eða hvaða leiðir skólarnir munu fara setur fjölskyldur í erfiða stöðu. Ljóst var af umræðunni að dæma, að aðstandendur fatlaðra barna krefjast þess að fagþekking á sérþörfum barna sé til staðar til þess að styðja við starfsfólk skólanna. Sérstaða iðjuþjálfa er að horfa á iðju barnsins út frá þörfum þess og samspili við umhverfið. Markmiðið er að auka þátttöku og styðja við velferð. Hornsteinn iðjuþjálfunar er að veita þjónustu sem miðar að þörfum og vilja viðkomandi en að baki er fjögurra ára háskólanám. Iðjuþjálfar vinna með börnum sem eiga í erfiðleikum með að taka þátt í skólatengdum athöfnum. Þar á meðal eru börn með þroskaröskun, hreyfihömlun, kvíða, athyglisbrest með eða án ofvirkni og börn á einhverfurófinu. Grunnskólabörn eru með ólíkar þarfir og ólíka skynúrvinnslu. Sem dæmi má nefna að sum börn eru viðkvæm fyrir áreiti á meðan önnur sækjast í mikið áreiti, enn önnur eru mitt á milli. Sum bregðast við áreitum á virkan hátt en önnur bregðast ekki við heldur bíða þau af sér. Iðjuþjálfar hafa sérþekkingu til að bregðast við ólíku skynúrvinnslumynstri einstaklinga, þ.á.m. barna. Með því að aðlaga umhverfið að þörfum barnsins má hugsanlega draga úr vanlíðan sem brýst jafnvel út í ákveðinni hegðun. Skólastofu má vel setja upp með því móti að hún falli vel að þörfum allra, svo að þeir sem sækjast í áreiti hafi getu til þess að fá viðeigandi örvun t.d. með fiktdóti eða svigrúmi til að geta hreyft sig. Nemendur sem eru viðkvæmir fyrir hljóðáreiti geta náð sér í heyrnarhlífar og að nemendur sem eiga erfitt með einbeitingu geta verið með skæra liti í kringum sig, t.d. með gulan eða grænan bakgrunn á bakvið námsefnið til þess að örva athyglina. Þetta eru dæmi um leiðir sem iðjuþjálfar nýta til að aðstoða við að aðlaga iðju og umhverfi að þörfum hvers og eins, ýmist með ráðgjöf, stuðningi og samvinnu með börnum og öllum þeim sem koma að málum þeirra. Ásamt skynúrvinnslu og aðlögun á umhverfinu er einnig áhersla lögð á líkamsbeitingu, samhæfingu augna og handa og félagsfærni þar sem stuðlað er að aukinni virkni, bættri heilsu og vellíðan barnsins. Iðjuþjálfar sem að starfa með börnum leggja því áherslu á að vinna með þá þætti sem ýmist styðja við eða hindra þátttöku þeirra í skólaumhverfinu, þar sem horft er á samspil einstaklings, iðju og umhverfis. Höfundar eru nemar í starfsréttindanámi í iðjuþjálfun.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun