Lena á leið í Stjörnuna: „Er að skipta því það er búið að frysta hana“ Anton Ingi Leifsson skrifar 4. maí 2021 07:00 Lena Margrét er á leið burt frá Fram. vísir/hulda margrét Lena Margrét Valdimarsdóttir er að ganga í raðir Stjörnunnar í Olís-deild kvenna en hún kemur frá uppeldisfélaginu Fram. Greint var frá skiptunum í Seinni bylgjunni sem var á dagskránni á mánudagskvöldið. Lena Margrét er ansi öflug skytta sem getur einnig leikið sem hægri hornamaður en hún hefur verið viðloðandi yngri landslið Íslands. Hún hefur þó verið á eftir Hildi Þorgeirsdóttur í Safamýrinni og hefur því ákveðið að skipta. Svava Kristín Grétarsdóttir, Sigurlaun Rúnarsdóttir og Íris Ásta Pétursdóttir ræddu um skiptin í Seinni bylgjunni i gær og Sigurlaug tók fyrst við boltanum. „Mér finnst þetta hræðilegt fyrir Fram. Hún er að skipta því það er búið að frysta hana alltof lengi. Hún er leikmaður sem átti að vera komin að minnsta kosti helming á móti Hildi,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. „Hildur er frábær leikmaður en það er alltaf gott að vera með tvo sterka leikmenn og sérstaklega því Lena er uppalin Framari. Þetta er stór og frábær biti fyrir Stjörnuna. Ég get gagnrýnt Stefán fyrir að yngri leikmenn fái ekki næg tækifæri og þetta er afleiðing af því, held ég,“ bætti Sigurlaug við. „Lena og Hildur eru ótrúlega ólíkir leikmenn. Hildur er með yfirsýn og leitar að línunni og finnur góðar sendingar í hornið. Hún er mikill spilari en Lena er árásargjörn og hugsar ég er að fara skjóta. Hún er með frábær undirskot og þetta eru tveir ólíkir leikmenn,“ sagði Íris Ásta. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan þar sem má meðal annars sjá viðbrögð þjálfara Stjörnunnar er hún var spurð út í skiptin sem og af hverju væri ekki búið að tilkynna um félagaskiptin. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Lenu og Stjörnuna Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan Fram Stjarnan Olís-deild kvenna Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Sjá meira
Lena Margrét er ansi öflug skytta sem getur einnig leikið sem hægri hornamaður en hún hefur verið viðloðandi yngri landslið Íslands. Hún hefur þó verið á eftir Hildi Þorgeirsdóttur í Safamýrinni og hefur því ákveðið að skipta. Svava Kristín Grétarsdóttir, Sigurlaun Rúnarsdóttir og Íris Ásta Pétursdóttir ræddu um skiptin í Seinni bylgjunni i gær og Sigurlaug tók fyrst við boltanum. „Mér finnst þetta hræðilegt fyrir Fram. Hún er að skipta því það er búið að frysta hana alltof lengi. Hún er leikmaður sem átti að vera komin að minnsta kosti helming á móti Hildi,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. „Hildur er frábær leikmaður en það er alltaf gott að vera með tvo sterka leikmenn og sérstaklega því Lena er uppalin Framari. Þetta er stór og frábær biti fyrir Stjörnuna. Ég get gagnrýnt Stefán fyrir að yngri leikmenn fái ekki næg tækifæri og þetta er afleiðing af því, held ég,“ bætti Sigurlaug við. „Lena og Hildur eru ótrúlega ólíkir leikmenn. Hildur er með yfirsýn og leitar að línunni og finnur góðar sendingar í hornið. Hún er mikill spilari en Lena er árásargjörn og hugsar ég er að fara skjóta. Hún er með frábær undirskot og þetta eru tveir ólíkir leikmenn,“ sagði Íris Ásta. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan þar sem má meðal annars sjá viðbrögð þjálfara Stjörnunnar er hún var spurð út í skiptin sem og af hverju væri ekki búið að tilkynna um félagaskiptin. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Lenu og Stjörnuna Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan Fram Stjarnan Olís-deild kvenna Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Sjá meira