Körfubolti

Snæfell of stór biti fyrir Skallagrím

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Haiden Denise Palmer átti flottan leik í liði Snæfellinga.
Haiden Denise Palmer átti flottan leik í liði Snæfellinga.

Skallagrímur tók á móti Snæfelli í Domino's deild kvenna í dag. Snæfellingar tóku forystuna strax í upphafi og litu aldrei til baka. Lokastaðan 20 stiga sigur gestanna, 67-87.

Heimakonur skoruðu fyrstu stig leiksins, en það var í eina skiptið sem þær voru yfir í dag.

Sæfellingar komust fljótt yfir og náðu mest sjö stiga forskoti í fyrsta leikhluta. Heimakonur náðu að minnka muninn fyrir lok leikhlutans og munurinn þrjú stig eftir hann.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í byrjun annars leikhluta, en gestirnir settu í annan gír um miðbik hans og náðu 11 stiga forskoti áður en flautað var til hálfleiks.

Skallagrímur náði að klóra aðeins í bakkann í þriðja leikhluta og minnkaði muninn í sjö stig.

Í lokaleikhlutanum tóku gestirnir þó öll völd og keyrðu gjörsamlega yfir heimakonur. Snæfellingar unnu leikhlutann 27-14, og lokatölur því 87-67 gestunum í vil.

Anna Soffía Lárusdóttir var stigahæst í dag með 27 stig í liði gestanna. Haiden Denise Palmer var með þrefalda tvennu í liði Snæfellinga, en hún skoraði 22 stig, tók tíu fráköst og gaf 14 stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×