Hvað með allt hitt? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 30. apríl 2021 10:00 Það var dapurlegt að horfa á Kveik í gærkvöldi þar sem flett var ofan af sjálftöku félags sem hefur um áraraðir tekist að draga hundruðir milljóna í vasa eigenda sinna fyrir þjónustu við lífeyrissjóðina. Það skal tekið fram að LIVE og VR eru með sitt eigið skráningarkerfi og því ekki hluti af þessu tiltekna svindli. En hugsið ykkur að ef eitt fyrirtæki sem starfar svo nálægt sjóðunum og sérfræðingum þeirra kemst upp með svona lagað óáreitt og eftirlitslaust, hvað með allt hitt? Hvernig er eftirliti með fjárfestingum háttað þegar nýráðin framkvæmdastjóri stéttarfélags fer að gera athugasemdir við háan kostnað og flettir svo ofan af svindli sem hefur viðgengist um áraraðir ofan í hálsmáli sjóðanna. Rekstrarkostnaður lífeyrissjóða eru tugir milljarðar á ári hverju og þar starfa á annað hundrað mjög vel launaðra stjórnenda sem bera ábyrgð á þessu máli og yfir 6.000 milljarða eignum. Það er von að maður spyrji hvar fleiri leka og sviksamleg athæfi séu að finna innan lífeyrissjóðanna. Mín reynsla af þeim spillingarmálum sem komið hafa upp síðustu árin eru að sjóðirnir leggja meira kapp á að þagga niður og fela en að rannsaka og sækja rétt sinn fyrir hönd eigenda sinna. Með öðrum orðum þá vegur orðspor stjórnenda meira en raunverulegir hagsmunir sjóðfélaga. Þetta eru stór orð en auðvelt er að rökstyðja með spurningu: Hversu oft hafa lífeyrissjóðirnir farið í mál, eða leitað réttar síns, til að sækja bætur ef grunur er um sviksamlegt athæfi gagnvart þeim? Ég held að flestir viti svarið. Þó er hægt að nefna hrunmálin, alþjóðleg endurskoðendafyrirtæki hrunfyrirtækjanna sem kvittuðu uppá að allt væri í lagi, gjaldmiðlaafleiður lífeyrissjóðanna fyrir hrun, Bakkavararmálið 2015 þar sem sjóðirnir töpuðu að lágmarki 50 til 60 milljörðum, kísilverin, Lindarvatn, Upphaf, Gamma og svo mætti lengi lengi telja. Af nægu er að taka en ekki virðist nokkur áhugi á að gera neitt í einu eða neinu nema það komi uppá yfirborðið með þeim hætti sem Kveikur fjallaði um. Versta form spillingar er ekki glæpurinn sjálfur, heldur að vita af honum og aðhafast ekkert, meðvirknin og þöggunin er frjór jarðvegur spillingar og ábyrgð stjórnenda lífeyrissjóðanna er mikill. Maður hefði ætlað að hryna afsagna kæmi nú í kjölfarið en ekkert mun raunverulega breytast. En svona gerast hlutirnir þegar farið er með annara manna fé og eina leiðin til að breyta þessum eitraða kúltúr er að heildarendurskoðun fari fram á starfsemi lífeyrissjóða og að sjóðfélagar sjálfir munu skipa í stjórnir þeirra. Slíkt kemur að sjálfsögðu ekki í veg fyrir spilling og sviksemi en aðhaldið yrði margfalt betra og meira, því verra getur þetta ekki orðið. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Lífeyrissjóðir Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Sjá meira
Það var dapurlegt að horfa á Kveik í gærkvöldi þar sem flett var ofan af sjálftöku félags sem hefur um áraraðir tekist að draga hundruðir milljóna í vasa eigenda sinna fyrir þjónustu við lífeyrissjóðina. Það skal tekið fram að LIVE og VR eru með sitt eigið skráningarkerfi og því ekki hluti af þessu tiltekna svindli. En hugsið ykkur að ef eitt fyrirtæki sem starfar svo nálægt sjóðunum og sérfræðingum þeirra kemst upp með svona lagað óáreitt og eftirlitslaust, hvað með allt hitt? Hvernig er eftirliti með fjárfestingum háttað þegar nýráðin framkvæmdastjóri stéttarfélags fer að gera athugasemdir við háan kostnað og flettir svo ofan af svindli sem hefur viðgengist um áraraðir ofan í hálsmáli sjóðanna. Rekstrarkostnaður lífeyrissjóða eru tugir milljarðar á ári hverju og þar starfa á annað hundrað mjög vel launaðra stjórnenda sem bera ábyrgð á þessu máli og yfir 6.000 milljarða eignum. Það er von að maður spyrji hvar fleiri leka og sviksamleg athæfi séu að finna innan lífeyrissjóðanna. Mín reynsla af þeim spillingarmálum sem komið hafa upp síðustu árin eru að sjóðirnir leggja meira kapp á að þagga niður og fela en að rannsaka og sækja rétt sinn fyrir hönd eigenda sinna. Með öðrum orðum þá vegur orðspor stjórnenda meira en raunverulegir hagsmunir sjóðfélaga. Þetta eru stór orð en auðvelt er að rökstyðja með spurningu: Hversu oft hafa lífeyrissjóðirnir farið í mál, eða leitað réttar síns, til að sækja bætur ef grunur er um sviksamlegt athæfi gagnvart þeim? Ég held að flestir viti svarið. Þó er hægt að nefna hrunmálin, alþjóðleg endurskoðendafyrirtæki hrunfyrirtækjanna sem kvittuðu uppá að allt væri í lagi, gjaldmiðlaafleiður lífeyrissjóðanna fyrir hrun, Bakkavararmálið 2015 þar sem sjóðirnir töpuðu að lágmarki 50 til 60 milljörðum, kísilverin, Lindarvatn, Upphaf, Gamma og svo mætti lengi lengi telja. Af nægu er að taka en ekki virðist nokkur áhugi á að gera neitt í einu eða neinu nema það komi uppá yfirborðið með þeim hætti sem Kveikur fjallaði um. Versta form spillingar er ekki glæpurinn sjálfur, heldur að vita af honum og aðhafast ekkert, meðvirknin og þöggunin er frjór jarðvegur spillingar og ábyrgð stjórnenda lífeyrissjóðanna er mikill. Maður hefði ætlað að hryna afsagna kæmi nú í kjölfarið en ekkert mun raunverulega breytast. En svona gerast hlutirnir þegar farið er með annara manna fé og eina leiðin til að breyta þessum eitraða kúltúr er að heildarendurskoðun fari fram á starfsemi lífeyrissjóða og að sjóðfélagar sjálfir munu skipa í stjórnir þeirra. Slíkt kemur að sjálfsögðu ekki í veg fyrir spilling og sviksemi en aðhaldið yrði margfalt betra og meira, því verra getur þetta ekki orðið. Höfundur er formaður VR.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar