Opið bréf til dómsmálaráðherra vegna starfshóps um happdrætti Alma Hafsteinsdóttir skrifar 30. apríl 2021 09:31 Spilafíkn á sér margar hliðar og telja Samtök áhugafólks um spilafíkn mikilvægt að koma sínum sjónarmiðum að í allri umræðu sem fram fer um þennan vanda eða málefni sem honum tengjast. Af þeim sökum var tekið jákvætt í ósk dómsmálaráðherra um að tilnefna fulltrúa í starfshóp sem ætlað er „að kanna mögulegar réttarbætur á sviði happdrættismála.” Samtökin sjá engu að síður ástæðu til að gera athugasemdir við þessa nefndarskipan ásamt hlutverki starfshópsins. Í fyrsta lagi er nefndinni ekki ætlað að fjalla um þá kröfu að spilakössum verði lokað til frambúðar eins og fram hefur komið í ítarlegri skoðanakönnun á vegum Gallup að er vilji 86% þjóðarinnar. Í öðru lagi vekur athygli að yfirgnæfandi meirihluti nefndarmanna er frá stofnunum og samtökum sem hafa beina fjárhagslega hagsmuni af rekstri spilakassa og happdrætta. Í þriðja lagi er starfsvið nefndarinnar um margt óljóst og hefði mátt ætla að markvissara væri að afmarka tiltekin álitamál svo sem hvað varðar netspilun, samvinnu rekstraraðila, spilakort, eftirlit, rannsóknir og meðferðarúrræði á spilafíkn í stað þess að ætla starfsnefnd að komast að niðurstöðu um alla þessa þætti. Í erindisbréfinu ægir öllu saman en athygli vekur að efst á blaði segir að kannaðir skuli „möguleikar núverandi sérleyfishafa á happdrættismarkaði hér á landi til að bjóða upp á spil á netinu.” Samtök áhugafólks um spilafíkn fagna allri umræðu um málefnið en að sjálfsögðu að því tilskyldu að verið sé af alvöru að takast á við þann vágest sem fjárhættuspil eru í lífi margra einstaklinga og fjölskyldna. Erindisbréf dómsmálaráðherra og nefndarskipun ber þess því miður ekki vott að vilji sé til að nálgast spilavandann úr þessari átt. SÁS ítreka að samtökin munu framvegis sem hingað til kappkosta að leggja gott til málanna hvar sem færi gefst. Virðingarfyllst, Alma Hafsteins, f.h Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Hafsteinsdóttir Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Skoðun Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Spilafíkn á sér margar hliðar og telja Samtök áhugafólks um spilafíkn mikilvægt að koma sínum sjónarmiðum að í allri umræðu sem fram fer um þennan vanda eða málefni sem honum tengjast. Af þeim sökum var tekið jákvætt í ósk dómsmálaráðherra um að tilnefna fulltrúa í starfshóp sem ætlað er „að kanna mögulegar réttarbætur á sviði happdrættismála.” Samtökin sjá engu að síður ástæðu til að gera athugasemdir við þessa nefndarskipan ásamt hlutverki starfshópsins. Í fyrsta lagi er nefndinni ekki ætlað að fjalla um þá kröfu að spilakössum verði lokað til frambúðar eins og fram hefur komið í ítarlegri skoðanakönnun á vegum Gallup að er vilji 86% þjóðarinnar. Í öðru lagi vekur athygli að yfirgnæfandi meirihluti nefndarmanna er frá stofnunum og samtökum sem hafa beina fjárhagslega hagsmuni af rekstri spilakassa og happdrætta. Í þriðja lagi er starfsvið nefndarinnar um margt óljóst og hefði mátt ætla að markvissara væri að afmarka tiltekin álitamál svo sem hvað varðar netspilun, samvinnu rekstraraðila, spilakort, eftirlit, rannsóknir og meðferðarúrræði á spilafíkn í stað þess að ætla starfsnefnd að komast að niðurstöðu um alla þessa þætti. Í erindisbréfinu ægir öllu saman en athygli vekur að efst á blaði segir að kannaðir skuli „möguleikar núverandi sérleyfishafa á happdrættismarkaði hér á landi til að bjóða upp á spil á netinu.” Samtök áhugafólks um spilafíkn fagna allri umræðu um málefnið en að sjálfsögðu að því tilskyldu að verið sé af alvöru að takast á við þann vágest sem fjárhættuspil eru í lífi margra einstaklinga og fjölskyldna. Erindisbréf dómsmálaráðherra og nefndarskipun ber þess því miður ekki vott að vilji sé til að nálgast spilavandann úr þessari átt. SÁS ítreka að samtökin munu framvegis sem hingað til kappkosta að leggja gott til málanna hvar sem færi gefst. Virðingarfyllst, Alma Hafsteins, f.h Samtaka áhugafólks um spilafíkn.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar