Föst í klóm sérhagsmunaafla Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson skrifa 27. apríl 2021 22:00 „Íslandi er að miklu leyti stjórnað af [sér]hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá.“ Ásgeir Jónsson, Seðlabankastjóri Það er löngu tímabært að rætt sé um það kverkatak sem sérhagsmunaöfl hafa á íslenskri þjóð, þar sem hagsmunum almennings er alltaf fórnað fyrir hagsmuni þessara ósýnilegu en allt umvefjandi afla. Heiftarleg aðför Samherja að Helga Seljan fréttamanni og gegn einstökum starfsmönnum Seðlabankans, hefur dregið óbilgirni þessara hagsmunaafla fram í dagsljósið. Þau svífast einskis. Þau hafa völdin, áhrifin og peningana og eru nógu siðlaus til að fara á eftir varnarlausum einstaklingum með þeim hætti sem hér um ræðir. Þetta eru hins vegar ekki nýjar fréttir og áhrif hagsmunaflanna blasa við öllum sem ekki haga sér eins og „aparnir þrír“ sem halda fyrir augu, eyru og munn, til að hvorki sjá né heyra auk þess að tala alls ekki um það sem þau þó vita. En nú hefur enginn annar en Seðlabankastjóri rofið þögnina og talað. Það eru stórtíðindi og maður getur bara vonað að aðrir embættis- og ráðamenn þjóðarinnar fylgi í kjölfarið og rífi duluna frá munninum, því þá gæti nú ýmislegt áhugavert komið í ljós. En af hverju er þessi þögn? Af hverju þorir enginn að tala? „Follow the Money“ „Í raun eiga aðeins þrír hópar á Íslandi raunverulegan pening í einhverjum mæli, fjárfestar ... útgerðarmenn og lífeyrissjóðirnir.“ Ásgeir Jónsson, Seðlabankastjóri Það eru bæði gömul sannindi og ný að peningum fylgja völd. En þarf það að vera svo? Peningum fylgja nefnilega ekki meiri völd en einhver er tilbúin til að gefa þeim. Það fylgja þeim engin völd nema einhver sé tilbúin til að beygja sig undir vald þeirra. Það er þar sem íslensk stjórnvöld, hvort sem þau eru til vinstri eða hægri, hafa kolfallið á öllum prófum. Eftir bankahrunið 2008 var ríkisstjórn sem beygði sig og buktaði fyrir peningunum og öflunum á bakvið þá, af þvílíkri auðmýkt að annað eins hefur varla sést. Ef sú ríkisstjórn hefði staðið í fæturna og varið heimilin í stað þess að taka þátt í hernaðinum gegn þeim, væri margt öðruvísi á Íslandi í dag. Þá hefðu 15.000 fjölskyldur ekki misst heimili sín í hendur fégráðugra peningaafla sem engu hafa hlíft og einskis hafa svifist gagnvart þeim. 15.000 fjölskyldur eru 40 – 60.000 einstaklingar, konur, menn og BÖRN! Það að þyngra en tárum taki að ekkert hafi breyst á öllum þeim tíma sem liðinn er. Hernaðurinn gegn heimilunum hefur staðið allar götur síðan þá með skelfilegum afleiðingum og hagsmunasamtök fjármálafyrirtækja (SFF) eru ennþá með þráðbeinan aðgang að fjármálaráðherra, þó hann sé annar en þá var og þeir hafi verið nokkrir síðan. Einn fjármálaráðherrann úr ríkisstjórninni sem fórnaði heimilunum, fór meira að segja að vinna fyrir hagsmunasamtök fjármálafyrirtækja (SFF) og er í dag framkvæmdarstjóri þeirra. Allt mjög kósý og þægilegt. Það hversu víða þræðir og ítök þessara hagsmunasamtaka liggja innan stjórnkerfisins, er rannsóknarefni út af fyrir sig. Sérhagsmunir í dómskerfinu Til að bæta gráu ofan á svart þá virðast sérhagsmunaöfl fjármagnsins hafa dómskerfið í vasanum. Hvernig sem ítök þeirra voru fyrir bankahrunið 2008, þá er ljóst að allt frá því hafa einstaklingar í deilum við banka ekki hlotið réttláta meðferð fyrir dómi. Á því kunna að vera einhverjar undantekningar svo lengi sem mál hafa ekki verið fordæmisgefandi, en þau mál eru einfaldlega undantekningar sem sanna regluna, því dómsmál þar sem hægt er að sýna fram á misbeitingu valds hjá dómurum eru fjölmörg. Þau eru reglan. Þáttaaskil urðu árið 2010 þegar dómarar gerðu þau „mistök“ að láta hagsmuni fjármálafyrirtækja ganga framar lögum í síðari dómum sínum um gengistryggðu lánin. Við ætlum ekki ekki að rekja þau mál hér en þar urðu ákveðin vatnaskil. Það er þekkt að lygar vefja upp á sig og að þá þræði verður erfiðara og erfiðara að slíta eftir því sem lengra líður því alltaf þéttist flækjan. Það á við um dómara á Íslandi. Þeir eru orðnir svo flæktir í þessum lygavef sínum að þeir ná ekki að losa sig. Þess vegna hefur fjöldi dómara á Íslandi ítrekað brotið með skelfilegum hætti gegn réttindum neytenda. Í dómi eftir dómi eru lög þvæld fram og til baka til að komast að „réttri“ og hagfelldri niðurstöðu sem ekki mun rugga bátnum, afsakið – lúxuxsnekkjunni, sem fjármálafyritækin sigla á. En það er greinilega ekkert mál að rugga kænunum sem fjölskyldurnar sitja í og hreinlega velta þeim í ólgusjónum sem fjármálafyrirtækin búa þeim með dyggri aðstoð dómara. Þetta verður ekki rakið nánar hér, en við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna erum til í að setjast yfir þessi mál með hverjum þeim fjölmiðli eða þingnefnd, sem vill skoða þau, en hingað til hefur enginn áhugi verið á því. Það segir samt sína sögu að í þeim hundruðum mála sem komið hafa fyrir dómstóla á undanförnum árum þar sem reynt hefur á lög um réttindi neytenda á fjármálamarkaði, hefur aðeins einu sinni verið dæmt samkvæmt þeim neytendum í vil. AÐEINS EINU SINNI! Hagsmunasamtök heimilanna hafa um árabil barist fyrir því að Alþingi skipi rannsóknarnefnd til að fjalla um og rannsaka aðgerðir stjórnvalda eftir hrun og áhrif þeirra á heimilin, Rannsóknarskýrslu heimilanna. Það er óhjákvæmilegt að dómsmál yrðu skoðuð í því samhengi. Það verður að gera Rannsóknarskýrslu heimilanna! Langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu „Hér er um að ræða langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu í krafti arðs vegna þess sérstaka aðgangs sem félagið hefur að nýtingu auðlinda almennings. Nú er mál að linni.“ Úr ályktun Íslandsdeildar Transparency International Þetta eru orð að sönnu og það liggja margir í valnum. Með beinum eða óbeinum hætti hefur verið ráðist á okkur sem þjóð. Sumir hafa glatað heimilum sínum á meðan aðrir geta aldrei náð endum saman af því leikurinn byggir á svindli, þar sem ásunum er laumað undir borðið svo „þeir“ geti tekið alla slagina. Hvernig svo sem við höfum upplifað spillinguna, eða hvort við höfum bara aldrei orðið hennar vör, þá er hún þarna og hefur, með beinum eða óbeinum hætti, áhrif á líf okkar allra. Þjóð sem getur ekki treyst dómskerfi sínu, er þjóð sem er illa stödd og riðar til falls. En það er ekki fyrr en þú þarft að leita réttlætis fyrir dómstólum gegn þessum sérhagsmunaaðilum, sem þú áttar þig á því hversu vonlaus staða þín er. Varnarleysið sem því fylgir er skelfilegt að upplifa. Spurningin sem við þurfum að spyrja okkur er, ætlum við að grípa til varna, eða halda áfram að láta þetta yfir okkur ganga? Ef við viljum snúa þessu við þá VERÐUM VIÐ að láta finna fyrir okkur og til þess er tækifæri í haust, tækifæri sem kemur (væntanlega) ekki aftur í fjögur ár. Við verðum að fara að þora að horfast í augu við þessi mál og hreinsa sárin. Til þess þurfum við Rannsóknarskýrslu heimilanna. Við verðum að muna að þegar eitt heimili fellur eru kannski búið að svipta 4 eða fleiri einstaklinga öryggi sínu og undirstöðu. Við verðum að muna að þegar einn ranglátur dómur fellur er búið að svipta einstaklinga, jafnvel heila fjölskyldu, lögvörðum réttindum sínum. Við verðum að muna að einstaklingar hafa enga fjárhagslega burði til að „taka slaginn“ eins og þarf að taka hann, gegn fjársterkustu hagsmunaöflum landsins. Við verðum að muna að þegar réttindi eins einstaklings eru fótum troðum, er verið að troða á réttindum okkar allra og engin veit hver er næstur. Samherji er að beita aflsmunum sínum gegn Helga Seljan og nokkrum starfsmönnum Seðlabankans. Seðlabankinn hefur gefið það út að hann muni greiða allan málskostnað sinna starfsmanna í þessum slag og Helgi Seljan hefur RÚV á bakvið sig sem mun væntanlega gera það sama. Heimilin hafa aldrei haft þannig bakhjarl. Þau hafa hvert og eitt þurft að taka slaginn sjálf, ein og óstudd, gegn þvílíku ofurefli að annað eins hefur ekki sést. Þau fengu ekki einu sinni að verja sig fyrir dómstólum þegar lánunum þeirra var breytt án þess að þau hefðu nokkuð um það segja. Til þess að einstaklingur geti gripið til einhverra varna fyrir dómstólum, þarf eitthvað að hafa misfarist í aðgerðum gegn honum. Aðgerðum sem byggja á lög- og mannréttindabrotum til að byrja með. Eini skjöldur einstaklinga sem lenda í mulningsvélum sérhagsmunaaflanna eru Hagsmunasamtök heimilanna, sjálfsprottin grasrótarsamtök sem rekin eru af sjálfboðaliðum. Við verðum að muna að á bakvið allar Excel tölurnar er fólk; fólk sem hefur horft á drauma sína, vonir og væntingar, splundrast á altari hagsmunaaflanna. (Ó)reglum verður að breyta. Fólkið fyrst og svo allt hitt! Við krefjumst Rannsóknarskýrslu heimilanna! Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og frambjóðandi Flokks fólksins Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Sjá meira
„Íslandi er að miklu leyti stjórnað af [sér]hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá.“ Ásgeir Jónsson, Seðlabankastjóri Það er löngu tímabært að rætt sé um það kverkatak sem sérhagsmunaöfl hafa á íslenskri þjóð, þar sem hagsmunum almennings er alltaf fórnað fyrir hagsmuni þessara ósýnilegu en allt umvefjandi afla. Heiftarleg aðför Samherja að Helga Seljan fréttamanni og gegn einstökum starfsmönnum Seðlabankans, hefur dregið óbilgirni þessara hagsmunaafla fram í dagsljósið. Þau svífast einskis. Þau hafa völdin, áhrifin og peningana og eru nógu siðlaus til að fara á eftir varnarlausum einstaklingum með þeim hætti sem hér um ræðir. Þetta eru hins vegar ekki nýjar fréttir og áhrif hagsmunaflanna blasa við öllum sem ekki haga sér eins og „aparnir þrír“ sem halda fyrir augu, eyru og munn, til að hvorki sjá né heyra auk þess að tala alls ekki um það sem þau þó vita. En nú hefur enginn annar en Seðlabankastjóri rofið þögnina og talað. Það eru stórtíðindi og maður getur bara vonað að aðrir embættis- og ráðamenn þjóðarinnar fylgi í kjölfarið og rífi duluna frá munninum, því þá gæti nú ýmislegt áhugavert komið í ljós. En af hverju er þessi þögn? Af hverju þorir enginn að tala? „Follow the Money“ „Í raun eiga aðeins þrír hópar á Íslandi raunverulegan pening í einhverjum mæli, fjárfestar ... útgerðarmenn og lífeyrissjóðirnir.“ Ásgeir Jónsson, Seðlabankastjóri Það eru bæði gömul sannindi og ný að peningum fylgja völd. En þarf það að vera svo? Peningum fylgja nefnilega ekki meiri völd en einhver er tilbúin til að gefa þeim. Það fylgja þeim engin völd nema einhver sé tilbúin til að beygja sig undir vald þeirra. Það er þar sem íslensk stjórnvöld, hvort sem þau eru til vinstri eða hægri, hafa kolfallið á öllum prófum. Eftir bankahrunið 2008 var ríkisstjórn sem beygði sig og buktaði fyrir peningunum og öflunum á bakvið þá, af þvílíkri auðmýkt að annað eins hefur varla sést. Ef sú ríkisstjórn hefði staðið í fæturna og varið heimilin í stað þess að taka þátt í hernaðinum gegn þeim, væri margt öðruvísi á Íslandi í dag. Þá hefðu 15.000 fjölskyldur ekki misst heimili sín í hendur fégráðugra peningaafla sem engu hafa hlíft og einskis hafa svifist gagnvart þeim. 15.000 fjölskyldur eru 40 – 60.000 einstaklingar, konur, menn og BÖRN! Það að þyngra en tárum taki að ekkert hafi breyst á öllum þeim tíma sem liðinn er. Hernaðurinn gegn heimilunum hefur staðið allar götur síðan þá með skelfilegum afleiðingum og hagsmunasamtök fjármálafyrirtækja (SFF) eru ennþá með þráðbeinan aðgang að fjármálaráðherra, þó hann sé annar en þá var og þeir hafi verið nokkrir síðan. Einn fjármálaráðherrann úr ríkisstjórninni sem fórnaði heimilunum, fór meira að segja að vinna fyrir hagsmunasamtök fjármálafyrirtækja (SFF) og er í dag framkvæmdarstjóri þeirra. Allt mjög kósý og þægilegt. Það hversu víða þræðir og ítök þessara hagsmunasamtaka liggja innan stjórnkerfisins, er rannsóknarefni út af fyrir sig. Sérhagsmunir í dómskerfinu Til að bæta gráu ofan á svart þá virðast sérhagsmunaöfl fjármagnsins hafa dómskerfið í vasanum. Hvernig sem ítök þeirra voru fyrir bankahrunið 2008, þá er ljóst að allt frá því hafa einstaklingar í deilum við banka ekki hlotið réttláta meðferð fyrir dómi. Á því kunna að vera einhverjar undantekningar svo lengi sem mál hafa ekki verið fordæmisgefandi, en þau mál eru einfaldlega undantekningar sem sanna regluna, því dómsmál þar sem hægt er að sýna fram á misbeitingu valds hjá dómurum eru fjölmörg. Þau eru reglan. Þáttaaskil urðu árið 2010 þegar dómarar gerðu þau „mistök“ að láta hagsmuni fjármálafyrirtækja ganga framar lögum í síðari dómum sínum um gengistryggðu lánin. Við ætlum ekki ekki að rekja þau mál hér en þar urðu ákveðin vatnaskil. Það er þekkt að lygar vefja upp á sig og að þá þræði verður erfiðara og erfiðara að slíta eftir því sem lengra líður því alltaf þéttist flækjan. Það á við um dómara á Íslandi. Þeir eru orðnir svo flæktir í þessum lygavef sínum að þeir ná ekki að losa sig. Þess vegna hefur fjöldi dómara á Íslandi ítrekað brotið með skelfilegum hætti gegn réttindum neytenda. Í dómi eftir dómi eru lög þvæld fram og til baka til að komast að „réttri“ og hagfelldri niðurstöðu sem ekki mun rugga bátnum, afsakið – lúxuxsnekkjunni, sem fjármálafyritækin sigla á. En það er greinilega ekkert mál að rugga kænunum sem fjölskyldurnar sitja í og hreinlega velta þeim í ólgusjónum sem fjármálafyrirtækin búa þeim með dyggri aðstoð dómara. Þetta verður ekki rakið nánar hér, en við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna erum til í að setjast yfir þessi mál með hverjum þeim fjölmiðli eða þingnefnd, sem vill skoða þau, en hingað til hefur enginn áhugi verið á því. Það segir samt sína sögu að í þeim hundruðum mála sem komið hafa fyrir dómstóla á undanförnum árum þar sem reynt hefur á lög um réttindi neytenda á fjármálamarkaði, hefur aðeins einu sinni verið dæmt samkvæmt þeim neytendum í vil. AÐEINS EINU SINNI! Hagsmunasamtök heimilanna hafa um árabil barist fyrir því að Alþingi skipi rannsóknarnefnd til að fjalla um og rannsaka aðgerðir stjórnvalda eftir hrun og áhrif þeirra á heimilin, Rannsóknarskýrslu heimilanna. Það er óhjákvæmilegt að dómsmál yrðu skoðuð í því samhengi. Það verður að gera Rannsóknarskýrslu heimilanna! Langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu „Hér er um að ræða langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu í krafti arðs vegna þess sérstaka aðgangs sem félagið hefur að nýtingu auðlinda almennings. Nú er mál að linni.“ Úr ályktun Íslandsdeildar Transparency International Þetta eru orð að sönnu og það liggja margir í valnum. Með beinum eða óbeinum hætti hefur verið ráðist á okkur sem þjóð. Sumir hafa glatað heimilum sínum á meðan aðrir geta aldrei náð endum saman af því leikurinn byggir á svindli, þar sem ásunum er laumað undir borðið svo „þeir“ geti tekið alla slagina. Hvernig svo sem við höfum upplifað spillinguna, eða hvort við höfum bara aldrei orðið hennar vör, þá er hún þarna og hefur, með beinum eða óbeinum hætti, áhrif á líf okkar allra. Þjóð sem getur ekki treyst dómskerfi sínu, er þjóð sem er illa stödd og riðar til falls. En það er ekki fyrr en þú þarft að leita réttlætis fyrir dómstólum gegn þessum sérhagsmunaaðilum, sem þú áttar þig á því hversu vonlaus staða þín er. Varnarleysið sem því fylgir er skelfilegt að upplifa. Spurningin sem við þurfum að spyrja okkur er, ætlum við að grípa til varna, eða halda áfram að láta þetta yfir okkur ganga? Ef við viljum snúa þessu við þá VERÐUM VIÐ að láta finna fyrir okkur og til þess er tækifæri í haust, tækifæri sem kemur (væntanlega) ekki aftur í fjögur ár. Við verðum að fara að þora að horfast í augu við þessi mál og hreinsa sárin. Til þess þurfum við Rannsóknarskýrslu heimilanna. Við verðum að muna að þegar eitt heimili fellur eru kannski búið að svipta 4 eða fleiri einstaklinga öryggi sínu og undirstöðu. Við verðum að muna að þegar einn ranglátur dómur fellur er búið að svipta einstaklinga, jafnvel heila fjölskyldu, lögvörðum réttindum sínum. Við verðum að muna að einstaklingar hafa enga fjárhagslega burði til að „taka slaginn“ eins og þarf að taka hann, gegn fjársterkustu hagsmunaöflum landsins. Við verðum að muna að þegar réttindi eins einstaklings eru fótum troðum, er verið að troða á réttindum okkar allra og engin veit hver er næstur. Samherji er að beita aflsmunum sínum gegn Helga Seljan og nokkrum starfsmönnum Seðlabankans. Seðlabankinn hefur gefið það út að hann muni greiða allan málskostnað sinna starfsmanna í þessum slag og Helgi Seljan hefur RÚV á bakvið sig sem mun væntanlega gera það sama. Heimilin hafa aldrei haft þannig bakhjarl. Þau hafa hvert og eitt þurft að taka slaginn sjálf, ein og óstudd, gegn þvílíku ofurefli að annað eins hefur ekki sést. Þau fengu ekki einu sinni að verja sig fyrir dómstólum þegar lánunum þeirra var breytt án þess að þau hefðu nokkuð um það segja. Til þess að einstaklingur geti gripið til einhverra varna fyrir dómstólum, þarf eitthvað að hafa misfarist í aðgerðum gegn honum. Aðgerðum sem byggja á lög- og mannréttindabrotum til að byrja með. Eini skjöldur einstaklinga sem lenda í mulningsvélum sérhagsmunaaflanna eru Hagsmunasamtök heimilanna, sjálfsprottin grasrótarsamtök sem rekin eru af sjálfboðaliðum. Við verðum að muna að á bakvið allar Excel tölurnar er fólk; fólk sem hefur horft á drauma sína, vonir og væntingar, splundrast á altari hagsmunaaflanna. (Ó)reglum verður að breyta. Fólkið fyrst og svo allt hitt! Við krefjumst Rannsóknarskýrslu heimilanna! Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og frambjóðandi Flokks fólksins Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun