Viðskipti innlent

Við­skipta­vinir Sorpu klári svörtu rusla­pokana fyrir 1. júlí

Atli Ísleifsson skrifar
Glærir pokar eru framtíðin hjá Sorpu.
Glærir pokar eru framtíðin hjá Sorpu. Sorpa

Viðskiptavinir SORPU eiga nú að koma með allan úrgang og endurvinnsluefni í glærum pokum á endurvinnslustöðvar. Hafa þeir til 1. júlí til að klára svörtu ruslapokana og skipta þeim út fyrir glæra.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Sorpu, en þar segir að þetta sé gert til að stuðla að meiri endurvinnslu og styðja við hringrásarhagkerfið eiga

Sorpa fagnaði þrjátíu ára afmæli sínu í gær og fengu allir viðskiptavinir endurvinnslustöðvanna glæran poka að gjöf. Var það gert til að auðvelda fólki umskiptin og minna á mikilvægi glæru pokanna.

Haft er eftir Jóni Viggó Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sorpu, að staðreyndin sé því miður sú að meira en helmingurinn af öllu því sem viðskiptavinir skili í gáminn fyrir blandaðan úrgang eigi sér endurvinnslufarvegi. 

„Efnið sem fer í gáminn fer hins vegar beint í urðun. Glæru pokunum er ætlað að auðvelda starfsfólki endurvinnslustöðvanna að hjálpa viðskiptavinum okkar að skila endurvinnsluefnunum í réttan farveg,“ segir Jón Viggó.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,44
8
20.516
SYN
0,87
10
87.538
KVIKA
0,75
29
431.957
REGINN
0,68
3
16.500
SVN
0,45
21
87.385

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-1,85
11
59.252
ICESEA
-1,85
6
13.772
MAREL
-1,71
26
345.126
SIMINN
-1,63
60
367.415
LEQ
-1,6
1
729
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.