Ég á þetta, ég má þetta? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 26. apríl 2021 14:30 Skilaboðin eru skýr. Ekki lenda upp á kant við útgerðarrisann Samherja. Samherjamenn virðast ekki veigra sér við því að hjóla af fullum þunga í einstaka starfsmenn fjölmiðla og eftirlitsstofnana, sem eru að sinna starfi sínu fyrir okkur hin. Fyrir utan kærur til lögreglu ber kostaður áróður á samfélagsmiðlum þess merki að þar sé útgerðarrisinn að bera tennurnar fyrir þingkosningarnar í haust. Í þessu samhengi vil ég gera orð Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra að mínum: „Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá.“ Fyrir þremur mánuðum átti ég frumkvæði að því að Alþingi fól Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra, að láta vinna skýrslu um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaganna í íslensku atvinnulífi. Ég bað um að teknar yrðu saman fjárfestingar útgerðarfélaganna, dótturfélaga þeirra og félaga sem tengjast þeim í íslensku atvinnulífi utan sjávarútvegs. Raunverulegir eigendur? Ég óskaði eftir þessari skýrslu vegna þess að íslenskt samfélag er sérstaklega viðkvæmt fyrir fákeppni. Sú staða getur leitt til verulegrar uppsöfnunar eigna og áhrifa á fárra hendur og dregið um leið úr virkri samkeppni á mörkuðum. Fyrir það geldur almenningur. Þegar við bætist að stærstu útgerðarfyrirtækin eru í sérflokki vegna einkaleyfis á nýtingu á fiskveiðiauðlind þjóðarinnar þá liggur fyrir að það er mikilvægt að fá skýra mynd af raunverulegum áhrifum þessara aðila á íslenskt atvinnulíf og samfélag. Mikilvægt sem aldrei fyrr. Ráðherrar hafa 10 vikur til að skila skýrslum sem Alþingi biður um. Það voru því vonbrigði að fá þau skilaboð fyrst að liðnum 10 vikum að það þyrfti afmarka beiðnina ef takast ætti að vinna verkið. Það hefði verið eðlilegt að fá þau skilaboð mun fyrr í ferlinu og það hefði auðvitað orðið til þess að skýrslan og innihald hennar hefði verið aðgengilegt almenningi fyrr en nú verður. Við þessu var þó brugðist og beiðnin afmörkuð þannig að nú eru ekki 10 ár undir heldur 3 ár. Ráðuneytið fékk þau svör 12. mars en við bíðum enn. Skýrslan hefur enn ekki litið dagsins ljós. Bitlaust auðlindaákvæði Það er ekkert leyndarmál að sumir kollegar mínir á þingi, sem taka líka undir orð Seðlabankastjóra um tangarhald sérhagsmunasamtaka á íslensku samfélagi, eru svartsýnir á að skýrslan berist fyrir þinglok. Stjórnarflokkarnir vilji ekki umræðu í samfélaginu um útgerðarrisana í kosningabaráttunni. Ég er hins vegar óbilandi bjartsýnismanneskja og trúi því að almenningur fái þessa skýrslu tímanlega í hendurnar. Það er almannahagsmunamál að það liggi skýrt fyrir hver ítök stórútgerðarinnar eru í íslensku atvinnulífi og í íslensku samfélagi. Framganga Samherja undanfarið varpar því miður enn skýrara ljósi á það. Og í því ljósi er rétt að skoða baráttuna um auðlindaákvæði stjórnarskrárinnar. Mun ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur gera alvöru úr því að tryggja bitlaust ákvæði sem engu breytir eins og frumvarp hennar ber skýrt með sér? Á virkilega ekki að svara ákalli almennings sem vill skýrt ákvæði um tímabindingu á afnotarétti af sjávarauðlindinni og eðlilegt gjald fyrir slík einkaafnot af þjóðareign? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Samherjaskjölin Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Skilaboðin eru skýr. Ekki lenda upp á kant við útgerðarrisann Samherja. Samherjamenn virðast ekki veigra sér við því að hjóla af fullum þunga í einstaka starfsmenn fjölmiðla og eftirlitsstofnana, sem eru að sinna starfi sínu fyrir okkur hin. Fyrir utan kærur til lögreglu ber kostaður áróður á samfélagsmiðlum þess merki að þar sé útgerðarrisinn að bera tennurnar fyrir þingkosningarnar í haust. Í þessu samhengi vil ég gera orð Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra að mínum: „Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá.“ Fyrir þremur mánuðum átti ég frumkvæði að því að Alþingi fól Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra, að láta vinna skýrslu um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaganna í íslensku atvinnulífi. Ég bað um að teknar yrðu saman fjárfestingar útgerðarfélaganna, dótturfélaga þeirra og félaga sem tengjast þeim í íslensku atvinnulífi utan sjávarútvegs. Raunverulegir eigendur? Ég óskaði eftir þessari skýrslu vegna þess að íslenskt samfélag er sérstaklega viðkvæmt fyrir fákeppni. Sú staða getur leitt til verulegrar uppsöfnunar eigna og áhrifa á fárra hendur og dregið um leið úr virkri samkeppni á mörkuðum. Fyrir það geldur almenningur. Þegar við bætist að stærstu útgerðarfyrirtækin eru í sérflokki vegna einkaleyfis á nýtingu á fiskveiðiauðlind þjóðarinnar þá liggur fyrir að það er mikilvægt að fá skýra mynd af raunverulegum áhrifum þessara aðila á íslenskt atvinnulíf og samfélag. Mikilvægt sem aldrei fyrr. Ráðherrar hafa 10 vikur til að skila skýrslum sem Alþingi biður um. Það voru því vonbrigði að fá þau skilaboð fyrst að liðnum 10 vikum að það þyrfti afmarka beiðnina ef takast ætti að vinna verkið. Það hefði verið eðlilegt að fá þau skilaboð mun fyrr í ferlinu og það hefði auðvitað orðið til þess að skýrslan og innihald hennar hefði verið aðgengilegt almenningi fyrr en nú verður. Við þessu var þó brugðist og beiðnin afmörkuð þannig að nú eru ekki 10 ár undir heldur 3 ár. Ráðuneytið fékk þau svör 12. mars en við bíðum enn. Skýrslan hefur enn ekki litið dagsins ljós. Bitlaust auðlindaákvæði Það er ekkert leyndarmál að sumir kollegar mínir á þingi, sem taka líka undir orð Seðlabankastjóra um tangarhald sérhagsmunasamtaka á íslensku samfélagi, eru svartsýnir á að skýrslan berist fyrir þinglok. Stjórnarflokkarnir vilji ekki umræðu í samfélaginu um útgerðarrisana í kosningabaráttunni. Ég er hins vegar óbilandi bjartsýnismanneskja og trúi því að almenningur fái þessa skýrslu tímanlega í hendurnar. Það er almannahagsmunamál að það liggi skýrt fyrir hver ítök stórútgerðarinnar eru í íslensku atvinnulífi og í íslensku samfélagi. Framganga Samherja undanfarið varpar því miður enn skýrara ljósi á það. Og í því ljósi er rétt að skoða baráttuna um auðlindaákvæði stjórnarskrárinnar. Mun ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur gera alvöru úr því að tryggja bitlaust ákvæði sem engu breytir eins og frumvarp hennar ber skýrt með sér? Á virkilega ekki að svara ákalli almennings sem vill skýrt ákvæði um tímabindingu á afnotarétti af sjávarauðlindinni og eðlilegt gjald fyrir slík einkaafnot af þjóðareign? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun