Ég á þetta, ég má þetta? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 26. apríl 2021 14:30 Skilaboðin eru skýr. Ekki lenda upp á kant við útgerðarrisann Samherja. Samherjamenn virðast ekki veigra sér við því að hjóla af fullum þunga í einstaka starfsmenn fjölmiðla og eftirlitsstofnana, sem eru að sinna starfi sínu fyrir okkur hin. Fyrir utan kærur til lögreglu ber kostaður áróður á samfélagsmiðlum þess merki að þar sé útgerðarrisinn að bera tennurnar fyrir þingkosningarnar í haust. Í þessu samhengi vil ég gera orð Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra að mínum: „Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá.“ Fyrir þremur mánuðum átti ég frumkvæði að því að Alþingi fól Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra, að láta vinna skýrslu um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaganna í íslensku atvinnulífi. Ég bað um að teknar yrðu saman fjárfestingar útgerðarfélaganna, dótturfélaga þeirra og félaga sem tengjast þeim í íslensku atvinnulífi utan sjávarútvegs. Raunverulegir eigendur? Ég óskaði eftir þessari skýrslu vegna þess að íslenskt samfélag er sérstaklega viðkvæmt fyrir fákeppni. Sú staða getur leitt til verulegrar uppsöfnunar eigna og áhrifa á fárra hendur og dregið um leið úr virkri samkeppni á mörkuðum. Fyrir það geldur almenningur. Þegar við bætist að stærstu útgerðarfyrirtækin eru í sérflokki vegna einkaleyfis á nýtingu á fiskveiðiauðlind þjóðarinnar þá liggur fyrir að það er mikilvægt að fá skýra mynd af raunverulegum áhrifum þessara aðila á íslenskt atvinnulíf og samfélag. Mikilvægt sem aldrei fyrr. Ráðherrar hafa 10 vikur til að skila skýrslum sem Alþingi biður um. Það voru því vonbrigði að fá þau skilaboð fyrst að liðnum 10 vikum að það þyrfti afmarka beiðnina ef takast ætti að vinna verkið. Það hefði verið eðlilegt að fá þau skilaboð mun fyrr í ferlinu og það hefði auðvitað orðið til þess að skýrslan og innihald hennar hefði verið aðgengilegt almenningi fyrr en nú verður. Við þessu var þó brugðist og beiðnin afmörkuð þannig að nú eru ekki 10 ár undir heldur 3 ár. Ráðuneytið fékk þau svör 12. mars en við bíðum enn. Skýrslan hefur enn ekki litið dagsins ljós. Bitlaust auðlindaákvæði Það er ekkert leyndarmál að sumir kollegar mínir á þingi, sem taka líka undir orð Seðlabankastjóra um tangarhald sérhagsmunasamtaka á íslensku samfélagi, eru svartsýnir á að skýrslan berist fyrir þinglok. Stjórnarflokkarnir vilji ekki umræðu í samfélaginu um útgerðarrisana í kosningabaráttunni. Ég er hins vegar óbilandi bjartsýnismanneskja og trúi því að almenningur fái þessa skýrslu tímanlega í hendurnar. Það er almannahagsmunamál að það liggi skýrt fyrir hver ítök stórútgerðarinnar eru í íslensku atvinnulífi og í íslensku samfélagi. Framganga Samherja undanfarið varpar því miður enn skýrara ljósi á það. Og í því ljósi er rétt að skoða baráttuna um auðlindaákvæði stjórnarskrárinnar. Mun ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur gera alvöru úr því að tryggja bitlaust ákvæði sem engu breytir eins og frumvarp hennar ber skýrt með sér? Á virkilega ekki að svara ákalli almennings sem vill skýrt ákvæði um tímabindingu á afnotarétti af sjávarauðlindinni og eðlilegt gjald fyrir slík einkaafnot af þjóðareign? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Samherjaskjölin Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Skilaboðin eru skýr. Ekki lenda upp á kant við útgerðarrisann Samherja. Samherjamenn virðast ekki veigra sér við því að hjóla af fullum þunga í einstaka starfsmenn fjölmiðla og eftirlitsstofnana, sem eru að sinna starfi sínu fyrir okkur hin. Fyrir utan kærur til lögreglu ber kostaður áróður á samfélagsmiðlum þess merki að þar sé útgerðarrisinn að bera tennurnar fyrir þingkosningarnar í haust. Í þessu samhengi vil ég gera orð Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra að mínum: „Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá.“ Fyrir þremur mánuðum átti ég frumkvæði að því að Alþingi fól Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra, að láta vinna skýrslu um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaganna í íslensku atvinnulífi. Ég bað um að teknar yrðu saman fjárfestingar útgerðarfélaganna, dótturfélaga þeirra og félaga sem tengjast þeim í íslensku atvinnulífi utan sjávarútvegs. Raunverulegir eigendur? Ég óskaði eftir þessari skýrslu vegna þess að íslenskt samfélag er sérstaklega viðkvæmt fyrir fákeppni. Sú staða getur leitt til verulegrar uppsöfnunar eigna og áhrifa á fárra hendur og dregið um leið úr virkri samkeppni á mörkuðum. Fyrir það geldur almenningur. Þegar við bætist að stærstu útgerðarfyrirtækin eru í sérflokki vegna einkaleyfis á nýtingu á fiskveiðiauðlind þjóðarinnar þá liggur fyrir að það er mikilvægt að fá skýra mynd af raunverulegum áhrifum þessara aðila á íslenskt atvinnulíf og samfélag. Mikilvægt sem aldrei fyrr. Ráðherrar hafa 10 vikur til að skila skýrslum sem Alþingi biður um. Það voru því vonbrigði að fá þau skilaboð fyrst að liðnum 10 vikum að það þyrfti afmarka beiðnina ef takast ætti að vinna verkið. Það hefði verið eðlilegt að fá þau skilaboð mun fyrr í ferlinu og það hefði auðvitað orðið til þess að skýrslan og innihald hennar hefði verið aðgengilegt almenningi fyrr en nú verður. Við þessu var þó brugðist og beiðnin afmörkuð þannig að nú eru ekki 10 ár undir heldur 3 ár. Ráðuneytið fékk þau svör 12. mars en við bíðum enn. Skýrslan hefur enn ekki litið dagsins ljós. Bitlaust auðlindaákvæði Það er ekkert leyndarmál að sumir kollegar mínir á þingi, sem taka líka undir orð Seðlabankastjóra um tangarhald sérhagsmunasamtaka á íslensku samfélagi, eru svartsýnir á að skýrslan berist fyrir þinglok. Stjórnarflokkarnir vilji ekki umræðu í samfélaginu um útgerðarrisana í kosningabaráttunni. Ég er hins vegar óbilandi bjartsýnismanneskja og trúi því að almenningur fái þessa skýrslu tímanlega í hendurnar. Það er almannahagsmunamál að það liggi skýrt fyrir hver ítök stórútgerðarinnar eru í íslensku atvinnulífi og í íslensku samfélagi. Framganga Samherja undanfarið varpar því miður enn skýrara ljósi á það. Og í því ljósi er rétt að skoða baráttuna um auðlindaákvæði stjórnarskrárinnar. Mun ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur gera alvöru úr því að tryggja bitlaust ákvæði sem engu breytir eins og frumvarp hennar ber skýrt með sér? Á virkilega ekki að svara ákalli almennings sem vill skýrt ákvæði um tímabindingu á afnotarétti af sjávarauðlindinni og eðlilegt gjald fyrir slík einkaafnot af þjóðareign? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun