Lokakaflinn í leik Fram og ÍBV: „Hvað ertu að gera Toggi?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2021 15:30 Eyjamenn fagna sigurmarki sínu í Safmýrinni á sunnudaginn. Stöð 2 Sport Eyjamenn unnu dramatískan sigur á Fram í Safarmýrinni í Olís deild karla í handbolta um helgina og það var full ástæða fyrir Seinni bylgjuna að skoða betur síðustu sóknir þessa æsispennandi leiks. ÍBV vann leikinn 30-29 en Framarar voru með boltann þegar innan við tíu sekúndur voru eftir af leiknum. „Við verðum að kíkja aðeins á þennan lokakafla því hann var æðislegur,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni Bylgjunnar áður en hann og sérfræðingarnir skoðuðu hvernig Frömurum tókst að glutra frá sér báðum stigunum á móti ÍBV. Henry Birgir lýsti lokasóknum leiksins en Fram komst í 29-28 með marki Þorgríms Smára Ólafssonar áður en Kári Kristján Kristjánsson jafnaði metin í 29-29. „Framarar tóku leikhlé og stilltu upp í lokasókn. Hér sjáum við þessa lokasókn hjá þeim,“ sagði Henry Birgir. Þorgrímur Smári Ólafsson reyndi þá línusendingu en beint á Eyjamann. „Hvað ertu að gera Toggi? Hörmuleg sending. Dagur fljótur að hugsa og Hákon mættur fram og tryggir þeim sigurinn. Skorar þegar einhverjar tvær sekúndur eru eftir og ÍBV vinnur,“ sagði Henry Birgir en það má sjá lokakaflann hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lokakaflinn í leik Fram og ÍBV „Þessi lokasókn hjá Frömurum. Hver vill byrja? Þetta var vel gert,“ sagði Henry Birgir og beindi orðum sínum til sérfræðinganna Bjarna Fritzsonar og Einars Andra Einarssonar. „Þetta er svona gamalt sjötta flokks kerfi sem er rosalega mikið spilað. Er það ekki rétt hjá mér?,“ spurði Bjarni Einar Andra og fékk já við því. „Framarar hafa gert þetta mjög vel. Þetta er svona vörnin gleymir sér aðeins. Þetta er bara lesið og ÍBV gerir þetta vel. Ef að það er eitthvað sem má ekki gerast þá er að taka 50-50 sendingu þegar tíminn er ekki búinn. Þú vilt alltaf klára þannig að tíminn klárist," sagði Bjarni. „Þetta er ekki 50-50 sending þetta er 30-70 sending,“ sagði Henry Birgir. „Þetta var óheppilegt, sérstaklega af því að Toggi var búinn að vera frábær á þessum lokakafla. Hann á mikið hrós fyrir þegar hann kemur aftur inn á í lokin og setur rosalega góð mörk. Mér finnst hann mega spila meira því hann er besti leikmaðurinn i þessu liði," sagði Bjarni. „Hann var búinn að vera að draga vagninn og gera þessa hluti. Það er leiðinlegt fyrir hann að lenda í því að tapa þessum bolta. Hann á auðvitað að vera skynsamari," sagði Bjarni. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Seinni bylgjan Fram ÍBV Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
ÍBV vann leikinn 30-29 en Framarar voru með boltann þegar innan við tíu sekúndur voru eftir af leiknum. „Við verðum að kíkja aðeins á þennan lokakafla því hann var æðislegur,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni Bylgjunnar áður en hann og sérfræðingarnir skoðuðu hvernig Frömurum tókst að glutra frá sér báðum stigunum á móti ÍBV. Henry Birgir lýsti lokasóknum leiksins en Fram komst í 29-28 með marki Þorgríms Smára Ólafssonar áður en Kári Kristján Kristjánsson jafnaði metin í 29-29. „Framarar tóku leikhlé og stilltu upp í lokasókn. Hér sjáum við þessa lokasókn hjá þeim,“ sagði Henry Birgir. Þorgrímur Smári Ólafsson reyndi þá línusendingu en beint á Eyjamann. „Hvað ertu að gera Toggi? Hörmuleg sending. Dagur fljótur að hugsa og Hákon mættur fram og tryggir þeim sigurinn. Skorar þegar einhverjar tvær sekúndur eru eftir og ÍBV vinnur,“ sagði Henry Birgir en það má sjá lokakaflann hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lokakaflinn í leik Fram og ÍBV „Þessi lokasókn hjá Frömurum. Hver vill byrja? Þetta var vel gert,“ sagði Henry Birgir og beindi orðum sínum til sérfræðinganna Bjarna Fritzsonar og Einars Andra Einarssonar. „Þetta er svona gamalt sjötta flokks kerfi sem er rosalega mikið spilað. Er það ekki rétt hjá mér?,“ spurði Bjarni Einar Andra og fékk já við því. „Framarar hafa gert þetta mjög vel. Þetta er svona vörnin gleymir sér aðeins. Þetta er bara lesið og ÍBV gerir þetta vel. Ef að það er eitthvað sem má ekki gerast þá er að taka 50-50 sendingu þegar tíminn er ekki búinn. Þú vilt alltaf klára þannig að tíminn klárist," sagði Bjarni. „Þetta er ekki 50-50 sending þetta er 30-70 sending,“ sagði Henry Birgir. „Þetta var óheppilegt, sérstaklega af því að Toggi var búinn að vera frábær á þessum lokakafla. Hann á mikið hrós fyrir þegar hann kemur aftur inn á í lokin og setur rosalega góð mörk. Mér finnst hann mega spila meira því hann er besti leikmaðurinn i þessu liði," sagði Bjarni. „Hann var búinn að vera að draga vagninn og gera þessa hluti. Það er leiðinlegt fyrir hann að lenda í því að tapa þessum bolta. Hann á auðvitað að vera skynsamari," sagði Bjarni. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Fram ÍBV Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira