Lokakaflinn í leik Fram og ÍBV: „Hvað ertu að gera Toggi?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2021 15:30 Eyjamenn fagna sigurmarki sínu í Safmýrinni á sunnudaginn. Stöð 2 Sport Eyjamenn unnu dramatískan sigur á Fram í Safarmýrinni í Olís deild karla í handbolta um helgina og það var full ástæða fyrir Seinni bylgjuna að skoða betur síðustu sóknir þessa æsispennandi leiks. ÍBV vann leikinn 30-29 en Framarar voru með boltann þegar innan við tíu sekúndur voru eftir af leiknum. „Við verðum að kíkja aðeins á þennan lokakafla því hann var æðislegur,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni Bylgjunnar áður en hann og sérfræðingarnir skoðuðu hvernig Frömurum tókst að glutra frá sér báðum stigunum á móti ÍBV. Henry Birgir lýsti lokasóknum leiksins en Fram komst í 29-28 með marki Þorgríms Smára Ólafssonar áður en Kári Kristján Kristjánsson jafnaði metin í 29-29. „Framarar tóku leikhlé og stilltu upp í lokasókn. Hér sjáum við þessa lokasókn hjá þeim,“ sagði Henry Birgir. Þorgrímur Smári Ólafsson reyndi þá línusendingu en beint á Eyjamann. „Hvað ertu að gera Toggi? Hörmuleg sending. Dagur fljótur að hugsa og Hákon mættur fram og tryggir þeim sigurinn. Skorar þegar einhverjar tvær sekúndur eru eftir og ÍBV vinnur,“ sagði Henry Birgir en það má sjá lokakaflann hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lokakaflinn í leik Fram og ÍBV „Þessi lokasókn hjá Frömurum. Hver vill byrja? Þetta var vel gert,“ sagði Henry Birgir og beindi orðum sínum til sérfræðinganna Bjarna Fritzsonar og Einars Andra Einarssonar. „Þetta er svona gamalt sjötta flokks kerfi sem er rosalega mikið spilað. Er það ekki rétt hjá mér?,“ spurði Bjarni Einar Andra og fékk já við því. „Framarar hafa gert þetta mjög vel. Þetta er svona vörnin gleymir sér aðeins. Þetta er bara lesið og ÍBV gerir þetta vel. Ef að það er eitthvað sem má ekki gerast þá er að taka 50-50 sendingu þegar tíminn er ekki búinn. Þú vilt alltaf klára þannig að tíminn klárist," sagði Bjarni. „Þetta er ekki 50-50 sending þetta er 30-70 sending,“ sagði Henry Birgir. „Þetta var óheppilegt, sérstaklega af því að Toggi var búinn að vera frábær á þessum lokakafla. Hann á mikið hrós fyrir þegar hann kemur aftur inn á í lokin og setur rosalega góð mörk. Mér finnst hann mega spila meira því hann er besti leikmaðurinn i þessu liði," sagði Bjarni. „Hann var búinn að vera að draga vagninn og gera þessa hluti. Það er leiðinlegt fyrir hann að lenda í því að tapa þessum bolta. Hann á auðvitað að vera skynsamari," sagði Bjarni. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Seinni bylgjan Fram ÍBV Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Sjá meira
ÍBV vann leikinn 30-29 en Framarar voru með boltann þegar innan við tíu sekúndur voru eftir af leiknum. „Við verðum að kíkja aðeins á þennan lokakafla því hann var æðislegur,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni Bylgjunnar áður en hann og sérfræðingarnir skoðuðu hvernig Frömurum tókst að glutra frá sér báðum stigunum á móti ÍBV. Henry Birgir lýsti lokasóknum leiksins en Fram komst í 29-28 með marki Þorgríms Smára Ólafssonar áður en Kári Kristján Kristjánsson jafnaði metin í 29-29. „Framarar tóku leikhlé og stilltu upp í lokasókn. Hér sjáum við þessa lokasókn hjá þeim,“ sagði Henry Birgir. Þorgrímur Smári Ólafsson reyndi þá línusendingu en beint á Eyjamann. „Hvað ertu að gera Toggi? Hörmuleg sending. Dagur fljótur að hugsa og Hákon mættur fram og tryggir þeim sigurinn. Skorar þegar einhverjar tvær sekúndur eru eftir og ÍBV vinnur,“ sagði Henry Birgir en það má sjá lokakaflann hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lokakaflinn í leik Fram og ÍBV „Þessi lokasókn hjá Frömurum. Hver vill byrja? Þetta var vel gert,“ sagði Henry Birgir og beindi orðum sínum til sérfræðinganna Bjarna Fritzsonar og Einars Andra Einarssonar. „Þetta er svona gamalt sjötta flokks kerfi sem er rosalega mikið spilað. Er það ekki rétt hjá mér?,“ spurði Bjarni Einar Andra og fékk já við því. „Framarar hafa gert þetta mjög vel. Þetta er svona vörnin gleymir sér aðeins. Þetta er bara lesið og ÍBV gerir þetta vel. Ef að það er eitthvað sem má ekki gerast þá er að taka 50-50 sendingu þegar tíminn er ekki búinn. Þú vilt alltaf klára þannig að tíminn klárist," sagði Bjarni. „Þetta er ekki 50-50 sending þetta er 30-70 sending,“ sagði Henry Birgir. „Þetta var óheppilegt, sérstaklega af því að Toggi var búinn að vera frábær á þessum lokakafla. Hann á mikið hrós fyrir þegar hann kemur aftur inn á í lokin og setur rosalega góð mörk. Mér finnst hann mega spila meira því hann er besti leikmaðurinn i þessu liði," sagði Bjarni. „Hann var búinn að vera að draga vagninn og gera þessa hluti. Það er leiðinlegt fyrir hann að lenda í því að tapa þessum bolta. Hann á auðvitað að vera skynsamari," sagði Bjarni. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Fram ÍBV Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Sjá meira