Gleðilegan dag jarðarinnar Gréta María Grétarsdóttir skrifar 22. apríl 2021 09:01 Eitt af því sem varð til þess að fyrsti dagur Jarðar var haldinn í apríl 1970 var ljósmynd sem tekin var á aðfangadag árið 1968. Myndina, sem jafnan er kölluð Earthrise og ótalmargir hafa séð, tók geimfarinn William Anders frá tunglinu í Apollo 8 leiðangrinum. Hún sýnir jörðina fagurbláa, svífandi aleina í svörtu tómi. Blátt hafið, ljómandi í myrkrinu, undirstrikaði með áhrifamiklum hætti nokkuð sem við þó öll vissum, að jörðin er eina heimili okkar, forfeðra okkar og að minnsta kosti enn um sinn líka eina heimili afkomenda okkar. Fimm ár frá Parísarsamkomulaginu Það var einmitt á degi Jarðar fyrir fimm árum sem Parísarsamkomulagið var undirritað, líklega er það mikilvægasti vegvísir sem þjóðir hafa gert um það hvernig draga megi úr hlýnun jarðar af mannavöldum og því gefur dagurinn í dag okkur tilefni til að fagna. Svo hægt sé að bregðast við loftslagsvandanum með afgerandi hætti þarf að velta öllum steinum við, allir þurfa að taka þátt og ábyrgðin er okkar allra. Ábyrgðinni þarf að dreifa þannig að ríki, almenningur, atvinnugreinar og fyrirtæki átti sig á að allir þurfa að leggja sitt af mörkum. Viðmið og markmið þurfa að vera raunhæf og taka mið af atvinnulífi og gangi efnahagslífsins. Þannig verða til lausnir sem miða að því að við sem samfélag störfum í sátt við umhverfið og forðumst að spilla þeim lífsgæðum sem við höfum byggt upp frá iðnbyltingunni. Sjálfbærni og samfélagsábyrgð hluti af öllum rekstri Þessi nýi raunveruleiki er að umbylta viðskiptum um allan heim. Samfélagsábyrgð og sjálfbærni eru orðin hluti af daglegum rekstri, stefnu og framtíðarmarkmiðum fyrirtækja sem vilja standast tönn komandi tíma. Kröfurnar um að fólk, opinberir aðilar og fyrirtæki þekki stöðu sína og standi við markmiðin eru orðnar hluti af öllu okkar lífi og starfi. Hafið er lykilatriði þegar kemur að heilbrigði jarðar enda nær hafið yfir 70% af yfirborði jarðar. Fyrirtæki á borð við Brim hafa sömu hagsmuni og jörðin öll, að höfin séu heilbrigð, að lífríki þeirra dafni og að loftslagsáhrif spilli ekki höfunum. Brim hefur um árabil tekið samfélagsábyrgð alvarlega, bæði vegna þess að hún er hluti af því að vera afl til góðs í samfélaginu og vegna þess að hún er hluti af góðum rekstri. Fyrirtækið gaf nýverið út í fjórða sinn árs- og samfélagsskýrslu þar sem tekið er á rekstri fyrirtækisins jafnt sem ófjárhagslegum þáttum. Yfirsýn fæst með því að rekja allt vistsporið Slík samantekt styður við hlutverk Brims sem er að auka verðmætasköpun í sjávarútvegi í sátt við samfélagið og umhverfið. Þannig skapar Brim virði fyrir starfsfólk, viðskiptavini, hluthafa og samfélagið í heild. Brim hefur frá árinu 2015 unnið eftir metnaðarfullri umhverfisáætlun þar sem kortlögð eru umhverfisáhrif félagsins í gegnum alla virðiskeðjuna frá veiðum til markaða. Á þeim grunni er unnið að því að þróa nýja tækni og aðferðir til að halda utan um vistspor afurða Brims frá veiðum til afhendingar á markaði. Brim hefur þegar náð mikilvægum árangri í því að minnka kolefnisspor sitt. Með því að kortleggja og skilja allt vistsporið fáum við mikilvæga yfirsýn yfir hvar vel gengur og hvar hægt er að gera betur. Sjávarútvegurinn allur á Íslandi hefur náð miklum árangri síðustu áratugi og er í raun eina höfuðatvinnugreinin sem hefur dregið myndarlega úr losun. Hagkvæmari veiðar og vinnsla ásamt betri skipakosti hafa skilað því að kolefnispor veiða og vinnslu hefur rúmlega helmingast á tveimur áratugum. Kolefnislosun sjávarútvegs og annarrar matvælaframleiðslu hefur minnkað úr um 25% heildarlosunar landsins í tæplega 7% frá árinu 1995. Í nýútkominn umhverfisskýrslu Gallup telja þó 85% aðspurðra að kolefnispor sjávarútvegsins sé stórt. Kannski þurfum við bara að vera duglegri að segja frá og miðla reynslu okkar. Ekki aðeins mögulegt heldur öllum til góðs Með því að halda áfram að greina og skilja áhrif starfsemi okkar á umhverfið - og gera enn frekari ráðstafanir til að draga úr þeim getum við haldið áfram að minnka fótsporið og stuðlað þannig að því að Ísland nái markmiðum sínum. Af fréttaflutningi og umræðu mætti stundum ráða að aðgerðir í loftslagsmálum séu bæði óvinnandi vegur og banabiti atvinnulífsins. Þessum orðum er ætlað að blása okkur öllum örlítinn byr í brjóst. Þetta er ekki bara hægt, þetta er vel gerlegt og á endanum til góðs fyrir bæði rekstur fyrirtækja og jörðina. Gleðilegan dag Jarðarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því sem varð til þess að fyrsti dagur Jarðar var haldinn í apríl 1970 var ljósmynd sem tekin var á aðfangadag árið 1968. Myndina, sem jafnan er kölluð Earthrise og ótalmargir hafa séð, tók geimfarinn William Anders frá tunglinu í Apollo 8 leiðangrinum. Hún sýnir jörðina fagurbláa, svífandi aleina í svörtu tómi. Blátt hafið, ljómandi í myrkrinu, undirstrikaði með áhrifamiklum hætti nokkuð sem við þó öll vissum, að jörðin er eina heimili okkar, forfeðra okkar og að minnsta kosti enn um sinn líka eina heimili afkomenda okkar. Fimm ár frá Parísarsamkomulaginu Það var einmitt á degi Jarðar fyrir fimm árum sem Parísarsamkomulagið var undirritað, líklega er það mikilvægasti vegvísir sem þjóðir hafa gert um það hvernig draga megi úr hlýnun jarðar af mannavöldum og því gefur dagurinn í dag okkur tilefni til að fagna. Svo hægt sé að bregðast við loftslagsvandanum með afgerandi hætti þarf að velta öllum steinum við, allir þurfa að taka þátt og ábyrgðin er okkar allra. Ábyrgðinni þarf að dreifa þannig að ríki, almenningur, atvinnugreinar og fyrirtæki átti sig á að allir þurfa að leggja sitt af mörkum. Viðmið og markmið þurfa að vera raunhæf og taka mið af atvinnulífi og gangi efnahagslífsins. Þannig verða til lausnir sem miða að því að við sem samfélag störfum í sátt við umhverfið og forðumst að spilla þeim lífsgæðum sem við höfum byggt upp frá iðnbyltingunni. Sjálfbærni og samfélagsábyrgð hluti af öllum rekstri Þessi nýi raunveruleiki er að umbylta viðskiptum um allan heim. Samfélagsábyrgð og sjálfbærni eru orðin hluti af daglegum rekstri, stefnu og framtíðarmarkmiðum fyrirtækja sem vilja standast tönn komandi tíma. Kröfurnar um að fólk, opinberir aðilar og fyrirtæki þekki stöðu sína og standi við markmiðin eru orðnar hluti af öllu okkar lífi og starfi. Hafið er lykilatriði þegar kemur að heilbrigði jarðar enda nær hafið yfir 70% af yfirborði jarðar. Fyrirtæki á borð við Brim hafa sömu hagsmuni og jörðin öll, að höfin séu heilbrigð, að lífríki þeirra dafni og að loftslagsáhrif spilli ekki höfunum. Brim hefur um árabil tekið samfélagsábyrgð alvarlega, bæði vegna þess að hún er hluti af því að vera afl til góðs í samfélaginu og vegna þess að hún er hluti af góðum rekstri. Fyrirtækið gaf nýverið út í fjórða sinn árs- og samfélagsskýrslu þar sem tekið er á rekstri fyrirtækisins jafnt sem ófjárhagslegum þáttum. Yfirsýn fæst með því að rekja allt vistsporið Slík samantekt styður við hlutverk Brims sem er að auka verðmætasköpun í sjávarútvegi í sátt við samfélagið og umhverfið. Þannig skapar Brim virði fyrir starfsfólk, viðskiptavini, hluthafa og samfélagið í heild. Brim hefur frá árinu 2015 unnið eftir metnaðarfullri umhverfisáætlun þar sem kortlögð eru umhverfisáhrif félagsins í gegnum alla virðiskeðjuna frá veiðum til markaða. Á þeim grunni er unnið að því að þróa nýja tækni og aðferðir til að halda utan um vistspor afurða Brims frá veiðum til afhendingar á markaði. Brim hefur þegar náð mikilvægum árangri í því að minnka kolefnisspor sitt. Með því að kortleggja og skilja allt vistsporið fáum við mikilvæga yfirsýn yfir hvar vel gengur og hvar hægt er að gera betur. Sjávarútvegurinn allur á Íslandi hefur náð miklum árangri síðustu áratugi og er í raun eina höfuðatvinnugreinin sem hefur dregið myndarlega úr losun. Hagkvæmari veiðar og vinnsla ásamt betri skipakosti hafa skilað því að kolefnispor veiða og vinnslu hefur rúmlega helmingast á tveimur áratugum. Kolefnislosun sjávarútvegs og annarrar matvælaframleiðslu hefur minnkað úr um 25% heildarlosunar landsins í tæplega 7% frá árinu 1995. Í nýútkominn umhverfisskýrslu Gallup telja þó 85% aðspurðra að kolefnispor sjávarútvegsins sé stórt. Kannski þurfum við bara að vera duglegri að segja frá og miðla reynslu okkar. Ekki aðeins mögulegt heldur öllum til góðs Með því að halda áfram að greina og skilja áhrif starfsemi okkar á umhverfið - og gera enn frekari ráðstafanir til að draga úr þeim getum við haldið áfram að minnka fótsporið og stuðlað þannig að því að Ísland nái markmiðum sínum. Af fréttaflutningi og umræðu mætti stundum ráða að aðgerðir í loftslagsmálum séu bæði óvinnandi vegur og banabiti atvinnulífsins. Þessum orðum er ætlað að blása okkur öllum örlítinn byr í brjóst. Þetta er ekki bara hægt, þetta er vel gerlegt og á endanum til góðs fyrir bæði rekstur fyrirtækja og jörðina. Gleðilegan dag Jarðarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar