Fyrir hvern var þessi leiksýning? Gunnar Smári Egilsson skrifar 20. apríl 2021 18:39 Ég hef séð ýmislegt um dagana, en þessi blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í Hörpu fyrr í dag var með því allra ósvífnasta sem ég hef séð. Ríkisstjórn kynnir eitthvað sem gæti litið út fyrir ókunnuga sem hertar aðgerðir á landamærum, en sem eru það í raun ekki. Frammi fyrir þjóð sem þolað hefur allskyns takmarkanir í meira en ár, þjóð sem hefur nú uppi kröfur um hertar aðgerðir á landamærum, um að hagsmunir hennar séu hafðir að leiðarljósi en ekki frekja og yfirgangur í hluthöfum ferðaþjónustufyrirtækja eða dellan upp úr öfga-nýfrjálshyggjuliðinu, þjóð sem horfir fram á að enn ein bylgjan sé að rísa með endurteknum takmörkunum á daglegu lífi, banni við samkomum og samveru, þjóð sem sér drauminn um betra líf í vor og snemmsumar vera að leysast upp ... frammi fyrir þessari þjóð mætir ríkisstjórnin með fráleitt sjónarspil. Um hertar aðgerðir sem í raun breyta engu. Ég trúi því ekki að Alþingi láti hafa sig að fífli með því að taka þetta boðaða frumvarp til meðferðar; sex vikna heimild til að leggja kvaðir á fólk sem ekki mun koma hingað? Sem svar við kröfum almennings um hertar aðgerðir strax? Þau sem héldu að ríkisstjórnin væri að boða eitthvað í líkingu við Nýsjálensku leiðina við landamærin hljóta að hafa orðið fyrir sárum vonbrigðum. Samkvæmt nýjustu tölum fer enginn á sóttvarnahótel Ekkert Evrópuland er með fleira en 1000 smit á síðustu 14 dögum á hverja 100 þúsund íbúa samkvæmt Evrópsku sóttvarnamiðstöðinni (linkur: https://www.ecdc.europa.eu/en/cases-2019-ncov-eueea). Í dag verður því enginn ferðamaður þaðan undantekningarlaust skikkaður í sóttvarnahús samkvæmt ráðagerðum ríkisstjórnarinnar. Og enginn eftir 1. júní. Þá verður enginn skikkaður í sóttvarnahús, ekki einu sinni fólk sem kemur frá löndum með fleiri en 1000 smit á 100 þúsund íbúa, sem í dag eru aðeins örfá lönd í heiminum og ekkert sem hefur beinar flugtengingar við Ísland, líklega ekki önnur lönd en Curacao, Bermuda og San Marino. Var einhver að krefjast reglna um flugsamgöngur við þau? Sex Evrópulönd eru með milli 750-1000 smit á síðustu 14 dögum á hverja 100 þúsund íbúa: Ungverjaland (861), Pólland (840), Kýpur (774), Eistland (770), Svíþjóð (770) og Frakkland (762). Ekkert flug kemur frá þessum löndum til Keflavíkur á morgun en vél er ráðgerð frá Stokkhólmi á fimmtudag. Farþegar úr þeirri vél verða skikkaðir í sóttvarnahús og verða vera þar í fimm daga nema þeir geti sýnt fram á að þeir geti dvalið annars staðar í sóttkví við viðunandi aðstæður, t.d. heima hjá sér, í sumarbústað eða einhvers staðar þar sem telja má að hægt sé að dvelja í fimm daga án samgangs við annað fólk. Eins og dæmin sanna er ekki þar með sagt að fólkið dvelji á þessum stöðum eða haldi sóttkví. Breytingarnar breyta engu Í dag er fjöldi smita á Íslandi síðustu 14 daga á hverja 100 þúsund íbúa 25. Það er það lægsta í Evrópu og því til mikils að vinna fyrir Íslendinga að halda uppi sterkum vörnum á landamærum. Þjóðin hefur mikið lagt á sig til að ná þessum árangri og á það skilið að hann sé varinn. Á morgun koma vélar frá Bretlandi þar sem þetta hlutfall er 50, Hollandi þar sem hlutfallið er 564, Danmörku þar sem hlutfallið er 165 og Spáni þar sem hlutfallið er 210. Auk vélarinnar frá Svíþjóð koma svo vélar frá Hollandi á fimmtudaginn (564) og Þýskalandi þar sem hlutfallið er 276. Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu fyrr í dag.vísir/vilhelm Þær breytingar sem ríkisstjórnin kynnti hefur því lítil ef nokkur áhrif næstu daga. Og ekki sýnileg nein áhrif þessar sex vikur sem lögin eiga að gilda. Enginn sem getur vísað á viðunandi stað til sóttkvíar verður skyldaður á sóttkvíarhótel. Og fólk sem er að koma frá löndum þar sem smit eru allt að 23 sinnum algengari en hér mun ekki mæta harðari aðgerðum á landamærum en gilda í dag. Þeir sem engar aðgerðir vildu réðu innihaldinu Ég trúi því ekki að enginn ráðherranna í ríkisstjórn og enginn þingmaður ríkisstjórnarflokkanna hafi ekki viljað harðari aðgerðir. Það er því augljóst að þau sem vildu harðari aðgerðir urðu undir kröfum þeirra sem engar aðgerðir vildu. Niðurstaðan er í raun engar aðgerðir en þær eru kynntar sem þær séu einhverjar aðgerðir. Þau sem engar aðgerðir vildu fengu að ráða innihaldinu en hin sem vildu aðgerðir fengu að ráða kynningunni. Einhver gæti haldið að þar með hafi allir fengið eitthvað, en reyndin er auðvitað að þau sem ekki vildu neinar aðgerðir fengu allt. Hin ekkert. En til hvers var þessi blaðamannafundur? Mér dettur helst í hug að hann hafi verið sigurstund fyrir Sigríði Á. Andersen, Brynjar Níelsson, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og aðra últra-hægrimenn, fögnuður yfir að halda völdum og geta áfram rekið stefnu sína þvert á vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ég hef séð ýmislegt um dagana, en þessi blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í Hörpu fyrr í dag var með því allra ósvífnasta sem ég hef séð. Ríkisstjórn kynnir eitthvað sem gæti litið út fyrir ókunnuga sem hertar aðgerðir á landamærum, en sem eru það í raun ekki. Frammi fyrir þjóð sem þolað hefur allskyns takmarkanir í meira en ár, þjóð sem hefur nú uppi kröfur um hertar aðgerðir á landamærum, um að hagsmunir hennar séu hafðir að leiðarljósi en ekki frekja og yfirgangur í hluthöfum ferðaþjónustufyrirtækja eða dellan upp úr öfga-nýfrjálshyggjuliðinu, þjóð sem horfir fram á að enn ein bylgjan sé að rísa með endurteknum takmörkunum á daglegu lífi, banni við samkomum og samveru, þjóð sem sér drauminn um betra líf í vor og snemmsumar vera að leysast upp ... frammi fyrir þessari þjóð mætir ríkisstjórnin með fráleitt sjónarspil. Um hertar aðgerðir sem í raun breyta engu. Ég trúi því ekki að Alþingi láti hafa sig að fífli með því að taka þetta boðaða frumvarp til meðferðar; sex vikna heimild til að leggja kvaðir á fólk sem ekki mun koma hingað? Sem svar við kröfum almennings um hertar aðgerðir strax? Þau sem héldu að ríkisstjórnin væri að boða eitthvað í líkingu við Nýsjálensku leiðina við landamærin hljóta að hafa orðið fyrir sárum vonbrigðum. Samkvæmt nýjustu tölum fer enginn á sóttvarnahótel Ekkert Evrópuland er með fleira en 1000 smit á síðustu 14 dögum á hverja 100 þúsund íbúa samkvæmt Evrópsku sóttvarnamiðstöðinni (linkur: https://www.ecdc.europa.eu/en/cases-2019-ncov-eueea). Í dag verður því enginn ferðamaður þaðan undantekningarlaust skikkaður í sóttvarnahús samkvæmt ráðagerðum ríkisstjórnarinnar. Og enginn eftir 1. júní. Þá verður enginn skikkaður í sóttvarnahús, ekki einu sinni fólk sem kemur frá löndum með fleiri en 1000 smit á 100 þúsund íbúa, sem í dag eru aðeins örfá lönd í heiminum og ekkert sem hefur beinar flugtengingar við Ísland, líklega ekki önnur lönd en Curacao, Bermuda og San Marino. Var einhver að krefjast reglna um flugsamgöngur við þau? Sex Evrópulönd eru með milli 750-1000 smit á síðustu 14 dögum á hverja 100 þúsund íbúa: Ungverjaland (861), Pólland (840), Kýpur (774), Eistland (770), Svíþjóð (770) og Frakkland (762). Ekkert flug kemur frá þessum löndum til Keflavíkur á morgun en vél er ráðgerð frá Stokkhólmi á fimmtudag. Farþegar úr þeirri vél verða skikkaðir í sóttvarnahús og verða vera þar í fimm daga nema þeir geti sýnt fram á að þeir geti dvalið annars staðar í sóttkví við viðunandi aðstæður, t.d. heima hjá sér, í sumarbústað eða einhvers staðar þar sem telja má að hægt sé að dvelja í fimm daga án samgangs við annað fólk. Eins og dæmin sanna er ekki þar með sagt að fólkið dvelji á þessum stöðum eða haldi sóttkví. Breytingarnar breyta engu Í dag er fjöldi smita á Íslandi síðustu 14 daga á hverja 100 þúsund íbúa 25. Það er það lægsta í Evrópu og því til mikils að vinna fyrir Íslendinga að halda uppi sterkum vörnum á landamærum. Þjóðin hefur mikið lagt á sig til að ná þessum árangri og á það skilið að hann sé varinn. Á morgun koma vélar frá Bretlandi þar sem þetta hlutfall er 50, Hollandi þar sem hlutfallið er 564, Danmörku þar sem hlutfallið er 165 og Spáni þar sem hlutfallið er 210. Auk vélarinnar frá Svíþjóð koma svo vélar frá Hollandi á fimmtudaginn (564) og Þýskalandi þar sem hlutfallið er 276. Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu fyrr í dag.vísir/vilhelm Þær breytingar sem ríkisstjórnin kynnti hefur því lítil ef nokkur áhrif næstu daga. Og ekki sýnileg nein áhrif þessar sex vikur sem lögin eiga að gilda. Enginn sem getur vísað á viðunandi stað til sóttkvíar verður skyldaður á sóttkvíarhótel. Og fólk sem er að koma frá löndum þar sem smit eru allt að 23 sinnum algengari en hér mun ekki mæta harðari aðgerðum á landamærum en gilda í dag. Þeir sem engar aðgerðir vildu réðu innihaldinu Ég trúi því ekki að enginn ráðherranna í ríkisstjórn og enginn þingmaður ríkisstjórnarflokkanna hafi ekki viljað harðari aðgerðir. Það er því augljóst að þau sem vildu harðari aðgerðir urðu undir kröfum þeirra sem engar aðgerðir vildu. Niðurstaðan er í raun engar aðgerðir en þær eru kynntar sem þær séu einhverjar aðgerðir. Þau sem engar aðgerðir vildu fengu að ráða innihaldinu en hin sem vildu aðgerðir fengu að ráða kynningunni. Einhver gæti haldið að þar með hafi allir fengið eitthvað, en reyndin er auðvitað að þau sem ekki vildu neinar aðgerðir fengu allt. Hin ekkert. En til hvers var þessi blaðamannafundur? Mér dettur helst í hug að hann hafi verið sigurstund fyrir Sigríði Á. Andersen, Brynjar Níelsson, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og aðra últra-hægrimenn, fögnuður yfir að halda völdum og geta áfram rekið stefnu sína þvert á vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar