Sitja landsmenn við sama borð? Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 19. apríl 2021 18:01 Eitt af þeim málum sem við þingmenn Miðflokksins fengum samþykkt í þinginu var að fela heilbrigðisráðherra að meta hvernig megi lágmarka kostnað sjúklinga vegna langvinnra og lífshættulegra sjúkdóma. Upphaflega var ætlunin að fara fram á við heilbrigðisráðherra að krabbameinsmeðferðir yrðu gjaldfrjálsar. Til þess að ná málinu fram var tekin ákvörðun um að sættast á að útvíkka skilgreiningu tillögunnar. Það var gert í von um að fram kæmu raunverulegar aðgerðir fyrir alla þá sem greinast með lífsógnandi sjúkdóm. Að greinast með krabbamein eða aðra alvarlega sjúkdóma er nægjanlegt áfall hverjum og einum þó ekki bætist fjárhagsáhyggjur við. Þann 15. mars síðastliðinn kom út skýrsla heilbrigðisráðherra og satt best að segja þá var skýrslan nokkur vonbrigði. Lítið er, ef nokkuð, tekið á þeim gríðarlega vanda sem fólk sem greint hefur verið með krabbamein stendur frammi fyrir. Byrjun skýrslunnar er nokkuð hástemd. Þar er dregið fram atriði úr sáttmála ríkisstjórnarinnar: „Almennt á að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga og gera greiðslukerfið gagnsærra og skilvirkara“. Á öðrum stað skýrslunnar er fjallað um að meta þurfi árangur núverandi heilbrigðiskerfis með hliðsjón af veikasta fólkinu og skoða þá þætti sem eru ekki hluti af því, til dæmis ferða- og uppihaldskostnað, tannlækningar og sálfræðiþjónustu, þannig að allir landsmenn fái notið góðrar þjónustu óháð efnahag og búsetu. Veikist fólk á landsbyggðinni er það töluvert háð því að Sjúkratryggingar Íslands taki þátt í ferðakostnaði sem hlýst af því að sækja nauðsynlega þjónustu til Reykjavíkur. Dæmi um flækjustig vegna ferðalaga mátti heyra í þinginu fyrir nokkru síðan en þar sagði heilbrigðisráðherra: „Greiðsluþátttakan er í stöðugri skoðun og líka endurgreiðsla á ferðakostnaði. En meginreglan er að sjúkratryggður á rétt á greiðslu kostnaðar vegna tveggja ferða á hverjum 12 mánuðum ef um er að ræða óhjákvæmilega sjúkdómsmeðferð eins og nefnt er, sem ekki er fyrir hendi í heimabyggð“. Óskiljanlegt flækjustig Einstaklingur sem leitar lækninga getur þurft að greiða fyrir vottorð um að hann hafi þurft að leita sér lækninga. Skilur þetta einhver? Í heilbrigðiskerfinu er hver flækjan ofan á aðra og endanleg niðurstaða er aukinn kostnaður bæði fyrir einstaklinga og hið opinbera. Hér er kostnaður ekki aðalatriðið heldur óþægindi einstaklinga. Nóg er nú samt. Heilbirgðisráðherra hafði þetta að segja við sömu umræðu á Alþingi: „Þá er rétt að benda á að einstaklingar sem þurfa að leita læknismeðferðar utan heimabyggðar þurfa ekki í öllum tilvikum að greiða umrædda upphæð aukalega til að fá endurgreiðslu. Læknir sækir um greiðslu ferðakostnaðar fyrir sjúkratryggðan með því að fylla út vottorð eða skýrslu vegna ferðakostnaðar innan lands og það er hlutverk læknis að skýra tilgang ferðar og staðfesta að meðferð sé ekki fáanleg í heimabyggð. Samkvæmt reglugerð um greiðsluþátttöku kostar vottorðið 1.474 kr. eins og málin standa. Hægt er að sækja um vegna fleiri en einnar ferðar á hverju vottorði og eins og kemur fram í reglugerðinni er eigin hluti sjúklings vegna hverrar ferðar fram og til baka aldrei hærri en 1.500 kr. Þegar endurgreiðsla sjúklings er reiknuð er sú upphæð því dregin frá endurgreiðslunni og sé greiðsluhluti sjúkratryggðs t.d. orðinn hærri en sem nemur 10.000 kr. á 12 mánaða tímabili fellur upphæð eigin hluta sjúkratryggðs niður í 500 kr. fyrir hverja ferð“. Það tekur kerfið að jafnaði 1 – 16 sólahringa frá því að einstaklingur sækir sér heilbrigðisþjónustu þangað til greiðslustaða hans uppfærist í greiðsluþátttökukerfinu. Þetta þýðir að öll gögn verða að hafa borist áður en uppfærslan á sér stað, einnig öll gögn vegna ferða- og uppihalds. Landsbyggðin situr ekki við sama borð Fyrir íbúa á landsbyggðinni tekur oft langan tíma að afla vottorða. Í skýrslu heilbirgðisráðherra segir: „Sæki einstaklingur sér heilbrigðisþjónustu innan áðurnefndra tímamarka tekur greiðslustaða hans ekki mið af fyrri komu þegar krafið er um greiðslu fyrir þjónustuna. Af þeim sökum geta einstaklingar greitt fullt greiðsluþátttökuverð fyrir heilbrigðisþjónustu sem þeir áttu rétt á að fá afslátt af eða átti þeim að vera jafnvel að kostnaðarlausu. Sjúkratryggingar endurgreiða einstaklingum inneignir vegna ofangreinds með reglubundnum hætti, en þrátt fyrir það getur nokkur tími liðið frá því að einstaklingur ofgreiðir og þar til að honum berst endurgreiðsla. Væru til staðar rauntímasamskipti við alla veitendur heilbrigðisþjónustu líkt og lagt var upp með við gildistöku kerfisins myndu einstaklingar nánast undantekningarlaust greiða rétt verð fyrir þjónustu m.v. greiðslustöðu sína“. Beðið eftir efndum Nú fer þessu kjörtímabili að ljúka og þess vegna hefur heilbrigðisráðherra stuttan tíma til þess að standa við það sem fram kemur í stjórnarsáttmálanum. Núverandi kerfi var metið í byrjun árs 2019, eftir tveggja ára gildistíma þess. Mismunun vegna búsetu er sannarlega sláandi og viðvarandi. Einnig má segja að lífeyrisþegar hafi ekki notið nýja kerfisins til jafns á við þá sem sagðir eru almennir. Þeir eru skilgreindir sem sjúkratryggðir einstaklingar á aldrinum 18 - 67 ára, sem ekki þiggja lífeyri. Þannig að segja má að heilbrigðisráðherra hafi metið kerfið eins og boðað var með hliðsjón af veikasta fólkinu. Einnig hefur ráðherra skoðað þætti sem ekki eru hluti af heilbrigðiskerfinu svo sem ferða- og uppihaldskostnað. Þetta var metið fyrir tveimur árum síðan en engar aðgerðir hafa litið dagsins ljós. Landsmenn njóta ekki ásættanlegrar þjónustu, sem þeir eiga rétt á, óháð efnahag og búsetu. Skýrsla heilbrigðisráðherra er almenn yfirferð og svarar á engan hátt þeirri beiðni sem lagt var upp með. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Heilbrigðismál Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Eitt af þeim málum sem við þingmenn Miðflokksins fengum samþykkt í þinginu var að fela heilbrigðisráðherra að meta hvernig megi lágmarka kostnað sjúklinga vegna langvinnra og lífshættulegra sjúkdóma. Upphaflega var ætlunin að fara fram á við heilbrigðisráðherra að krabbameinsmeðferðir yrðu gjaldfrjálsar. Til þess að ná málinu fram var tekin ákvörðun um að sættast á að útvíkka skilgreiningu tillögunnar. Það var gert í von um að fram kæmu raunverulegar aðgerðir fyrir alla þá sem greinast með lífsógnandi sjúkdóm. Að greinast með krabbamein eða aðra alvarlega sjúkdóma er nægjanlegt áfall hverjum og einum þó ekki bætist fjárhagsáhyggjur við. Þann 15. mars síðastliðinn kom út skýrsla heilbrigðisráðherra og satt best að segja þá var skýrslan nokkur vonbrigði. Lítið er, ef nokkuð, tekið á þeim gríðarlega vanda sem fólk sem greint hefur verið með krabbamein stendur frammi fyrir. Byrjun skýrslunnar er nokkuð hástemd. Þar er dregið fram atriði úr sáttmála ríkisstjórnarinnar: „Almennt á að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga og gera greiðslukerfið gagnsærra og skilvirkara“. Á öðrum stað skýrslunnar er fjallað um að meta þurfi árangur núverandi heilbrigðiskerfis með hliðsjón af veikasta fólkinu og skoða þá þætti sem eru ekki hluti af því, til dæmis ferða- og uppihaldskostnað, tannlækningar og sálfræðiþjónustu, þannig að allir landsmenn fái notið góðrar þjónustu óháð efnahag og búsetu. Veikist fólk á landsbyggðinni er það töluvert háð því að Sjúkratryggingar Íslands taki þátt í ferðakostnaði sem hlýst af því að sækja nauðsynlega þjónustu til Reykjavíkur. Dæmi um flækjustig vegna ferðalaga mátti heyra í þinginu fyrir nokkru síðan en þar sagði heilbrigðisráðherra: „Greiðsluþátttakan er í stöðugri skoðun og líka endurgreiðsla á ferðakostnaði. En meginreglan er að sjúkratryggður á rétt á greiðslu kostnaðar vegna tveggja ferða á hverjum 12 mánuðum ef um er að ræða óhjákvæmilega sjúkdómsmeðferð eins og nefnt er, sem ekki er fyrir hendi í heimabyggð“. Óskiljanlegt flækjustig Einstaklingur sem leitar lækninga getur þurft að greiða fyrir vottorð um að hann hafi þurft að leita sér lækninga. Skilur þetta einhver? Í heilbrigðiskerfinu er hver flækjan ofan á aðra og endanleg niðurstaða er aukinn kostnaður bæði fyrir einstaklinga og hið opinbera. Hér er kostnaður ekki aðalatriðið heldur óþægindi einstaklinga. Nóg er nú samt. Heilbirgðisráðherra hafði þetta að segja við sömu umræðu á Alþingi: „Þá er rétt að benda á að einstaklingar sem þurfa að leita læknismeðferðar utan heimabyggðar þurfa ekki í öllum tilvikum að greiða umrædda upphæð aukalega til að fá endurgreiðslu. Læknir sækir um greiðslu ferðakostnaðar fyrir sjúkratryggðan með því að fylla út vottorð eða skýrslu vegna ferðakostnaðar innan lands og það er hlutverk læknis að skýra tilgang ferðar og staðfesta að meðferð sé ekki fáanleg í heimabyggð. Samkvæmt reglugerð um greiðsluþátttöku kostar vottorðið 1.474 kr. eins og málin standa. Hægt er að sækja um vegna fleiri en einnar ferðar á hverju vottorði og eins og kemur fram í reglugerðinni er eigin hluti sjúklings vegna hverrar ferðar fram og til baka aldrei hærri en 1.500 kr. Þegar endurgreiðsla sjúklings er reiknuð er sú upphæð því dregin frá endurgreiðslunni og sé greiðsluhluti sjúkratryggðs t.d. orðinn hærri en sem nemur 10.000 kr. á 12 mánaða tímabili fellur upphæð eigin hluta sjúkratryggðs niður í 500 kr. fyrir hverja ferð“. Það tekur kerfið að jafnaði 1 – 16 sólahringa frá því að einstaklingur sækir sér heilbrigðisþjónustu þangað til greiðslustaða hans uppfærist í greiðsluþátttökukerfinu. Þetta þýðir að öll gögn verða að hafa borist áður en uppfærslan á sér stað, einnig öll gögn vegna ferða- og uppihalds. Landsbyggðin situr ekki við sama borð Fyrir íbúa á landsbyggðinni tekur oft langan tíma að afla vottorða. Í skýrslu heilbirgðisráðherra segir: „Sæki einstaklingur sér heilbrigðisþjónustu innan áðurnefndra tímamarka tekur greiðslustaða hans ekki mið af fyrri komu þegar krafið er um greiðslu fyrir þjónustuna. Af þeim sökum geta einstaklingar greitt fullt greiðsluþátttökuverð fyrir heilbrigðisþjónustu sem þeir áttu rétt á að fá afslátt af eða átti þeim að vera jafnvel að kostnaðarlausu. Sjúkratryggingar endurgreiða einstaklingum inneignir vegna ofangreinds með reglubundnum hætti, en þrátt fyrir það getur nokkur tími liðið frá því að einstaklingur ofgreiðir og þar til að honum berst endurgreiðsla. Væru til staðar rauntímasamskipti við alla veitendur heilbrigðisþjónustu líkt og lagt var upp með við gildistöku kerfisins myndu einstaklingar nánast undantekningarlaust greiða rétt verð fyrir þjónustu m.v. greiðslustöðu sína“. Beðið eftir efndum Nú fer þessu kjörtímabili að ljúka og þess vegna hefur heilbrigðisráðherra stuttan tíma til þess að standa við það sem fram kemur í stjórnarsáttmálanum. Núverandi kerfi var metið í byrjun árs 2019, eftir tveggja ára gildistíma þess. Mismunun vegna búsetu er sannarlega sláandi og viðvarandi. Einnig má segja að lífeyrisþegar hafi ekki notið nýja kerfisins til jafns á við þá sem sagðir eru almennir. Þeir eru skilgreindir sem sjúkratryggðir einstaklingar á aldrinum 18 - 67 ára, sem ekki þiggja lífeyri. Þannig að segja má að heilbrigðisráðherra hafi metið kerfið eins og boðað var með hliðsjón af veikasta fólkinu. Einnig hefur ráðherra skoðað þætti sem ekki eru hluti af heilbrigðiskerfinu svo sem ferða- og uppihaldskostnað. Þetta var metið fyrir tveimur árum síðan en engar aðgerðir hafa litið dagsins ljós. Landsmenn njóta ekki ásættanlegrar þjónustu, sem þeir eiga rétt á, óháð efnahag og búsetu. Skýrsla heilbrigðisráðherra er almenn yfirferð og svarar á engan hátt þeirri beiðni sem lagt var upp með. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun