Viðskipti innlent

Ráku 10 en vilja ráða 60

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Úr markaðsefni greiðslumiðlunarfyrirtækisins Borgunar.
Úr markaðsefni greiðslumiðlunarfyrirtækisins Borgunar. borgun

Nýir eigendur Borgunar ráku tíu starfsmenn í gær. Í þeirra hópi var Sæmundur Sæmundsson, forstjóri og aðrir stjórnendur. Vísir fékk fjölmargar ábendingar um hreinsun í efstu lögum fyrirtækisins í gær, sem ekki var drepið á í tilkynningunni sem Borgun sendi frá sér um brotthvarf forstjórans, og kallaði eftir nánari upplýsingum.

Samkvæmt svörum Borgunar voru, auk Sæmundar, „örfáir stjórnendur og starfsmenn til viðbótar“ látnir taka pokann sinn. Aðallega hafi verið um að ræða fólk á „þeim sviðum þar sem nýir stjórnendur taka við.“ Hluti þeirra stjórnenda sem áður mynduðu framkvæmdastjórn félagsins verði hins vegar áfram í stjórnendahópnum eftir kaupin. Samanlagt hafi tíu manns verið sagt upp störfum, að Sæmundi meðtöldum.

Eftir breytingarnar starfi 130 manns hjá fyrirtækinu og segjast nýir eigendur Borgunar, Salt Pay Co Ltd., ætla að fjölga starfsfólki á næstunni. Stefnt sé að því að ráða 60 nýja starfsmenn á næstu sex mánuðum.  „Stór hluti nýráðninganna verður úr hópi nýútskrifaðra háskólanema sem fara munu í gegnum sérstaka þjálfun á ýmsum sviðum,“ segir í svari Borgunar.

Haft er eftir Marcos Nunes, nýjum forstjóra Borgunar, að horft verði til ungs fólks á Ísland. „Það er sá hópur sem hefur orðið hvað verst úti í kjölfarið á COVID-19 og þarf nauðsynlega að fá sitt fyrsta tækifæri á vinnumarkaðnum,“ segir Marcos. 

„Við vitum að ungt fólk á Íslandi vill láta til sín taka, láta gott af sér leiða og fá tækifæri til að starfa í alþjóðlegu umhverfi þar sem það getur byggt upp reynslu og öðlast hæfni sem skapar þeim farsælan starfsframa.“

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
3,22
19
499.451
BRIM
2,79
6
28.598
HAGA
2,5
24
415.834
ICESEA
0,57
2
43.063
SVN
0,48
44
195.889

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,78
108
227.947
ARION
-1,37
40
408.015
MAREL
-1,28
17
313.382
SJOVA
-0,91
6
54.086
SYN
-0,7
4
8.975
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.