Tilefnislaus atlaga að kjörum eldra fólks Ólafur Ísleifsson skrifar 18. apríl 2021 09:01 Fyrir Alþingi liggur frumvarp fjármálaráðherra á breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Meginmarkmið frumvarpsins er að styðja af hálfu stjórnvalda við samninga aðila vinnumarkaðarins um að jafna réttindi starfsfólks á almennum og opinberum markaði. Fyrirhuguð lögfesting á 15,5% lágmarksiðgjaldi til lífeyrissjóðs er liður í stuðningi stjórnvalda við lífskjarasamningana frá apríl 2019. Þessi atriði sem lúta að kjarasamningum auk ákvæða um séreignarsparnað mynda uppistöðuna í frumvarpinu og er mikilvægt að í þessum efnum fáist farsæl niðurstaða. Háskaleg tillaga Sérkennilegt verður að telja að kosið er að læða inn í þetta mikilvæga frumvarp tillögu sem verulega skerðir kjör eldra fólks. Frumvarpið geymir ákvæði sem verkalýðshreyfingin hefur gert alvarlagar athugasemdir við og segir ekki hafa verið haft samráð við sig. Meðal þessara ákvæða er tillaga um að greiðslur úr lífeyrissjóðum breytist árlega vegna hækkunar á vísitölu neysluverðs og hverfa með því frá því að þessar greiðslur breytist mánaðarlega eftir þróun vísitölunnar. Sú skipan hefur staðið óhögguð að minnsta kosti frá 1997. Eðlilegar áhyggjur eldra fólks Þetta atriði að bæta verðbólguna árlega í stað mánaðarlega veldur eldri borgurum sem njóta greiðslna úr lífeyríssjóðum miklum áhyggjum. Verðbólgugusa eins og við Íslendingar höfum nýlega reynslu af stæði óbætt í heilt ár. Sér hver maður hvílík áhrif slíkt gæti haft á hag eldra fólks. Í frumvarpinu segir ekkert um tilefni þessarar breytingar eða tilgang. Hún er skýrð með einni setningu um að breytt framkvæmd geti dregið verulega úr kröfum Tryggingastofnunar ríkisins um endurgreiðslur vegna vanáætlunar á greiðslum frá lífeyrissjóðum í byrjun árs. Aumleg skýring Aumlegri gæti þessi skýring naumast verið. Með því að tala um breytta framkvæmd sýnist leitast við að breiða yfir þá kjaraskerðingu sem breytingin felur í sér. Hins vegar á breytingin að hjálpa Tryggingastofnun við áætlanagerð eins og hún sé ekki fullfær um slíkt og það án þess að til þurfi að koma alvarlegar skerðingar á kjörum eldra fólks. Þetta er engin skýring heldur yfirvarp eða yfirklór að ekki sé talað um blekkingu í ljósi þess að hvergi er gengist við þeirri kjaraskerðingu sem hér er í raun gerð tillaga um. Ráðherra ókunnugt um tilefni eða tilgang breytingar Þegar fjármálaráðherra hafði mælt fyrir frumvarpinu í vikunni beindi ég til hans spurningu um hvert væri tilefni þessarar breytingar og hvaða tilgangi henni væri ætlað að þjóna en um þetta segir ekkert í frumvarpinu. Eins spurði ég hvers vegna væri þar ekki að finna greinargerð um áhrif á hag sjóðfélaga, fjárhagsstöðu lífeyrissjóðanna og ríkisjóðs. Fjármálaráðherra gat í engu svarað spurningum mínum um þessi atriði. Hann sagði þetta ekkert meginefni þessa máls. Frumvarpið snerist um sögulega jöfnun lífeyrisréttinda á milli ólíkra sviða vinnumarkaðarins. Ráðherra sagði þetta ákvæði og tvö önnur, sem lúta að hækkun lífeyrisaldurs úr 16 árum í 18 ár og kjörum sjómanna, smáatriði sem alveg þyldu gagnrýni. Er verðbólgan úr sögunni? Ábendingum um að eldri borgarar séu áhyggjufullir vegna þeirrar óvissu sem frumvarpið skapar um fjárhag þeirra og framfærslu svaraði ráðherra með því að skiljanlegar væru áhyggjur þeirra sem lengi hefðu þurft að glíma við verðbólgutíma. En þeir tímar eru liðnir núna, sagði ráðherra og bætti við að ef við gætum viðhaldið því ástandi væri þetta atriði ekki eins stórt og menn vildu vera láta. Þetta svar ráðherra um áhyggjur fólks af kjörum sínum vegna hættu á verðbólgu nær engu máli. Verðbólgan rauk upp snemma á þessu ári og ekki útséð um framhald verðþróunar í landinu. Engin trygging er fyrir því að verðbólga heyri sögunni til. Væri fjármálaráðherra t.d. ósammála þeirri staðhæfingu að ný ríkisstjórn á hausti komanda skipuð sömu flokkum og í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur væri ekki sérlega líkleg í ljósi árangurs í fjármálastjórn til að hafa burði til að halda verðbólgu í skefjum? Tillöguna ætti að draga til baka Nei, svarið er augljóst. Áhyggjur fólks eru eðlilegar og þeirri óvissu sem ráðherra hefur skapað með tillögu sinni verður að eyða tafarlaust. Best gerði hann það með því að lýsa yfir að hann drægi til baka umrædda tillögu, enda veit hann hvorki um tilefni hennar eða tilgang. Yfirlýsing um að tillagan væri dregin til baka hlýtur að vera ráðherra auðveld í ljósi þess að hann hefur lýst því á Alþingi að hér ræði um aukaatriði og smámál. Varla stendur í mönnum að kippa slíku úr sambandi. Fast verður staðið gegn atlögu ríkisstjórnarinnar Hitt mega menn vita að í öllu falli verður fast staðið gegn þessum áformum ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að ráðast að kjörum eldri borgara. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Ólafur Ísleifsson Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp fjármálaráðherra á breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Meginmarkmið frumvarpsins er að styðja af hálfu stjórnvalda við samninga aðila vinnumarkaðarins um að jafna réttindi starfsfólks á almennum og opinberum markaði. Fyrirhuguð lögfesting á 15,5% lágmarksiðgjaldi til lífeyrissjóðs er liður í stuðningi stjórnvalda við lífskjarasamningana frá apríl 2019. Þessi atriði sem lúta að kjarasamningum auk ákvæða um séreignarsparnað mynda uppistöðuna í frumvarpinu og er mikilvægt að í þessum efnum fáist farsæl niðurstaða. Háskaleg tillaga Sérkennilegt verður að telja að kosið er að læða inn í þetta mikilvæga frumvarp tillögu sem verulega skerðir kjör eldra fólks. Frumvarpið geymir ákvæði sem verkalýðshreyfingin hefur gert alvarlagar athugasemdir við og segir ekki hafa verið haft samráð við sig. Meðal þessara ákvæða er tillaga um að greiðslur úr lífeyrissjóðum breytist árlega vegna hækkunar á vísitölu neysluverðs og hverfa með því frá því að þessar greiðslur breytist mánaðarlega eftir þróun vísitölunnar. Sú skipan hefur staðið óhögguð að minnsta kosti frá 1997. Eðlilegar áhyggjur eldra fólks Þetta atriði að bæta verðbólguna árlega í stað mánaðarlega veldur eldri borgurum sem njóta greiðslna úr lífeyríssjóðum miklum áhyggjum. Verðbólgugusa eins og við Íslendingar höfum nýlega reynslu af stæði óbætt í heilt ár. Sér hver maður hvílík áhrif slíkt gæti haft á hag eldra fólks. Í frumvarpinu segir ekkert um tilefni þessarar breytingar eða tilgang. Hún er skýrð með einni setningu um að breytt framkvæmd geti dregið verulega úr kröfum Tryggingastofnunar ríkisins um endurgreiðslur vegna vanáætlunar á greiðslum frá lífeyrissjóðum í byrjun árs. Aumleg skýring Aumlegri gæti þessi skýring naumast verið. Með því að tala um breytta framkvæmd sýnist leitast við að breiða yfir þá kjaraskerðingu sem breytingin felur í sér. Hins vegar á breytingin að hjálpa Tryggingastofnun við áætlanagerð eins og hún sé ekki fullfær um slíkt og það án þess að til þurfi að koma alvarlegar skerðingar á kjörum eldra fólks. Þetta er engin skýring heldur yfirvarp eða yfirklór að ekki sé talað um blekkingu í ljósi þess að hvergi er gengist við þeirri kjaraskerðingu sem hér er í raun gerð tillaga um. Ráðherra ókunnugt um tilefni eða tilgang breytingar Þegar fjármálaráðherra hafði mælt fyrir frumvarpinu í vikunni beindi ég til hans spurningu um hvert væri tilefni þessarar breytingar og hvaða tilgangi henni væri ætlað að þjóna en um þetta segir ekkert í frumvarpinu. Eins spurði ég hvers vegna væri þar ekki að finna greinargerð um áhrif á hag sjóðfélaga, fjárhagsstöðu lífeyrissjóðanna og ríkisjóðs. Fjármálaráðherra gat í engu svarað spurningum mínum um þessi atriði. Hann sagði þetta ekkert meginefni þessa máls. Frumvarpið snerist um sögulega jöfnun lífeyrisréttinda á milli ólíkra sviða vinnumarkaðarins. Ráðherra sagði þetta ákvæði og tvö önnur, sem lúta að hækkun lífeyrisaldurs úr 16 árum í 18 ár og kjörum sjómanna, smáatriði sem alveg þyldu gagnrýni. Er verðbólgan úr sögunni? Ábendingum um að eldri borgarar séu áhyggjufullir vegna þeirrar óvissu sem frumvarpið skapar um fjárhag þeirra og framfærslu svaraði ráðherra með því að skiljanlegar væru áhyggjur þeirra sem lengi hefðu þurft að glíma við verðbólgutíma. En þeir tímar eru liðnir núna, sagði ráðherra og bætti við að ef við gætum viðhaldið því ástandi væri þetta atriði ekki eins stórt og menn vildu vera láta. Þetta svar ráðherra um áhyggjur fólks af kjörum sínum vegna hættu á verðbólgu nær engu máli. Verðbólgan rauk upp snemma á þessu ári og ekki útséð um framhald verðþróunar í landinu. Engin trygging er fyrir því að verðbólga heyri sögunni til. Væri fjármálaráðherra t.d. ósammála þeirri staðhæfingu að ný ríkisstjórn á hausti komanda skipuð sömu flokkum og í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur væri ekki sérlega líkleg í ljósi árangurs í fjármálastjórn til að hafa burði til að halda verðbólgu í skefjum? Tillöguna ætti að draga til baka Nei, svarið er augljóst. Áhyggjur fólks eru eðlilegar og þeirri óvissu sem ráðherra hefur skapað með tillögu sinni verður að eyða tafarlaust. Best gerði hann það með því að lýsa yfir að hann drægi til baka umrædda tillögu, enda veit hann hvorki um tilefni hennar eða tilgang. Yfirlýsing um að tillagan væri dregin til baka hlýtur að vera ráðherra auðveld í ljósi þess að hann hefur lýst því á Alþingi að hér ræði um aukaatriði og smámál. Varla stendur í mönnum að kippa slíku úr sambandi. Fast verður staðið gegn atlögu ríkisstjórnarinnar Hitt mega menn vita að í öllu falli verður fast staðið gegn þessum áformum ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að ráðast að kjörum eldri borgara. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun