Hyllir undir skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi Halla Þorvaldsdóttir skrifar 17. apríl 2021 10:30 Í umræðum á Alþingi þann 3. mars sl. kom fram í máli heilbrigðisráherra að skipulögð skimun fyrir ristilkrabbameini er í undirbúningi og að á fjárlögum þessa árs eru ætlaðar til hennar 70 milljónir kr. Krabbameinsfélagið hefur lengi barist fyrir því að skimunin hefjist hér á landi og fagnar því mjög að hún sé nú að verða að veruleika. Ristilskimun hefur ítrekað verið til umræðu á Alþingi sl. 20 ár og frá og með árinu 2018 verið ætlað 70 milljónum til hennar á fjárlögum. Ísland er eftirbátur hinna Norðurlandanna og margra Evrópulanda hvað þessa skimun varðar en hún er ein þriggja krabbameinsskimana sem alþjóðastofnanir mæla með. Krabbamein í ristli og endaþarmi er annað algengasta krabbameinið á Íslandi en undanfarin fimm ár hafa á hverju ári að meðaltali greinst 187 mein hér á landi og 68 látist úr þeim. Árið 2016 styrkti velferðarráðuneytið Krabbameinsfélagið um 25 milljónir til að undirbúa umrædda skimun og félagið lagði að auki 20 milljónir í verkið með stuðningi Okkar líf. Sérfræðilæknir var ráðinn til að undirbúa verkefnið, þróaður var hugbúnaður og keyptur nauðsynlegur tækjabúnaður. Af hálfu ráðuneytisins stóð til að hefja skimunina haustið 2017 á grundvelli undirbúningsins en af því hefur enn ekki orðið. Krabbameinsfélagið hefur sent heilbrigðisráðuneytinu fyrirspurn og óskað eftir tímasettri áætlun fyrir verkefnið. Vonandi sýnir áætlunin að skimunin hefjist á þessu ári. Það væri frábær áfangi. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum á Alþingi þann 3. mars sl. kom fram í máli heilbrigðisráherra að skipulögð skimun fyrir ristilkrabbameini er í undirbúningi og að á fjárlögum þessa árs eru ætlaðar til hennar 70 milljónir kr. Krabbameinsfélagið hefur lengi barist fyrir því að skimunin hefjist hér á landi og fagnar því mjög að hún sé nú að verða að veruleika. Ristilskimun hefur ítrekað verið til umræðu á Alþingi sl. 20 ár og frá og með árinu 2018 verið ætlað 70 milljónum til hennar á fjárlögum. Ísland er eftirbátur hinna Norðurlandanna og margra Evrópulanda hvað þessa skimun varðar en hún er ein þriggja krabbameinsskimana sem alþjóðastofnanir mæla með. Krabbamein í ristli og endaþarmi er annað algengasta krabbameinið á Íslandi en undanfarin fimm ár hafa á hverju ári að meðaltali greinst 187 mein hér á landi og 68 látist úr þeim. Árið 2016 styrkti velferðarráðuneytið Krabbameinsfélagið um 25 milljónir til að undirbúa umrædda skimun og félagið lagði að auki 20 milljónir í verkið með stuðningi Okkar líf. Sérfræðilæknir var ráðinn til að undirbúa verkefnið, þróaður var hugbúnaður og keyptur nauðsynlegur tækjabúnaður. Af hálfu ráðuneytisins stóð til að hefja skimunina haustið 2017 á grundvelli undirbúningsins en af því hefur enn ekki orðið. Krabbameinsfélagið hefur sent heilbrigðisráðuneytinu fyrirspurn og óskað eftir tímasettri áætlun fyrir verkefnið. Vonandi sýnir áætlunin að skimunin hefjist á þessu ári. Það væri frábær áfangi. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar