Lífið

Tveggja metra langt hár klippt stutt eftir þrjú Guinness heimsmet

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Hin Indverskja Garðarbrúða hefur nú kvatt tveggja metra langa lokka sína. 
Hin Indverskja Garðarbrúða hefur nú kvatt tveggja metra langa lokka sína.  Instagram

Þegar hún var sex ára gömul tók hin indverska Nilanshi Patel þá ákvörðun að hætta að láta klippa á sér hárið eftir að hafa upplifað slæma reynslu á hárgreiðslustofum. Hún hélt sig við þessa ákvörðun í tólf ár og talaði sjálf um hárið sitt sem heillagripinn sinn.

Síðan árið 2018 hefur Nilanshi átt metið fyrir lengsta hár unglings í heimi, samkvæmt Heimsmetabók Guinnes. Þegar hún fékk metið í fyrsta skipti, sextán ára að aldri, mældist hár hennar 170,5 sentimetrar að lengd. Hún hefur síðan verið kölluð indverska Garðabrúðan með vísun í ævintýrið klassíska.

Síðasta júlí, rétt fyrir átján ára afmæli Nilanshi, var hár hennar mælt í síðasta skipti og var það þá orðið tveir metrar að lengd.

Eftir að hafa haldið metinu í þrjú ár tók Nilanshi þá stóru ákvörðun að láta löngu lokkana fjúka fyrir allt. 

Viðbrögðin hennar voru góð og eins og má sjá í myndbandinu var í hún skýjunum með útkomuna.


Tengdar fréttir

Lengstu neglur í heimi sagaðar af eftir 30 ára vöxt

Það er misjafnt hvaða smekk við höfum fyrir naglatísku eins og annarri tísku. Naglalengingar eru ekki óalgengar hér á landi en flest eigum við þó erfitt með að athafna okkur þegar neglurnar eru orðnar of langar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×