Viðskipti innlent

Býst við að Síldarvinnslan verði skráð í Kauphöll í maí

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Gunnþór Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar
Gunnþór Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar Vísir

Forstjóri Síldarvinnslunar býst við að félagið verði skráð í Kauphöllina í maí. Ekki verða gefin út ný hlutabréf heldur ætli stærstu eigendur  að selja af sínum hlutum við skráningu í félaginu. 

Síldarvinnslan hf. er eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Fyrirtækið er eitt hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu. 

Gunnþór Ingvason forstjóri  Síldarvinnslunnar.

„Það var ákveðið í stjórn félagsins að hefja undirbúning að skráningu félagsins á aðalmarkað Nasdag og sú vinna er í gangi núna. Það má búast við að henni ljúki á vormánuðum, í maí. Það er farið í þessa vegferð til að efla félagið og opna fyrir fjárfestum og gefa fleirum tækifæri til að koma að sjávarútvegi og fylgjast með þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Við teljum að Síldarvinnslan sé mjög áhugavert fyrirtæki fyrir fjárfesta,“ segir Gunnþór.  

Síldarvinnslan var skráð í Kauphöllinni 1994 og var sá markaði í 10 ár. 

„Sjávarútvegsfélög voru áður fyrr mörg á markaði en það var lítll áhugi á bréfunum á þeim tíma og þau hurfu hvert af öðru af markaði. Menn telja hins vegar  aðstæður núna aðrar og meiri áhugi á greininni,“ segir Gunnþór. 

Stærsti eigendur Sildavinnslunar eru Samherji með tæplega 46% hlut  og  Samvinnufélag útgerðamann í Neskaupsstað með 11%  hlut og  Hann segir að stærstu hluthafa ætli að selja af sínum hlutum í félaginu.

„Það er ekki gert ræað fyrir að gefa út nýtt hlutfé heldur á að losa hluti. Aðalega verða þetta srír stærstu hluthafarnir en ekki hefur ákveðið hvað þeir ætla að selja stóra hluti,“ segir Gunnþór. 


Tengdar fréttir

Síldar­vinnslan undir­býr skráningu í Kaup­höll

Stjórn Síldarvinnslunnar hefur ákveðið að hefja undirbúning að skráningu hlutabréfa félagsins á aðalmarkað Nasdaq Iceland og hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans til að hafa umsjón með verkefninu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×