Læknir gerist lagaspekingur Helgi Áss Grétarsson skrifar 12. apríl 2021 08:01 Læknirinn Kári Stefánsson hefur afrekað margt um ævina og eru margir honum þakklátir fyrir framlag hans í baráttunni við Covid-19 faraldurinn hér á landi. Á hinn bóginn er Kári ekki lagaspekingur og skýringar hans á tilteknum atriðum sóttvarnarlaga nr. 19/1997, sem settar voru fram í grein hans á visir.is, 10. apríl sl., báru þess vitni. Þörf er á að fjalla nánar um þessi lagaatriði. Hvað felst í sóttkví? Í byrjun febrúar sl. var sóttvarnarlögum breytt með lögum nr. 2/2021, þar sem m.a. hugtökin sóttkví og sóttvarnarhús voru skilgreind. Aðalatriði skilgreiningarinnar á sóttkví er að hún er takmörkun á athafnafrelsi einstaklings sem grunur leikur á að hafa verið útsettur fyrir smiti en er ekki veikur. Jafnframt er það hugtaksatriði að sá sem sætir sóttkví tryggi slíkan aðskilnað frá öðru fólki að komið sé í veg fyrir hugsanlega útbreiðslu farsóttasýkingar. Af sóttkvíarhugtakinu leiðir ekki sjálfkrafa heimild til handa yfirvöldum að skerða athafnafrelsi einstaklings þannig að viðkomandi þurfi að sæta sóttkví annars staðar en á samastað sínum hér á landi. Sem dæmi, maður sem er búsettur á Súðavík, og er þar staddur þegar viðkomandi er gert skylt að sæta sóttkví, þarf ekki að þola það að yfirvöld flytji hann til Grímseyjar til að hann taki út sóttkvínna þar. Til þess verður einnig að líta að skýra ber sóttkvíarhugtakið í samhengi við önnur ákvæði sóttvarnarlaga, sbr. t.d. d-lið 9. gr. laga nr. 2/2021, sem efnislega segir m.a. að við beitingu sóttvarnarráðstafana skuli gæta meðalhófs og taka tillit til hagsmuna sem njóta verndar stjórnarskrár og mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að. Sóttvarnarhús og tengsl þess við sóttkví Hýsa ber einstaklinga í sóttvarnarhúsi að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Eitt skilyrði er óundanþægt, nefnilega að grunur sé uppi um að einstaklingar séu smitaðir af farsótt eða staðfest er að svo sé. Fleiri skilyrði þurfa að vera uppfyllt, nefnilega að einstaklingar sem hýstir eru í sóttvarnarhúsi, eigi ekki samastað á Íslandi eða geti ekki af öðrum sökum eða vilji ekki einangra sig í húsnæði á eigin vegum. Þegar lesnar eru saman skilgreiningar á sóttkví og sóttvarnarhúsi er auðsætt að einstaklingur, sem hefur samastað hér á landi, og vill og getur sætt sóttkví í húsnæði á eigin vegum, getur ekki verið þvingaður til að taka út sóttkví í sóttvarnarhúsi. Þessi ályktun styðst einnig við þá staðreynd að ekkert í lögskýringargögnum gefur til kynna að tilgangurinn með setningu áðurnefndra laga nr. 2/2021 hafi verið að veita yfirvöldum slíka heimild. Prófraunin fyrir héraðsdómi Ástæða þess læknirinn Kári hefur síðustu daga gerst lagaskýrandi á opinberum vettvangi eru nýlegir úrskurðir héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að sóttvarnaryfirvöld gætu ekki þvingað þá, sem kæmu til Íslands frá ákveðnum áhættulöndum, að sæta sóttkví í sóttvarnarhúsi þegar viðkomandi farþegar sýndu fram á að þeir hefðu samastað hér á landi og vildu taka út sóttkvínna þar. Að mati Kára, sóttvarnaryfirvalda og jafnvel margra annarra, er talið nauðsynlegt að slíku fyrirkomulagi sé komið á til að ná betri stjórn á Covid-19 faraldrinum. Það mat kann að vera rétt. Vandinn er hins vegar sá að fyrirkomulag af þessu tagi þarf að styðjast við ákvæði í lögum en ekki eingöngu vera reist á fyrirmælum frá stjórnvöldum. Ef niðurstaða héraðsdóms hefði orðið önnur, hefði í raun og veru verið fallist á að stjórnvöld gætu svipt einstaklinga frelsi án lagaheimildar. Sem betur stóðst réttarkerfið þessa prófraun og grundvallarreglur stjórnskipunarinnar sönnuðu gildi sitt. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Læknirinn Kári Stefánsson hefur afrekað margt um ævina og eru margir honum þakklátir fyrir framlag hans í baráttunni við Covid-19 faraldurinn hér á landi. Á hinn bóginn er Kári ekki lagaspekingur og skýringar hans á tilteknum atriðum sóttvarnarlaga nr. 19/1997, sem settar voru fram í grein hans á visir.is, 10. apríl sl., báru þess vitni. Þörf er á að fjalla nánar um þessi lagaatriði. Hvað felst í sóttkví? Í byrjun febrúar sl. var sóttvarnarlögum breytt með lögum nr. 2/2021, þar sem m.a. hugtökin sóttkví og sóttvarnarhús voru skilgreind. Aðalatriði skilgreiningarinnar á sóttkví er að hún er takmörkun á athafnafrelsi einstaklings sem grunur leikur á að hafa verið útsettur fyrir smiti en er ekki veikur. Jafnframt er það hugtaksatriði að sá sem sætir sóttkví tryggi slíkan aðskilnað frá öðru fólki að komið sé í veg fyrir hugsanlega útbreiðslu farsóttasýkingar. Af sóttkvíarhugtakinu leiðir ekki sjálfkrafa heimild til handa yfirvöldum að skerða athafnafrelsi einstaklings þannig að viðkomandi þurfi að sæta sóttkví annars staðar en á samastað sínum hér á landi. Sem dæmi, maður sem er búsettur á Súðavík, og er þar staddur þegar viðkomandi er gert skylt að sæta sóttkví, þarf ekki að þola það að yfirvöld flytji hann til Grímseyjar til að hann taki út sóttkvínna þar. Til þess verður einnig að líta að skýra ber sóttkvíarhugtakið í samhengi við önnur ákvæði sóttvarnarlaga, sbr. t.d. d-lið 9. gr. laga nr. 2/2021, sem efnislega segir m.a. að við beitingu sóttvarnarráðstafana skuli gæta meðalhófs og taka tillit til hagsmuna sem njóta verndar stjórnarskrár og mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að. Sóttvarnarhús og tengsl þess við sóttkví Hýsa ber einstaklinga í sóttvarnarhúsi að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Eitt skilyrði er óundanþægt, nefnilega að grunur sé uppi um að einstaklingar séu smitaðir af farsótt eða staðfest er að svo sé. Fleiri skilyrði þurfa að vera uppfyllt, nefnilega að einstaklingar sem hýstir eru í sóttvarnarhúsi, eigi ekki samastað á Íslandi eða geti ekki af öðrum sökum eða vilji ekki einangra sig í húsnæði á eigin vegum. Þegar lesnar eru saman skilgreiningar á sóttkví og sóttvarnarhúsi er auðsætt að einstaklingur, sem hefur samastað hér á landi, og vill og getur sætt sóttkví í húsnæði á eigin vegum, getur ekki verið þvingaður til að taka út sóttkví í sóttvarnarhúsi. Þessi ályktun styðst einnig við þá staðreynd að ekkert í lögskýringargögnum gefur til kynna að tilgangurinn með setningu áðurnefndra laga nr. 2/2021 hafi verið að veita yfirvöldum slíka heimild. Prófraunin fyrir héraðsdómi Ástæða þess læknirinn Kári hefur síðustu daga gerst lagaskýrandi á opinberum vettvangi eru nýlegir úrskurðir héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að sóttvarnaryfirvöld gætu ekki þvingað þá, sem kæmu til Íslands frá ákveðnum áhættulöndum, að sæta sóttkví í sóttvarnarhúsi þegar viðkomandi farþegar sýndu fram á að þeir hefðu samastað hér á landi og vildu taka út sóttkvínna þar. Að mati Kára, sóttvarnaryfirvalda og jafnvel margra annarra, er talið nauðsynlegt að slíku fyrirkomulagi sé komið á til að ná betri stjórn á Covid-19 faraldrinum. Það mat kann að vera rétt. Vandinn er hins vegar sá að fyrirkomulag af þessu tagi þarf að styðjast við ákvæði í lögum en ekki eingöngu vera reist á fyrirmælum frá stjórnvöldum. Ef niðurstaða héraðsdóms hefði orðið önnur, hefði í raun og veru verið fallist á að stjórnvöld gætu svipt einstaklinga frelsi án lagaheimildar. Sem betur stóðst réttarkerfið þessa prófraun og grundvallarreglur stjórnskipunarinnar sönnuðu gildi sitt. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar